Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 12

Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 12
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Að undanförnu hafa verið til umræðu tillögur um skipulag löggæslumála, annars vegar á landinu öllu og hins vegar í Reykjavík. Sérstakur vinnuhópur sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði skilaði áliti í síðustu viku, en í honum voru fulltrúar meirihluta og minnihluta í borgar- stjórn Reykjavíku, lögreglunnar i Reykjavík og dómsmálaráðu- neytisins. Þessi hópur hefur verið að störfum á undanförnum misserum og skilaði samhljóða áliti. Sumt af því sem hópurinn hefur fjallað um er þegar komið til framkvæmda, en annað verð- ur væntanlega að raunveruleika í framtíðinni. Í áliti hópsins er auk annars fjallað um hverfalöggæslu, en tilraunir sem lögregl- an í Reykjavík hefur gert í þeim efnum lofa góðu. Í Grafarvogi og Breiðholti hefur verið komið á formlegu samstarfi milli lög- reglu og þjónustumiðstöðva hverfanna, og þannig skapast nán- ari tengsl milli löggæslunnar og annarra sem veita íbúunum þjónustu á viðkomandi svæði. Með þessu móti verður lögreglan hluti af lífinu í viðkomandi hverfi, en ekki eitthvert utanaðkom- andi óvinsælt yfirvald, sem aðeins kemur upp á yfirborðið þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis í hverfinu eða ógnvænlegir atburð- ir eiga sér stað. Hin góða reynsla sem virðist hafa fengist af þessu fyrirkomu- lagi löggæslumála í sumum hverfum borgarinnar ætti að vísa veginn varðandi sameiningu löggæslunnar á höfuðborgarsvæð- inu undir einn hatt. Það er löngu orðið tímabært að sameina krafta lögreglunnar á þessu þéttbýlasta svæðí landsins, ekki síst í ljósi þeirrar útþenslu sem orðið hefur í byggðinni á allra síð- ustu árum. Það eru engin greinileg mörk orðin á milli sveitarfé- laga víða á þessu svæði. Nærtækasta dæmið er þar sem Linda- og Salahverfi í Kópavogi liggja við hlið Seljahverfis í Breiðholti. Þarna getur verið býsna krókótt að fara á ökutækjum á milli, þótt húsin í Kópavogi og Reykjavík séu svo gott sem hlið við hlið. Jafnframt því sem löggæslumálefni Reykjavíkur hafa verið tekin til endurskoðunar er nú til umræðu í Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um lögregluembætti landsins. Það hefur nú þegar verið nokkuð til umræðu úti í þjóðfélaginu, og einkum eru það hópar í einstökum landshlutum sem hafa látið í sér heyra vegna óánægju með fyrirhugað skipulag. Það er alveg ljóst að það var orðin mikil þörf á því að taka heildarskipulag löggæsl- unnar til endurskoðunar. Samvinna lögregluembætta hefur að vísu aukist mikið hin síðari ár sem betur fer, og ber nú ekki eins mikið og áður á þröngum hreppasjónarmiðum í þessum efnum, eins og þegar fundið var að því að lögreglan á Akranesi tæki menn fyrir of hraðan akstur við Akrafjall, vegna þess að svæðið tilheyrði Borgarneslögreglunni! Fyrirhuguð sameining lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu ætti reyndar að ná upp á Akranes ef vel ætti að vera, ekki síst með það í huga að sama embætti bæri ábyrgð á löggæslu beggja megin Hvalfjarðarganga og höfuðstöðvar löggæslu á Vesturlandi yrðu þá í Borgarnesi. Það vill gjarnan brenna við að pólitískir riddarar kveði sér hljóðs eftir umferðartafir í kjölfar menningarnætur eða álíka viðburða og heimti löggæsluna til sveitarfélaganna. Slíkt er af og frá, en til að kveða niður slíkar raddir þarf líka löggæslan að standa sig á stundum sem þessum, en fyrst og fremst þurfa þá borgararnir að sýna þolinmæði og tillitssemi. