Fréttablaðið - 31.03.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 31.03.2006, Síða 32
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR Anna Bergljót Thorarensen er ekki hrifin af útsölum en fylgist vel með tilboðum. Anna Bergljót Thorarensen lauk BS-námi í viðskiptafræði frá Bif- röst seinasta vor. Nú vinnur hún í fullu starfi hjá Verðbréfaþjónustu Íslandsbanka og er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Bestu kaupin sem hún hefur gert voru þegar hún fjárfesti í eggja- suðutæki. „Ég keypti mér þetta tæki þegar ég flutti að heiman og fór að búa á Bifröst. Það kostaði ekki nema þús- und krónur og er þeim eiginleikum gætt að það getur harð- eða linsoð- ið egg allt eftir óskum og getur soðið allt að sex egg í einu! Þetta er eina heimilistækið sem maður þarf á að halda.“ Aðspurð segist Anna Bergljót ekki vera hrifin af útsölum. „Ég er alveg skíthrædd í búðum og sérstaklega þegar það er margt fólk inni í þeim, eins og oft vill verða á útsölum. Ég veit ekkert jafn pirrandi eins og að troða mér um þrönga ganga Kringlunnar þegar þeir eru fullir af fólki. Ég fór hins vegar til London fyrir tíu dögum síðan og þar keypti ég mér fimmtán DVD-myndir á útsölu. Þær kostuðu samtals aðeins 6.000 krónur íslenskar.“ „Ég fylgist þó nokkuð með til- boðum, sérstaklega tilboðum í matvöruverslunum. Ég er meira að segja skráð á póstlista Bónus og fæ öll tilboðin þaðan send beint til mín. Það er því oftar en ekki hann Jóhannes sem ræður því hvað er í matinn á mínu heimili. Mér finnst ég alltaf vera að græða fjári mikið með því að kaupa mat sem er á tilboði.“ Í augnablikinu er Anna Berg- ljót í aðhaldi og hagar því inn- kaupunum eftir því. „Ég byrjaði á danska kúrnum upp úr áramótum og hef verið að tína af mér kílóin síðan. Frítíminn fer því að miklu leyti í að elda og borða. Milli mál- tíða reyni ég síðan að sinna vinn- unum mínum. Það fer að líða að aðalfundi BÍSN en hann verður haldinn í mars. Þangað til verður maður bara á kafi í ársskýrslum og ársreikningum. Í lok mars ætla ég síðan að halda til Kúbu, dvelja þar í þrjár vikur og slaka á eftir törnina.“ Fylgist vel með tilboðum Anna Bergljót gerði góð kaup á DVD-myndum í London á dögunum. ��������������������� ���� � � �� � �� � ��� �� � �� � � � �� � � � � � Lopapeysur Stuttar, þröngar með rennilás Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 • sími: 552 1890 www.handknit.is Laugaveg 56 • Sími 551 7600 Fermingargjafir í

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.