Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR Framtíðarsjóður Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga Engin lágmarksinnborgun Verðtryggður Bundinn til 18 ára aldurs Kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur Vildarviðskiptavinur Sparisjóðsins sem gefur fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðar- sjóð Sparisjóðsins eða meira fær 2.000 króna viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Gefðu gjöf sem stækkar í pakkanum! Gjöfin vex í pakkanum F í t o n / S Í A F I 1 6 7 1 3 5.000 kr. verða 7.000 kr. Kíktu á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins. DAGVISTUN Félagsstofnun stúdenta hefur farið þess á leit við Reykja- víkurborg að taka yfir rekstur leikskólans Leikgarðs. 68 börn eru í leikskólanum. „Við lögðum inn erindi þessa efnis í janúar til Reykjavíkur- borgar og hinn 16. mars var ákveðið að taka upp viðræður um málið. Þær standa sem sagt yfir núna og lýkur vonandi í þessum mánuði,“ segir Guðrún Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Félags- stofnunar stúdenta. Viðræðurnar snúast um kaup á fasteigninni en Reykjavíkurborg á 77 prósenta hlut í leikskólanum og hins vegar um yfirtöku á rekstrinum. Guð- rún segir að öllu starfsfólki hafi verið boðið að halda störfum áfram ef af rekstrarskiptum verði. „Það sem fyrir okkur vakir er að verða við kröfum stúdenta um að fjölga plássum fyrir börn undir tveggja ára aldri en þau börn sem eru eldri halda þó sínu plássi áfram; svo við leyfum þeim að eldast upp úr leikskólanum,“ segir hún. Hún segir að börn yfir tveggja ára aldri sem búi á stúd- entasvæðinu fari flest í leikskól- ann Mánagarð sem er þar skammt frá. Samningar milli Reykjavík- urborgar og Félagsstofnunar stúd- enta gera ráð fyrir að stofnunin geti keypt hlut borgarinnar í leik- skólanum sé þess óskað. - jse Leikskólamál Félagsstofnunar stúdenta: Vilja kaupa reksturinn BÖRN Á LEIKSKÓLA Fulltrúar Félagsstofn- unar stúdenta hafa sóst eftir því að taka yfir rekstur leikskólans Leikgarðs. KJARAMÁL „Þrátt fyrir að heilbrigð- isráðherra beri ekki ábyrgð á kjarasamningum við starfsmenn, ber hún engu að síður pólitíska og faglega ábyrgð á því að hægt sé að halda öldrunar- og hjúkrunarstofn- unum í rekstri. Það verður ekki gert án starfsfólks,“ segir á heima- síðu Starfsgreinasambands Íslands en fulltrúar sambandsins og Efl- ingar stéttarfélags gengu á fund Sivjar Friðleifsdóttur fyrir helgi. Á fundinum var ráðherra gert grein fyrir þeirri miklu óánægju sem ríkir á meðal starfsmanna innan Starfsgreinasambandsins sem vinna samkvæmt samningum við ríkið. Þessir starfsmenn bera allt að 40.000 krónum minna úr býtum en starfsmenn sem vinna sömu störf hjá sveitarfélögunum og uppsagnir í stórum stíl eru fyrirsjáanlegar. Signý Jóhannesdóttir, sviðs- stjóri hjá Starfsgreinasamband- inu, segir að tveir mánuðir séu liðnir síðan gengið var á fund launanefndar ríkisins til að vara við því sem nú er að gerast og vel komi til greina að hitta fjármála- ráðherra á næstunni. Siv segir fundinn hafa verið gagnlegan. „Það væri mjög alvar- leg staða sem kæmi upp ef um hóp- uppsagnir yrði að ræða og þess vegna fylgist ég vel með málinu.“ - shá Starfsgreinasambandið fundar með heilbrigðisráðherra: Ráðherra ber faglega ábyrgð SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Heilbrigðisráðherra segir stöðuna alvarlega og fylgist vel með. Hún minnir þó á að hún fari ekki með samningsumboð fyrir hönd ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VARNARMÁL Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru á öndverðum meiði um hvernig varnarmálum þjóðarinnar skuli háttað í framtíð- inni. Kom það dyggilega í ljós hjá leiðtogum flokkanna á flokksráðs- fundum um helgina. Á meðan sjálf- stæðismenn vilja fyrst og fremst eiga áfram sam- starf við Banda- ríkin vill Sam- fylkingin í framtíðinni treysta á sam- starf við aðrar Evrópuþjóðir. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir áframhaldandi áhuga sjálfstæðismanna á sam- vinnu við Bandaríkin áhugaverð- an miðað við það sem á undan sé gengið í samskiptum þjóðanna í varnarmálum. „Það liggur fyrir að Sjálfstæð- isflokkurinn reynir eins og hann mögulega getur að fá Bandaríkja- menn til að halda áfram sýnilegu varnarsamstarfi við Ísland. Maður veit ekki nákvæmlega hvað er í spilunum þar og hvað Bandaríkja- menn hafa verið að bjóða. Það er augljóslega verið að bíða eftir þessu mati Bandaríkjamanna á þeim ógnum sem steðja að Íslandi.“ Baldur segir stefnu Sjálf- stæðisflokksins í málinu í takt við áherslur síðustu áratuga. Baldur segir stefnu Samfylking- arinnar í varnarmálum í takt við Evrópustefnu hennar. „Sú stefna felur í sér að Ísland taki þátt í varn- arstefnu sambandsins og utanríkis- og öryggismálastefnu þess. Felur hún meðal annars í sér sameiginleg- ar varnarskuldbindingar ef Evrópu- sambandsríkin verða fyrir hryðju- verkaárás.“ Baldur telur að meginmunurinn í stefnu flokkanna sé að ráðamenn Sjálfstæðisflokksins trúi á sýnileg- ar hervarnir á meðan Samfylking- in vilji heldur leggja áherslu á sam- vinnu við ríkin innan ESB. Segir hann það matsatriði hvort nauð- synlegt sé að hafa hér sýnilegar hervarnir. „Vandamálið er að ekki hefur verið gerð nein ítarleg úttekt á því hvernig best er að haga varn- armálum í víðum skilningi hér á landi en hins vegar hefur þessi rík- isstjórn lagt mesta áherslu á sýni- legar loftvarnir. Þegar sú stefna hefur fallið um sjálfa sig er spurn- ing hvernig menn ætla að for- gangsraða núna,“ segir Baldur. „Ég held að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti hvaða mögulega hætta geti steðjað að landi og þjóð. Í því sambandi er mjög mikilvægt að fá aðstoð erlendra sérfræðinga og þá óháðra aðila frekar en ríkisstjórna. til er fjöldi óháðra stofnana og sér- fræðinga bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum sem gæti komið að svona vinnu.“ freyr@frettabladid.is Óháð stofnun meti aðsteðjandi hættu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru á öndverðum meiði varðandi það hvernig varnarmálum þjóðarinnar skuli háttað. Baldur Þórhallsson stjórnmála- fræðingur vill að óháðir aðilar meti mögulega hættu hér á landi. HERMENN Á ÍSLANDI Sjálfstæðismenn vilja halda áfram samstarfi Íslands og Bandaríkja- manna í varnarmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BALDUR ÞÓRHALLS- SON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.