Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 6
6 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR Virðing Réttlæti Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel mánudaginn 24. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Laga- og reglugerðabreytingar • Nýtt nafn • Stofnun Varasjóðs • Sameining við Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar ��������������������������� �������������������������������� �������������������������������������� �������������� ���������������� ��������� ������������������������������� ������������������������������������� ������������������������� ����������� ��������� ����������������� �������������������� ������������������� ���������������� ����������������� ���������� ������������������� ������������������ ���������������������� �������� ����������������� ����������� ����������� ������������� ������������� ����������� �������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 KJÖRKASSINN Skilaðir þú skattframtalinu á réttum tíma? Já 74% Nei 26% SPURNING DAGSINS Í DAG Þekkirðu einhvern sem þú telur að eigi við spilafíkn að stríða? Segðu þína skoðun á visir.is SAMEINING Sameining sveitarfélag- anna Þórshafnarhrepps og Skeggja- staðahrepps var samþykkt í almennri kosningu sem fram fór laugardaginn 8. apríl. Í Þórshafnar- hreppi var sameiningin samþykkt með afgerandi hætti. Þar greiddu 159 atkvæði og 147 þeirra svöruðu já en 12 nei. Í Skeggjastaðahreppi kusu 66 og þar af svöruðu 38 já en 28 nei. Alls bjuggu 542 í sveitarfélög- unum tveimur í lok síðasta árs, 417 í Þórshafnarhreppi og 125 í Skeggja- staðahreppi. „Við erum mjög ánægðir með niðurstöðuna. Kjörsóknin var mjög góð og kosningin afgerandi, sem var það sem við gerðum okkur vonir um,“ segir Björn Ingimarsson, sveit- arstjóri í Þórshafnarhreppi. Hann gerir ráð fyrir að með sameining- unni verði hægt að efla þjónustuna á öllu svæðinu. Áki Hermann Guðmundsson, odd- viti í Skeggjastaðahreppi, telur að með sameiningunni megi snúa vörn í sókn „Þetta norðaustursvæði mun ekki lifa nema með samvinnu og við náum ekki almennilega að vinna saman nema sem ein heild,“ segir hann ánægður með niðurstöðuna. Því er ljóst að við upphaf nýrra sveitarstjórna í júní næstkomandi mun sveitarfélögunum fækka niður í 79 en þau eru nú 98. Sveitarfélög- unum hefur fækkað um 125 frá árinu 1990 er þau voru 204 talsins. - sgi Sameining samþykkt í Þórshafnarhreppi og Skeggjastaðahreppi: Sveitarfélögum fækkar enn EITT SVEITARFÉLAG Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur sameinast í eitt sveitarfélag. ÞÓRSHÖFN BAKKAFJÖRÐUR STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn vill flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker. Meðal annarra stefnumála fyrir borgarstjórnar- kosningarnar sem flokkurinn kynnti í gær eru göng undir Öskju- hlíð til að auðvelda umferð um Vatnsmýrina, frítt í strætó fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn, fjörutíu þúsund króna innlegg fyrir 5-18 ára börn til frístundaiðkana á ári og fimmtíu þúsund króna greiðsla á mánuði til foreldra smá- barna sem kjósa að vera heima. Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á listanum, sagði flokkinn boða þjóðarsátt um flugvallarmálið og Óskar Bergsson, sem skipar annað sætið, sagði hugmyndina vel raunhæfa. „Landið sem við fáum í staðinn er mun verðmætara en kostnaðurinn við byggingu flug- vallarins á Lönguskerjum,“ sagði hann og bætti við: „Við höfum fengið meðbyr fulltrúa okkar í ríkisstjórninni með hugmyndinni.“ Kostnaðurinn við flutning flug- vallarins væri um þriðjungur af því sem fengist fyrir landið undan flug- vellinum. Hægt væri að nota efni úr gangagerð um Öskjuhlíðina til uppfyllingar. Björn Ingi sagði að flokkurinn hefði ekki verðmiða á öllum pakk- anum en hefði metið kostnað við einstaka þætti hans. Til dæmis kostaði um 400 milljónir á ári að bjóða frítt í strætó. 600 þúsund kostaði að greiða með hverju smá- barni heima, sem væri þrjú til fimm hundruð þúsund krónum minna en borgin greiddi fyrir hvert barn á smábarnaleikskólum. Björn Ingi nefnir að ekki sé hægt að vita fyrir fram hve margir foreldrar kjósi að vera heima með börnum sínum, í stað þess að nota sér kerfi dagforeldra. Það sé þó talsvert hag- kvæmara en að borgin greiði 900- 1.100 þúsund með hverju barni á smábarnaleikskólum. Fréttablaðið hefur auk þess reiknað út að fjöru- tíu þúsund króna frístundagreiðsla með börnum á aldrinum 5-18 ára kosti borgina tæplega 800 milljónir króna. Björn Ingi segir að þrátt fyrir róttækar breytingar í borginni sjái hann ekki fyrir sér að fórna þurfi annarri þjónustu á móti: „Ég tel að hægt sé að auka tekjur borgarinnar með kröftugu atvinnulífi.