Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 33

Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 33
Íslandsdeild Amnesty International óskar eftir að ráða rekstrarfulltrúa Rekstrarfulltrúinn ber ábyrgð á merkingu fylgiskjala, skráningu og vinnslu bókhalds, launaútreikningum, umsýslu félagaskrár og annarra gagnagrunna, símvörslu, almennri upplýsingagjöf og öðrum skrifstofustörfum. Rekstrafulltrúinn vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum, hefur reynslu af bókhaldi og bókhaldskerfum, er nákvæmur og talnaglöggur og á auðvelt með mannleg samskipti. Umsóknir berist fyrir 21. apríl 2006 til: Íslandsdeild Amnesty International Hafnarstræti 15 101 Reykjavík eða á amnesty@amnesty.is nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 551-6940 Amnesty International eru ein stærstu mannréttindasamtök í heimi. Hugsjón þeirra miðar að heimi þar sem sérhver einstaklingur nýtur allra þeirra réttinda sem fólgin eru í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum mannréttindasáttmálum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að hindra og stöðva alvarleg brot á mann- réttindum, í samræmi við þann tilgang samtakanna að efla virðingu fyrir öllum mannréttindum. ÞJÓNUSTU- OG VERKEFNASTJÓRI Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Þjónustu- og verkefnastjóra lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2006. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http//iceland.usembassy.gov. Óska eftir vönum og góðum viðgerðarmanni í fullt starf Reynsla, stundvísi og áreiðanleiki skilyrði. Vantar einnig vanan stjórnanda í fullt starf við hellulagnir með reynslu. Uppl. í síma 860-2971 Rafvirkjar! Óskum eftir að ráða rafvirkja til framtíðarstarfa.Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið rafbodi@rafbodi.is. Upplýsingar gefur Ragnar í síma 694 1500 á vinnutíma. Rafboði ehf. • Skeiðarási 3 • Garðabæ ATVINNA SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 11

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.