Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express VERÐ 87.900 kr. 79.900 kr. LÚXUSFERÐ TIL LONDON OG PARÍSAR 9.–14. JÚNÍ Ferð sem sameinar menningu, fróðleik og sögu, enda hafa fáar borgir upp á jafn mikið að bjóða og þessar sígildu heimsborgir. Tveir dagar í London og þrír í París. Gönguferð, leikhús og heilsdagsferð til Stonehenge og Bath, „ítölskustu“ borgar Englands. Farið til Parísar með Eurostar-hraðlestinni og gist á hóteli í miðborginni. Skoðunarferð, kvöldsigling á Signu, gönguferðir o.fl. Fararstjóri: Lilja Hilmars. INNIFALI‹: Flug með sköttum, gisting á góðum hótelum í London og París með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og hóteli í London, heilsdags- skoðunarferð á Englandi, aðgangseyrir á söfn, ferð til Parísar með Eurostar- hraðlestinni og íslensk fararstjórn. Sérverð fyrir þá sem greiða með MasterCard KATMANDÚ, AP Mótmæli geisuðu áfram í höfuðborg Nepal í gær og lögregla skaut gúmmíkúlum og beitti táragsi til að reyna að dreifa fólkinu. Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokka í Nepal segja að allsherjar- verkfall og mótmæli gegn ein- veldi muni halda áfram um óákveðinn tíma. Sjö stærstu stjórnmálaflokkar landsins boð- uðu til fjögurra daga verkfalls og mótmæla og átti þeim að ljúka í gær. Fulltrúar flokkana hafa hins vegar ákveðið að þeim skuli hald- ið áfram. - bs Mótmæli í Nepal: Halda áfram í óákveðinn tíma BLÓÐUG ÁTÖK Lögreglan leiðir særðan mótmælanda á braut. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Ég ætla ekki hér, frem- ur en endranær, að halda því fram að íslenskt efnahagslíf sé að fara fjandans til en ég ætla eins og oft áður að vara við þeim váboðum sem ættu að vera sýnilegir öllum sem sjá vilja,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, á flokkstjórnarfundi á laugardaginn. „Þessir váboðar tengjast allir miklum viðskiptahalla, miklum erlendum skuldum þjóðarbúsins og sterku gengi krónunnar,“ bætti hún við. Blaðamaður á Fréttablaðinu vitnaði ranglega í Ingibjörgu Sól- rúnu í gær. Beðist er velvirðingar og það leiðréttist hér. Ingibjörg segir ljóst að þenslan í íslensku efnahagslífi sé veruleg: „Við slíkar aðstæður þarf aðhald í ríkisfjármálum.“ Ríkisstjórnar- flokkarnir lofi hins vegar skatta- lækkunum, bæði ætli þeir að lækka hlutfall tekjuskatts um næstu ára- mót og formaður Sjálfstæðisflokks- ins hafi einnig um helgina lofað að matarskattur verði lækkaður. Það hafi verið tillaga Samfylkingarinn- ar sem stjórnarflokkarnir hafi hafnað. Fráleitt sé við þær aðstæð- ur sem nú eru að menn geri hvort tveggja. „Mér finnst loforðin um skatta- lækkanirnar bera keim af því að kosningaskjálfti sé kominn í menn. Þeir séu farnir að rita undir kosn- ingavíxlana,“ segir Ingibjörg. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi gefist upp á að hafa stjórn á ríkisfjármál- unum: „Þeir eru ekki að nýta þau til að slá á þensluna. Þeir líta ekki svo á að ríkisfjármálin hafi nokkru hlutverki að gegna í hagstjórninni.“ Það sé nánast einsdæmi að ríkis- stjórn afsali sér hagstjórnarhlut- verkinu. Því sé komið yfir á Seðla- bankann, sem gert sé að fást við verkefnið með því að hækka stýri- vexti. Ingibjörg benti í ræðu sinni á flokkstjórnarfundinum á laugar- dag á að stýrivextirnir væru 11,5 prósent hér á landi. Þeir væru 2,5 prósent á Evrusvæðinu og 4 pró- sent í Bretlandi: „Jón Sigurðsson hagfræðingur og fyrrverandi ráð- herra og Seðlabankastjóri sagði nýlega eitthvað á þá leið að þetta væri álíka raunsætt og að ætla sér einhesta yfir Kjöl.