Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 81
SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 29 „Besta söngleikjauppfærsla leikársins” S.S Fréttablaðið „´Ótrúlega kraftmikil sýning… dettur aldrei niður, ekki eina einustu sekúndu…stórkostleg” SL RÚV FRUMSÝNING Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI LAUGARDAGINN 13. MAÍ KL. 20 2. sýn. sunnud. 14. maí kl. 19 3. sýn. laugardagur 20. maí kl. 19 4. sýn. laugardagur 27. maí kl. 19 5. sýn. laugardagur 3. júní kl. 19 6. sýn. laugardagur 10. júní kl. 19 Sími: 511 4200 | opera@opera.is | www.opera.is ATH! Miðasala á Netinu allan sólarhringinn MIÐASALAER HAFIN! OPNUNARTILBOÐ: Ef keyptir eru tveir miðar eða fleiri Í Íslensku óperunni færðu ókeypis geisladisk með tónlistinni úr sýningunni. Gildir laugardag og sunnudag á meðan birgðir endast. SETT UPP AF LA Í SAMSTARFI VIÐ ÍÓ FÍLHARMÓNÍA SÖNGSVEITIN MOZART HAYDN Vesperae Solennes de Confessore Stabat Mater Tónleikar í Langholtskirkju Sunnudag, 9. apríl kl. 20 Þriðjudag, 11. apríl kl. 20 Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Konsertmeistari: Sif Tulinius Jónas Guðmundsson, Davíð Ólafsson Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortes, Einsöngvarar: Miðasala við innganginn og á www.midi.is, nánar á www.filharmonia.mi.is VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Föstud. 21. apríl kl. 20.00 Fimmtud. 27. apríl kl. 20.00 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sýnt á NASA við Austurvöll Miðvikudagur 12. apríl Laugardagur 15. apríl Miðvikudagur 19. apríl Miðasala í síma 575 1550, verslunum Skífunnar og www.midi.is SÍÐU STU SÝN INGA R GUÐMUNDUR ODDUR > SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR SimCity og hús fólksins Ég hef reynslu af því að fylgjast með tilurð menningarbygginga - eins og listasafna, listaskóla og tónlistarsala. Í hugum ansi margra er ekkert sjálfsagt mál að láta fjármuni í svoleiðis munað. Í raun og veru eru þeir sem forgangs- raða fjármagni - pólitíkusar - skíthræddir við ákvörðunartöku af þessu tagi. Þeir sem kunna að græða peninga - bankaeigendur og aðrir stórkapítalistar - eru oftast alveg úti að aka fari þeir eftir eigin smekk hvernig best sé að eyða peningum til menningarmála - sem þeir gera þó fyrst og fremst vegna þess að þeir sjá að þeir fá eitthvað annað í staðinn. Ég hef ekkert vit á því hvernig á að græða peninga - hef miklu meira vit á hvernig koma skal þeim fyrir. Það er samt eftirtektarvert að þessi hræðsla pólitíkusa á nú sem betur fer aðallega við um ákvörðunartökuna sjálfa. Allir eru nefnilega hressir og ljóma af ánægju í glæsilegri sviðsmyndinni en þegar upp er staðið botna þeir ekkert í því hvers vegna þetta var ekki sjálfsagt mál allan tímann. Borgarstjóri í sýndarheimi Hef reyndar ekki mikla reynslu í að vera persónulega í þessari stöðu ákvarð- anatökunnar nema í SimCity þar sem maður fær að vera borgarstjóri um stund. Í þeim leik hef ég lagt mig fram um að vera útsjónarsamur fyrir hönd menningarinnar og lagt umtalsvert fjármagn í þann flokk og ætlað mér að sýna fram á hvursu arðbært það væri fyrir samfélagið, alla vega þegar til lengri tíma er litið - en reyndar uppskorið sviðin og útbrunnin hverfi að launum þrátt fyrir að hafa lagt mig verulega fram og beitt ýmsum brögðum. Held nú reyndar að það sé skrifað inn í leikinn af hreinum skepnuskap PC-forritara. Ég