Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 12

Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 12
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum meira. Eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem veitir manni orku til að takast á við daginn á bragðgóðan hátt. Fyrir okkur hin… …sem viljum meira ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N AT 2 91 09 1 0/ 05 LUNDÚNUM, AP Þingmenn í lávarða- deild breska þingsins féllust síðla miðvikudags á málamiðlun í deil- unni við ríkisstjórnina um innleið- ingu nafnskírteina í Bretlandi. Lávarðadeildin hafði alls fimm sinnum stöðvað framgang málsins eftir að neðri deild þingsins hafði samþykkt lagafrumvarp stjórnar- innar. Samkvæmt málamiðluninni munu allir breskir þegnar, sem sækja um vegabréf fyrir ársbyrj- un 2010, geta kosið að sækja ekki um leið um nýja nafnskírteinið en vera þess í stað skráðir í lokaðan gagnabanka. Fram til þessa hafa breskir borgarar hvorki haft nafnnúmer né nafnskírteini en ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að taka þau upp nú, ekki síst af öryggisástæðum á þessum síðustu og verstu hryðju- verkatímum. - aa Breska lávarðadeildin lýkur nafnskírteinadeilu: Fallist á málamiðlun BRESKT NAFNSKÍRTEINI Breskir borgarar hafa fram til þessa ekki haft nafnskírteini. VEGAGERÐ Framkvæmdir við bygg- ingu nýrrar brúar yfir Korpúlfs- staðaá ganga að óskum en brúin mun tengja Vesturlandsveg við byggðina í Grafarvogi þegar hún verður tilbúin. Liggur hún þvert yfir golfvöll- inn í Korpunni en framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, Margeir Vilhjálmsson, segir fram- kvæmdirnar ekki eiga að hafa nein áhrif á sumarið framundan. „Verklok eru áætluð í byrjun júní og við förum fljótlega að leggja göngustíg undir brúna sem tengir fyrstu braut og aðra og það ættu engir kylfingar að lenda í vand- ræðum vegna þessa.“ - aöe NÝJA BRÚIN Verkið gengur samkvæmt áætlun og verður smíðinni lokið um miðjan júní eða í þann mund sem kylfingar fara að fjölmenna á vellina.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vegaframkvæmdir við Korpu í Grafarvogi: Ný brú við golfvöllinn 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.