Fréttablaðið - 31.03.2006, Side 58

Fréttablaðið - 31.03.2006, Side 58
46 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 28 29 30 31 1 2 3 Föstudagur ■ ■ LEIKIR  19.00 Þór og Fram mætast í DHL deild karla í handbolta í Höllinni á Akureyri.  19.15 Njarðvík og KR mætast í Iceland-Express deild karla í körfu- bolta í Njarðvík.  20.00 Selfoss og Fylkir mætast í DHL deild karla í handbolta á Selfossi. ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.  19.30 Meistaradeildin á Sýn.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.30 Súperkross á Sýn.  21.00 HM í póker á Sýn.  02.50 Formúla-1 á Rúv. Bein útsending frá tímatöku í Ástralíu. Endursýnt klukkan 11.30 á laugardag- inn. Íslenski landsliðsframherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stoke City á miðvikudags- kvöldið. Markið kom ellefu mínútum fyrir leikslok og reyndist vera sigurmark Stoke gegn QPR. Það var þungu fargi létt af Hannesi enda búinn að spila marga leiki fyrir Stoke án þess að skora. „Ég var alveg búinn eftir fagnaðarlætin og varð að kasta mæðinni. Það er svo langt síðan ég skoraði að ég var nánast búinn að gleyma hvernig ætti að fagna,“ sagði Hannes léttur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var kannski ekki fallegasta mark í heimi en það telur jafn mikið og öll hin. Þetta var pot af stuttu færi. Það var líka gaman að fá að spila í fremstu víglínu en ég hef mikið verið að leika á köntunum með Stoke í vetur.“ Þetta verður hugsanlega síðasta mark Hannesar fyrir Stoke í vetur því hann er á leið í aðgerð vegna kviðslits í næstu viku og tímabilinu verður þar með formlega lokið. „Þetta hefur verið að plaga mig síðan í landsleiknum gegn Trínidad en er eitthvað furðulegt þar sem ég hef lítið fundið fyrir þessu síðustu tvær vik- urnar. Þetta er samt eitthvað sem verður að laga og ástæðan fyrir því að mér er skellt í aðgerð núna er að ég verði klár þegar undirbúningsstímabilið byrjar svo að ég lendi ekki á eftir hinum leikmönnunum. Tímabilið er líka svo gott sem búið hjá okkur þar sem við eigum ekki lengur möguleika á sæti í umspili um sæti í efstu deild og getum heldur ekki fallið. Þetta er góður tími til að leggjast undir hnífinn og best að ljúka þessu af,“ sagði Hannes og bætti við að leikmenn félagsins hefðu ekki farið varhluta af deilum þjálfarateymisins en þrátt fyrir allan hasarinn sagði Hannes ekki útilokað að Johan Boskamp haldi áfram með liðið. Verði hann áfram þá má samt búast við því að hann muni skipta út þjálfarateyminu út eins og það leggur sig enda tvisvar þurft að setja aðstoðarmenn sína í frí vegna ósættis. HANNES SIGURÐSSON: SKORAÐI SITT FYRSTA OG VÆNTANLEGA SÍÐASTA MARK Í VETUR Var alveg búinn eftir fagnaðarlætin > Í bann fyrir skjalafals Drago Pavlov, nýráðinn þjálfari kvenna- liðs FH, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða langt bann af hliðarlínunni vegna skjalafals. Hann varð uppvís af því í leik FH og Stjörnunnar í deildabik- arnum þann 4. mars þegar hann skráði Elísabetu Pétursdóttir á leikskýrsluna en hið rétt er að hún var ekki með. Í stað þess spilaði Mist Elíasdóttir leikinn en á þeim tíma var hún leikmaður KR og því með öllu ólögleg í leiknum. Pétur Svavarsson í kvennaráði FH hefur verið bannað að sinna stjórnun- arstörfum í tvo mánuði auk þess sem FH var sektað um 30 þúsund krónur. Stefán til Keflavíkur Stefán Örn Arnarsson hefur skipt yfir í Keflavík úr Víkingi Reykjavík. Stefán er 24 ára gamall sóknarmaður og var í láni hjá Keflvíkingum síðasta sumar en hann býr og vinnur í Reykjanesbæ. Hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum síðasta sumar og er góður styrkur fyrir Keflavíkurliðið. KÖRFUBOLTI Fyrsti leikhluti gaf frá- bær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvík- inga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæru- leysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borg- nesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borg- nesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skalla- grímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Kefl- víkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borg- arnesi á mánudaginn. Íslands- meistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titils- ins og hreinlega slátruðu Borgnes- ingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skor- aði alls 37 stig en fjórir menn skor- uðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunn- ar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að kom- ast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. - hþh Íslandsmeistarabragur á Keflavík Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. A.J MOEY Átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Keflavík í kvöld og skoraði alls 37 stig og var með öllu óviðráðanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.