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Hverfalöggæsla og lögregluumdæmi: Skipulag löggæslumála Heilaga verðtrygging Frjálshyggjumenn, eins og Pétur H. Blöndal, eru andsnúnir hagsmunum almennings ef þeir mæla gegn afnámi verðtryggingar lána. Þeir segjast tala máli lífeyrissjóða sem verði að búa við öryggið sem tekið var af almenningi með einu pennastriki fyrir aldarfjórðungi þegar verðtrygging launa var afnumin. Fríhyggju- menn vita jafn vel og aðrir að vextir, það er verð fyrir afnot af peningum, hækka með vaxandi áhættu. Hvaða lífeyrissjóðir á norðurhveli jarðar taka hærri vexti en þeir íslensku þrátt fyrir að vera með axlabönd, björgunarbelti, kúta, belti og verðtryggingu þegar þeir mæta viðskiptavinum sínum? Því skyldu bankar eða lífeyrissjóðir fara á hausinn þótt þeir þurfi að rukka breytilega nafn- vexti á móti breytilegri verðbólgu? Taka áhættu með viðskiptavinum sínum en ekki gegn þeim? Aðalatriðið er að hagsmunirnir sem stjórnvöld verja gegn hagsmunum almennings eru brot á jafnræðisreglu. Því má ekki ríkja jafnræði þeirra sem taka fé að láni og hinna sem lána fé líkt og í nágrannalöndum sem þekkja ekki verðtryggingu? Því er öryggi banka lögleitt og haldið uppi á kostnað við- skiptavina þeirra? Öryggi fjölskyldna er vitanlega jafn mikilvægt og bankanna. Hvar er jafnræðið? Bankar og lífeyrissjóðir þurfa ekki að fylgja regluverki verðtryggingarinnar. Þeir geta sniðgengið hana og samið við sína viðskiptavini um breytilega nafnvexti sem stundum geta skilað þeim réttu megin við strik og stundum ekki þegar viðskiptavinirnir hafa betur. Tvennt er það sem skiptir máli í rekstri banka, en það er áhætta og vextir. Því meiri áhætta, því hærri vextir. Sá banki sem hefur frumkvæði að því að leggja niður verðtryggingu útlána sinna er líklegur til þess að safna að sér nýjum viðskiptavinum, sem þá myndu búa við sömu skilmála og jafnræði og 300 millj- ónir Evrópubúa. Íslenskir lántakendur eiga þess kost að taka lán sín, til dæmis fasteignalán, í evrum eða öðrum gjald- miðlum. Þegar þeir fara að njóta lægri Evrópuvaxta er aðeins eitt eftir af þeirra hálfu, en það er að taka upp evruna og útrýma þar með gengisáhættunni og kostnaðinum sem því fylgir. johannh@frettabladid.is Vinafólk sem býr í Danmörku kom í mat til okkar um daginn. Spurð fregna af gömlu nýlenduherrun- um sögðu þau að danskir kunn- ingjar þeirra á okkar aldri séu mjög uppteknir af lífeyrissjóðs- málum. Varla hafi tappinn verði tekinn af Tuborgnum þegar talið berst að lífeyrissjóðum, í hvaða lífeyrissjóð eigi að borga, hvar sé ávöxtun best og hvaða sjóður sé minnst líklegur til að stinga af með peningana til Brasilíu. Ekki veit ég hvort við Íslend- ingar vorum svona klárir eða heppnir þegar við ákváðum hvern- ig lífeyrissjóðsmálum okkar yrði skipað. Ef til vill sitt lítið af hvoru. En staðreyndin er sú að mitt ágæta vinafólk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af framfærslu sinni í ell- inni. Íslensku lífeyrissjóðirnir standa ótrúlega vel. Til að átta sig á stærð þeirra miðað við aðrar þjóðir, er gott að líta á eignir þeirra sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Hjá OECD er þetta hlutfall um 27%. Hjá okkur Íslendingum er hlutfallið um 110% af þjóðar- framleiðslunni. Einungis í Sviss, en þar býr víst heimsins sparsam- asta og skynsamasta fólk, er þetta hlutfall hærra. Og því er spáð að innan örfárra áratuga verði eignir lífeyrissjóðanna íslensku orðnar 150% af þjóðarframleiðslunni. Lífeyririnn hækkar Samtök atvinnulífsins settu mann í að reikna út hvað við munum fá út úr þessum stóru lífeyrissjóðum okkar í framtíðinni. Í ljós kemur að