“ Hún sagði að ríkisstjórninni hefði gjörsamlega mistekist að nota góðærið til að búa í haginn fyrir framtíðina, auka stöðugleikann eða jafna kjörin í íslensku samfélagi: „Hún gerði margvísleg hagstjórn- armistök, hún klúðraði ómetanlegu tækifæri. Og í því óvissuástandi sem nú ríkir hjala ráðherrarnir enn um skattalækkanir.“ gag@frettabladid.is Skjálfti kominn í stjórnarflokkana Formaður Samfylkingarinnar segir kosningaskjálfta kominn í ríkisstjórnar- flokkana. Þeir hafi afsalað sér hagstjórninni yfir til Seðlabankans. Skattalækk- unum sé lofað í stað þess að reynt sé að slá á þensluna. FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýnir efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar harðlega. Stjórnin axli ekki sína ábyrgð heldur komi henni yfir á Seðlabankann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUFRÉTTIR Tveir handteknir Lögreglan í Keflavík handtók á laugardagskvöld tvo menn á heimili annars þeirra vegna ofbeldismáls. Höfðu þeir daginn áður ruðst inn í skrifstofuhúsnæði í Keflavík og haft í hótunum við mann sem þar var. Við leit í íbúðinni fannst nokkurt magn fíkniefna og þýfis. Órói á Egilsstöðum Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Egilsstöð- um aðfaranótt sunnudags. Var að sögn lögreglu mikill órói í mannskapnum og mikil ölvun á skemmtistaðnum Svart hvítu hetjunni í Fellabæ. Urðu nokkrar stympingar, sem enduðu með því að einn var færður ölvaður í fangageymslu. Gat á hausinn Maður fékk gat á höfuðið þegar hann datt í götuna fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum. Eitthvað hafði slest upp á vinskap hans við annan mann með þessum afleiðingum. UMFERÐ Lögreglan á Sauðárkróki hefur áhyggjur af vegaskemmd- um sem hún telur orðnar áberandi á þjóðvegum landsins. Þó að engin slys hafi orðið vegna skemmdanna óttast lögregl- an að þær eigi eftir að valda tjóni og slysum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá ökumanni sem ók í holu uppi á Vatnsskarði með þeim afleiðingum að það sprakk á tveimur dekkjum. „Það má alls staðar reikna með þessu og þú sérð þetta ekki fyrr en þú kemur að. Á níutíu kílómetra hraða er lítið hægt að gera annað en að loka augunum og vona það besta,“ segir Kristján Örn Kristj- ánsson lögreglumaður á Sauðár- króki. - sgi Lögreglan á Sauðárkróki: Hefur áhyggjur af skemmdum SLYS Ungur ökumaður á leið frá Reykjavík til Ólafsvíkur sofnaði undir stýri við Kolgrafarfjörð, miðja vegu milli Stykkishólms og Grundarfjarðar, klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags. Bíllinn valt og er gjörónýtur og mildi þykir að ökumaðurinn hafi sloppið með nokkrar skrámur. Ökumaðurinn stöðvaði bíl sem átti leið hjá og fékk far til Grundar- fjarðar. Lögreglan á Stykkishólmi var á ferðinni og kom að bílflakinu áður en tilkynnt var um slysið. Bíllinn, sem er fólksbíll af gerð- inni BMW, var fluttur á braut með kranabíl strax um nóttina. - sgi Bílvelta á Snæfellsnesi: Húkkaði far eftir bílveltu Sósíalistar sigra Þótt mjótt væri á mununum virtust sósíalistar standa með pálmann í höndunum þegar 80 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ungverja- landi höfðu verið talin. Sósíalistar höfðu fengið rúmlega 43 prósent atkvæða, en hægrisinnaðir jafnaðarmenn tæp 43 prósent. UNGVERJALAND SPRENGJUTILRÆÐI Al-kaída kom hvergi nærri sprengjuárásunum í London 7. júlí í fyrra. Þetta er nið- ustöður opinberrar rannsóknar á sprenfjutilræðunum, sem urðu 52 að bana. Niðurstöðurnar verða birtar á næstu vikum en hefur verið lekið til fjölmiðla. Breska