hef tekið eftir því að búið er taka ákvörðun um tónlistarhús í miðborginni sem er full ástæða til að fagna og óska ég pólitíkusum og fjármagnseigend- um til hamingju með hugrekkið - Reyndar til að slá á óttann bæta þeir því við að um sé ræða ráðstefnuhús, hótel, íbúðir, banka, skrifstofuhúsnæði og bílahús neðanjarðar. Eitthvað sem allir með peningavit sjá að er eitthvað raunverulegt og vit í að byggja - Þetta er eitt af brögðunum sem maður notar í SimCity. En sú hlið er ekki sett fram með neinum ljóma - maður passar sig á því. Ljóminn er settur á tónlistarhúsið en ekki bankann, skrifstofuhúsnæðið eða hótelbisnissinn sem raunverulega er verið að byggja. Tónlistarhúsið er notað til selja hugmyndina um framkvæmdina og fá lóðina. Ég veit ýmislegt um hvernig hugmyndir eru seldar, hef oft orðið vitni að hreinni snilld í útfærslu á því sviði. Best er að fara í draumalandið - þar erum við öll jafn veik fyrir. Sölumaskínan er sett í gang. Talað er um hvað mikið sé lagt uppúr listfengi hússins. „Meginhugmyndin með byggingunni er að skapa kristallað form með fjölbreyttum litum sem sóttir eru í nærliggjandi náttúru sem gefur þeim er þess nýtur síbreytileg tilfinningaleg áhrif. Byggingin (takið eftir - tónlistarparturinn - ekki bankinn og skristofuplássið) stendur ein og sér eins og stöpull, sem endurspeglar breytingar í himinblámanum bæði hvað varðar þéttleika og litbrigði, eftir veðri, árstíma og mismunandi tímum sólar- hringsins. Sólskinið mun auka á áhrif minnstu einkenna í ljósi og skuggum. Byggingin mun endurspegla glóandi hraunbreiður þegar hún lýsir gullrauðum loga en jökla þegar hún verður ísblá.“ Til hamingju Ólafur! Byggingarundur veraldar Ég segi nú bara „Hamraborgin há og fögur“ eða „Stóð ég út í tunglsljósi, stóð ég út við skóg“! Enda halda þeir sem keyptu hugmyndina ekki vatni. Haft var eftir Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og fyrrum menntamálaráðherra á forsíðu Morgunblaðsins þegar ákvörðun var tekin mörgum að óvörum nú í haust: „Mér finnst stórkostlegt að sjá hvernig þetta hefur verið útfært“ og „Þetta mun lyfta landinu öllu upp á nýtt listrænt stig og tónlistarhúsið mun verða eitt af byggingarundrum veraldar þegar upp verður staðið“ Ég er nú reyndar nokkuð viss að það er ekki rétt hjá honum - til þess er tillagan sem var valin eftir smekk fjármagnseigendanna of gamaldags. Þetta er ekki nýtt trix. Svipuð aðferðafræði var notuð þegar Þjóðleikhúsið var reist. Haft var eftir höfundinum: „Þegar ég byrjaði á uppdrættinum, komu strax í hug minn þjóðsögur okkar um huldufólkið og hamrabergsmyndun okkar. Hvorttveggja þetta er rammíslenskt. Í fátækt sinni dreymdi þjóðina, að hin dásamlega fegurð, skraut, ljós og ylur, væri í híbýlum huldufólksins, hinum risavöxnu hömrum hins náttúrumeitlaða bergs. Á hugsjón þessari reisti ég Þjóðleikhús- ið sem voldugan hamar, þar sem fegurð lífsins blasir við, þegar í hamarinn er gengið,“ Jónas frá Hriflu, dóms- og menntamálaráðherra þeirra tíma, brást við: Án Guðjóns Samúelssonar hefði að vísu verið hægt að reisa skýli yfir leikmennt höfuðstaðarins af svipaðri gerð eins og kvikmyndahús þau, sem byggð hafa verið hér á landi. En þá hefði ekki verið álfahöll, þar sem stein- arnir tala bæði til göngumannsins á götunni og gestsins í Þjóðleikhúsinu.“ Til hamingju Björgúlfur! 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.