hagur aldraðra mun batna jafnt og þétt, ár frá ári, næstu áratug- ina. Nýir lífeyrisþegar fá nú að meðaltali 80 þúsund krónur á mán- uði en þessi greiðsla mun tvöfald- ast á næstu 30 árum. Lífeyrissjóð- irnir munu fimmfalda greiðslur sínar en ríkið mun einungis auka sínar greiðslur um helming á sama tíma. Við erum því óvanalega vel í stakk búin til að takast á við þann vanda sem fylgir því að aldraðir verða hlutfallslega fleiri í fram- tíðinni en nú er. Reyndar er alltaf spurning hvenær maður er orðinn gamall. Bob Hope sagði eitt sinn að maður væri orðinn gamall þegar kertin á afmælistertunni væru orðin dýrari en tertan sjálf. Danir í vanda Langflest ríki Evrópu standa frammi fyrir geigvænlegum vanda í lífeyrismálum sínum. Í vikunni var mikil umræða um þau bæði í Danmörku og Bretlandi. Samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram þarf að seinka því hvenær fólk getur kom- ist á ellilífeyri, hækka skatta og jafnvel draga úr greiðslum. Undan þessu vandamáli geta þjóðirnar ekki vikið sér því vandinn eykst með hverju árinu sem líður. Þetta eru ekki vinsælar aðgerðir og hætt við að það verði hart sótt að þeim sem reyna að koma ein- hverju sæmilegu skikki á þessi mál. Aðstoðarforsætisráðherra Dana spurði þjóðina hvort henni hugnaðist að skilja reikninginn fyrir velferðinni eftir í svefniher- bergjum barnanna. Það er því ekki skrýtið að danskir vinir kunn- ingja minna hafi áhyggjur af líf- eyrissjóðnum sínum. Vextirnir hans Trölla En þrátt fyrir að það sé bjart fram- undan í þessum málum hjá okkur þá er ekki þar með sagt að hér sé allt vandalaust. Þeir sem nú þiggja lífeyri gjalda fyrir vonda efna- hagsstjórn hér á árum áður. Nei- kvæðir raunvextir og óðaverð- bólga fóru árum saman illa með sparnað í landinu. Þegar Trölli í Landsbankanum söng um vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim, þá voru það ekki þeir sem lögðu fyrir sem nutu þeirra, heldur hinir sem tóku lán og þurftu ekki að borga nema lítið til baka. Margir greiddu síðan ekki í lífeyrissjóði og fyrir vikið er nú allt of stór hópur aldraðra sem býr við kröpp kjör. Rétt er þó að hafa í huga að það er líka stór hópur aldraðra sem á umtalsverðar eignir og hefur það ágætt, að minnsta kosti ekki verr en margur sem er að koma sér upp húsi og fjölskyldu. En við hljótum að geta orðið sam- mála um að það þurfi að bæta kjör þeirra öldruðu sem nú eru verst settir. Brúum bilið Lausnin þarf að vera þannig úr garði gerð að við séum ekki að styrkja ríkt eldra fólk og einnig þarf að taka tillit til þess að á næstu árum munu lífeyrissjóð- irnir bæta kjörin verulega. Eftir áratug eða svo má ætla að staða öldrunarmála verði gerbreytt. En þann áratug þurfum við að brúa þannig að vel sé. Við erum fámenn þjóð og það er hægt að skilgreina nokkuð vel þann hóp aldraðra sem við þurfum að hjálpa þangað til lífeyriskerfið tekur við. Það hefur vissulega margt áunnist í málefnum aldr- aðra undanfarin ár; kaupmáttur þeirra hefur aukist, eignaskattur afnuminn og verið er að bæta öldrunarþjónustu af fullum krafti. En efnahagsbatinn sem þjóðin hefur notið í ríkisstjórnar- tíð Sjálfstæðisflokksins gefur okkur tækifæri til að sinna þess- um málum enn betur en nú er gert. Kertin dýrari en kakan Í DAG LÍFEYRISSJÓÐIR ILLUGI GUNNARSSON Eftir áratug eða svo má ætla að staða öldrunarmála verði gerbreytt. En þann áratug þurfum við að brúa þannig að vel sé. Við erum fámenn þjóð og það er hægt að skilgreina nokkuð vel þann hóp aldraðra sem við þurfum að hjálpa þangað til lífeyriskerfið tekur við.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.