dagblaðið The Guardi- an greindi frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í gær og meðal þess sem kemur fram er að sjálfs- morðssprengjumennirnir fjórir sem frömdu ódæðin skipulögðu þau líka upp á eigin spýtur og fengu ekki aðstoð frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Sprengju- mennirnir leituðu sér upplýsinga á netinu til að skipuleggja árásirn- ar, sem voru bæði einfaldar í fram- kvæmd og kostuðu lítið fé. Ekki er talið að fimmti sprengjumaðurinn hafi verið með í spilinu eins og grunur lék á í fyrstu. Búst er við að niðurstöðurnar muni vekja umræðu um hversu berskjaldaður almenningur er fyrir árásum lítilla og lítt skipu- lagðra hryðjuverkahópa, en einn- ig spurningar um hves vegna ekk- ert var aðhafst þó að leyniþjónustan hefði komist á spor eins tilræðismannsins nokkrum mánuðum fyrir árásina. - bs Opinber rannsókn á sprengjutilræðunum í London: Al-kaída kom hvergi nærri SÖNNUNARGÖGNUM SAFNAÐ Alls létust 52 í sprengjuárásunum í júlí í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SPURNING DAGSINS Ólafur, hefðirðu viljað vera „sjanghæaður“ á laugardag- inn? „Að sjálfsögðu hefði ég viljað vera þar en ég gat ekkert gert í því annað en að láta mig dreyma.“ Rokksveitin The Rolling Stones hélt sína fyrstu tónleika í Sjanghæ í Kína á laugardag- inn. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, er Stones-aðdáandi númer eitt á Íslandi. FUGLAFLENSA Ekki er talið að svan- urinn sem fannst dauður við Ell- iðavatn í fyrradag sé smitaður af mannskæðri veiru fuglaflensunn- ar, H5N1. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort sýni úr honum verði sent tafarlaust til rannsókn- ar í Svíþjóð eða hvort beðið verði með það þar til fleiri séu komin í sarpinn. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að nýlega hafi niður- stöður sautján sýna úr villtum fuglum borist. Enginn þeirra hafi verið smitaður af fuglaflensu. Hann segir fólk rólegt þrátt fyrir fréttir um fuglaflensu víða í Evrópulöndum, nú síðast í Skot- landi. Komi það að fuglahræjum eigi fólk að tilkynna það til hér- aðsdýralækna eða annarra yfir- valda, láta þau liggja en reyna að koma í veg fyrir að vargfuglar komist í hræin, hundar eða önnur dýr. Halldór segir enn óljóst hvort fuglaflensa hafi áhrif á skot- og háfaveiði á villtum fuglum: „Almennt er talið að gæti veiði- menn góðs hreinlætis eigi flensan ekki að valda vanda.“ Stuttan tíma tekur að fá niður- stöðu úr sýnunum eða um tvo til þrjá daga. Í flestum tilvikum eru saursýni tekin úr fuglunum en einnig stundum blóðsýni. - gag Ekki talið að svanur sem fannst dauður við Elliðavatn sé smitaður: Sýni send til Svíþjóðar SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út um klukkan hálf fimm í gærdag vegna slasaðs sjómanns um borð í íslenskum tog- ara. Skipið var statt níutíu sjómílur vestur af Látrabjargi þegar slysið varð. Sjómaðurinn hafði dottið við störf um borð og hlotið áverka á baki. Flugferðin gekk vel þrátt fyrir leiðinlegt skyggni og lenti þyrlan á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi klukkan tuttugu mínútur gengin í níu. Að sögn vakthafandi læknis var líðan sjómannsins þokkaleg og meiðslin að öllum lík- indum ekki eins slæm og í fyrstu var talið, en rannsókn stóð yfir. - sgi Þyrla Landhelgisgæslunnar: Sótti slasaðan sjómann DAUÐVONA SVANUR Þessi svanur var aflífaður í Hafnarfirði og sýni send út. Fleiri sýni verða rannsökuð, meðal annars úr svani sem fannst dauður við Elliðavatn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.