“ Björn Ingi talaði um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Engu væri þó að kvíða. Flokknum hefði vegnað vel þrátt fyrir hrak- spár og því ekki óraunsætt að stefna á að koma tveimur borgar- fulltrúum að. gag@frettabladid.is Framsókn vill flug- völlinn á Löngusker Fulltrúar Framsóknar í ríkisstjórninni styðja hugmyndir frambjóðenda flokks- ins í borginni um að flytja innanlandsflugið út á Löngusker. Björn Ingi Hrafns- son vonast eftir að tveir þeirra komist í borgarstjórn. Fjölskyldan er í fyrirrúmi. HELSTU STEFNUMÁL ■ 1.200 sérbýlishúsalóðir, 600 í ár og einnig á næsta ári. ■ Ókeypis í strætó fyrir námsfólk, öryrkja og aldraða. ■ Fjórar akreinar um Sundabraut og upp á Kjalarnes. ■ Flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni og á Löngusker. ■ Miklabraut undir Kringlumýrarbraut. ■ Umferð í Vatnsmýrina um Öskjuhlíðar- göng. ■ Hjúkrunarheimili við Markarholt og Lýsislóð byggð og Sóltúnsheimilið stækkað. ■ 5 til 18 ára fái 40 þúsund króna frístundakort á ári. ■ Vinnudagur barna ljúki á sama tíma og foreldranna. ■ Gjaldfrjáls leikskóli frá 18 mánaða aldri. ■ Foreldrar heima með 9 til 24 mánaða börn fái 50 þúsund á mánuði. ■ Ókeypis í söfn borgarinnar. ■ Háhraðanettengingar. ■ Vatnsrennibrautagarður. ■ Skautasvell í Perlunni. DÓMSMÁL EFTA-dómstóllinn ógilti á föstudag úrskurð ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA, um að hreyfa ekki við andmælum við ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs. Er þetta gert vegna formgalla þar sem ESA þótti ekki fara eftir reglum þegar ákvörðunin var tekin. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ESA hefði átt að standa fyrir rannsókn á því hvort aðstoð íslenska ríkisins væri í raun veitt til þess að ná fram eða verja almannaþjónustu og hagsmuni almennings. Vafi leiki á því hvort einstakir þættir hins almenna lána- kerfis samrýmist framkvæmd EES samningsins. ESA hefur því fengið málið aftur til meðferðar. Guðjón Rúnarsson er fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, sem áfrýjaði málinu til dómstólsins. „Við fögnum þessari ákvörðun, sem staðfestir það sem SBV hefur haldið fram lengi, að starfsemi Íbúðalánasjóðs í óbreyttri mynd fái ekki staðist,“ segir Guðjón og telur ljóst að niðurstaða ESA verði önnur ef málið verði tekið fyrir á ný. „Þetta setur þrýsting á íslensk stjórnvöld um að gera eitthvað í málinu.“ Jón Kristjánsson félagsmála- ráðherra segir niðurstöðu dómsins ekki ógilda að hið opinbera íbúða- lánakerfi standist almenn viðmið heldur sé aðeins vísað til formgalla. Hins vegar verði þessi niðurstaða höfð til hliðsjónar. „Nú er verið að kanna hvaða breytingum starfsemi sjóðsins þarf að taka og við reiknum með að því verkefni verði lokið í maílok,“ segir Jón en bætir við að ávallt verði að hafa það skilyrði að jafnræði ríki svo allir landsmenn geti fengið íbúðalán á gjóðum kjörum. „Við erum að skoða hvern- ig það verður best framkvæmt í því umhverfi sem nú er orðið þegar bankarnir eru komnir inn á markað- inn.“ - sgi EFTA-dómstóllinn ógildir úrskurð ESA varðandi Íbúðalánasjóð: Breytinga að vænta í maílok JÓN KRISTJÁNSSON GUÐJÓN RÚNARSSON STJÓRNMÁL George Reid, forseti skoska þingsins, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag í boði Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis. Reid mun dvelja hér á landi til fimmtudags ásamt sjö manna sendinefnd. Í heimsókninni munu Reid og sendinefndin eiga fundi með forseta Alþingis og fulltrúum þingflokka, utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar. Einnig verður forseti Íslands heimsóttur á Bessa- staði. Á miðvikudag fer þingforsetinn í þjóðgarðinn á Þingvöllum og heldur svo í kynnisferð um Snæfellsnes. - fb Skosk sendinefnd: Forseti þingsins í heimsókn STEFNUMÁL FRAMSÓKNAR KYNNT Steinar Björnsson, fjórði maður á lista Framsóknar, Björn Ingi Hrafnsson, sá fyrsti, Óskar Bergsson í öðru sæti og varaborgarfulltrúinn Marsibil Sæmundardóttir í því þriðja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.