Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 4
4 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR Bandaríkjadalur 72,25 72,59 Sterlingspund 126,42 127,04 Evra 87,98 88,48 Dönsk króna 11,788 11,856 Norsk króna 11,173 11,239 Sænsk króna 9,421 9,477 Japanskt jen 0,6129 0,6165 SDR 104,39 105,01 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 7.4.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 122,8137 MANCHESTER, AP David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, segir að flokkurinn muni tapa sínum fjórðu kosningum í röð verði ekki gerðar á honum róttækar breytingar. „Svo margt þarf að breytast í landi okkar og við megum ekki sóa tímanum með því að breyt- ast hægt og bítandi,“ sagði Camer- on á vorráðstefnu flokksins í Manchester í gær. „Nú er ekki tími til að stíga á hemlana, heldur til að ýta á bensíngjöfina. Ég vil stefna hraðbyri til nýja Íhaldsflokksins,“ bætti hann við og sagði að Bretar yrðu að sjá að íhaldsmönnum væri treystandi fyrir stjórn landsins. Cameron vill setja umhverfis- mál á oddinn í stefnu Íhaldsflokks- ins, sem er nýjung. Hann segir Tony Blair forsætisráðherra hafa látið umhverfismál sitja á hakan- um og telur það algjört forgangs- mál að taka á loftslagsbreyting- um. „Loftslagsbreytingar eru aðkallandi vandamál og andrúms- loftið verður sífellt hlýrra.“ Hann benti á í ræðu sinni að umhverfis- vernd skipti unga kjósendur miklu máli og að hann vildi tengja stefnu flokksins við umhugsunarefni almennings. „Ég vil að Íhalds- flokkurinn leiði græna byltingu,“ sagði hann og uppskar lófaklapp fundarmanna. Cameron hefur kappkostað að endurnýja ímynd og stefnu Íhalds- flokksins frá því hann var kjörinn formaður í desember í fyrra og vonast til að geta nýtt sér dalandi vinsældir Tony Blair forsætisráð- herra í sveitastjórnarkosningum í næsta mánuði. Cameron er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins síðan flokk- urinn missti völdin árið 1997. Hann hefur sveigt stefnu flokksins í átt að miðju og margir flokksmenn eru bjartsýnir á að honum takist að tryggja íhaldsmönnum sigur í næstu þingkosningum árið 2009. Margir fundarmanna tóku undir orð formannsins og sögðu hann hafa fært flokksmönnum raunhæfa von um að flokkurinn gæti endurnýjað sig í tæka tíð fyrir kosningar. Cameron sagði enn fremur að þótt ýmsar raddir innan flokksins hvettu hann til að hægja á sér vildi hann hraða breyt- ingum. bergsteinn@frettabladid.is Cameron boðar græna byltingu David Cameron telur að breski Íhaldsflokkurinn verði að gera róttækar breyt- ingar á stefnu sinni ætli hann að vinna næstu kosningar árið 2009. Hann setur umhverfismál á oddinn og boðar græna byltingu. DAVID CAMERON Formaður breska Íhaldsflokksins vill tengja stefnu flokksins við umhugsunarefni hins almenna borgara. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES NASHVILLE, AP Að minnsta kosti ell- efu létust og fjöldi heimila og ann- arra húsa jafnaðist við jörðu þegar önnur alda skýstróka á innan við viku gekk yfir Tennessee-ríki í Bandaríkjunum á föstudag. Björg- unarlið vinna nú hörðum höndum að því að hreinsa til eftir eyðilegging- una. Sjónarvottar lýsa því hvernig skýstrókar hafi rifið þakið af húsum þeirra í einni svipan, en mega telj- ast lánsamir að húsin hafi ekki jafn- ast við jörðu. Skýstrókar eru algeng- ir á þessum slóðum á þessum árstíma en í ár hefur þeim fjölgað mjög miðað við undanfarin ár og orðið að minnsta kosti 35 manns að bana á innan við viku. - bs Skýstrókar í Bandaríkjunum: Ellefu létust í óveðri RÚSTIR EINAR Skýstrókar eira engu sem verður á vegi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚDAPEST, AP Laszlo Soljom, forseti Ungverjalands, hvatti landa sína í sjónvarpsávarpi til að fjölmenna á kjörstaði þing- kosninganna, sem eru í dag. Flestar skoðanakann- anir benda til þess að Sósíal- istaflokkur- inn, sem er í ríkisstjórn, hafi forystu fyrir fyrstu umferð kosninganna. Skammt á hæla hans kemur flokkur hægri- sinnaðra jafnaðarmanna. Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra og Viktor Orban, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, reyna báðir að verða fyrsti forsætisráðherrann eftir fall kommúnismans til að sitja annað kjörtímabil. Gyurcsany varð forsætisráherra fyrir tveim- ur árum en Orban gegndi embætt- inu frá 1998 til 2002. Önnur umferð kosninganna fer fram 23. apríl. - bs Þingkosningar í Ungverjalandi: Sósíalistar með nauma forystu FERENC GYURCSANY DANMÖRK, AP Danska stjórnin hefur samþykkt að múslimar í Danmörku fái sinn eigin grafreit skammt fyrir utan Kaupmanna- höfn. Allir múslimar landsins, sem talið er að séu um 150 þúsund tals- ins, fá rétt til að verða jarðsettir í þessum grafreit. Múslimar í Danmörku hafa árum saman reynt að fá eigin graf- reit, en skort hefur til þess fé, deilt hefur verið um staðsetning- una og sjálfir hafa múslimarnir verið ósammála í þessum efnum. - gb Múslimar í Danmörku: Fá samþykktan eigin grafreit MUZAFFARABAD, AP Fórnarlömb jarðskjálftans sem reið yfir norð- vesturhluta Pakistan fyrir hálfu ári saka stjórnvöld um sinnuleysi og vanrækslu og segja þau ekki veita sér neinar bjargir til að snúa aftur til síns heima og lifa venju- legu lífi. „Ég á enga peninga til að snúa aftur og endurreisa heimili mitt,“ segir hinn 62 ára Rahmat Ali, sem hefur búið í tjaldbúðum í Muzaffarabad síðan í október. Um áttatíu þúsund létust í jarð- skjálftanum og þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Þeir sem hafa snúið aftur heim kvarta yfir því að stjórnvöld hafi dregið svo úr neyðaraðstoð að erfitt sé að verða sér út um mat. Pervez Musharraf, forseti Pakistan, segir að 17. apríl verði byrjað að útdeila fé til þeirra sem lifðu af skjálft- ann svo þeir geti endurreist heim- ili sín. Í gær lagði forsetinn horn- stein að nýjum skóla í bænum Mansehra, sem varð illa úti í skjálftanum, og lofaði að útvega fjármagn og tæknilega aðstoð til að byggja upp þorpið. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að hjálparstarf hafi gengið vel miðað við aðstæður. Þeir benda hins vegar á reynslu frá öðrum löndum sem sýni að hægt geti upp- byggingu eftir því sem dragi úr hjálparstarfi. - bs Fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan eru ósátt við að búið sé að draga úr neyðaraðstoð: Saka stjórnvöld um sinnuleysi FORSETINN RÆÐIR VIÐ FÓRNARLÖMB SKJÁLFTANS Pervez Musharraf ræðir við dreng sem komst lífs af úr jarðskjálftanum. Forsetinn hefur heitið þeim sem misstu heimili sín fjár- stuðningi til að byggja ný hús. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖRYGGISMÁL Mun færri sjómenn hafa slasast að meðaltali á ári síð- ustu tuttugu árin en á árunum 1965 til 1984. Þetta er meðal þess sem komið hefur fram á röð mál- funda um öryggi sjófarenda sem hafa verið haldnir víða um land í vetur. Samgönguáætlun áranna 2003 til 2014 gerir ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til langtímaáætlunar um öryggi sjó- farenda sem miðar að því að draga úr slysum. Árin 1965 til 1984 fórust að meðaltali sautján sjómenn á ári en síðustu tuttugu árin hefur þessi talað lækkað niður í fimm sjó- menn á ári að meðaltali. - sdg Fundir um öryggi sjófarenda: Mun færri sjó- menn slasast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.