Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 76
10. apríl 2006 MÁNUDAGUR28
aukaafsláttur
af lítranum með
ÓB-frelsi
16 stöðvar
sæktu um á
www.ob.is
H
im
in
n
o
g
h
af / SÍA
FRÉTTIR AF FÓLKI
Daniel Radcliffe verður væntanlega nýjasta viðbótin í þáttaröð Ricky
Gervais, Extras, en þættirnir
fjalla um aukaleikarann
Andy Millman sem er
að reyna að slá í gegn á
hvíta tjaldinu. Hefð er fyrir
því að stórstjörnur birtist í
þáttununm og var Radcliffe
að vonum spenntur yfir
þessu nýja tækifæri sínu. „Ég var svo
uppveðraður eftir að hafa fengið símtalið
frá Gervais að ég sofnaði ekki um nóttina,“
sagði unglingastjarnan. „Ég veit ekkert
hvernig mitt hlutverk verður en það verður
spennandi að fá að takast á við eitthvað
nýtt,“ bætti Radcliffe við.
Leikstjórinn Peter Jackson ætlaði sér að gera gamanmynd um hina risavöxnu
górillu King Kong en kvikmyndaverin réðu
honum frá því. Kvikmyndin,
sem hafði verið níu ár í
vinnslu, sló rækilega í gegn
í fyrra en Jackson vildi fyrst
hafa hana farsakennda
í stað ógnvekjandi eins
og raunin varð. Engu
að síður er leikstjórinn
himinlifandi yfir því að hafa horfið frá
þessari hugmynd sinni vegna þess að
hann gerði sér grein fyrir því að gaman-
mynd um stóran apa gengi væntanlega
ekki jafn vel.. „Uppphaflega var handritið
skrifað með gamanleik í huga en þegar ég
lít til baka sé ég að það var rétt hjá okkur
að hverfa af þeirri braut.“
Ferill leikkonunnar Siennu Miller gæti verið í hættu en
ljósmyndari Vanity Fair festi
á filmu frekar vafasama
hegðun hennar í teiti eftir
Óskarsverðlaunin nýverið.
Myndirnar birtast í maíhefti
tímaritsins og gætu skaðað
leikkonuna meira en
margan grunar. Umrætt teiti
var mest sótt af valdamikl-
um framleiðendum sem sáu leikkonuna
haga sér eins og óð væri. Breska blaðið
The Mail on Sunday hefur eftir einum
heimildarmanni að þrátt fyrir að Holly-
wood sé glys og glamúr fylgist menn vel
með hegðun ungra stjarna og í þessu
umrædda teiti hafi Miller farið yfir strikið.
„Þetta eru hrein og klár viðskipti og stúlka
sem vill gera það gott á þessum vettvangi
á ekki að hegða sér svona,“ hefur blaðið
eftir heimildarmanni sínum. Á myndunum
má sjá Miller í léttum leik við leikkonuna
Töru Summers auk þess sem hún var víst
óhrædd að bera sig fyrir framan gestina.
Ellismellirnir í Rolling Stones
gerðu allt brjálað í Sjanghæ þegar
þeir spiluðu á sínum fyrstu tón-
leikum í Kína. Sveitin er nú á tón-
leikaferðinni A Bigger Bang og
hóf herlegheitin með Start Me Up
við mikil fagnaðarlæti. Þrjú ár eru
síðan sveitin frestaði tónleikum í
Peking og Sjanghæ vegna óláta í
landinu en nú gekk allt sem
skyldi.
Kínversk stjórnvöld höfðu
reyndar töluverð afskipti af tón-
leikunum og bönnuðu Stones
meðal annars að flytja fimm lög,
þeirra á meðal Brown Sugar,
Honky Tonk Women og Let‘s
Spend the Night Together, vegna
kynferðislegra tilvísana í texta
þeirra. „Rollingarnir“ voru ekkert
að styggja yfirvöldin og fylgdu
eftir tilskipan þeirra. Mick Jagger
sagði á blaðamannafundi að þeir
hefðu búist við þessu en verið
algjörlega áhyggjulausir. „Við
eigum sem betur fer fjögur hundr-
uð lög til að spila,“ sagði hann.
Kínverski rokkarinn Cui Jian
fékk að spila með sveitinni í lag-
inu Wild Horses en hann varð
nokkurs konar þjóðhetja meðal
kínverskra námsmanna því lög
hans urðu eitt af einkennismerkj-
um uppreisnarinnar á Torgi hins
himneska friðar. „Þetta er bylting
fyrir unnendur rokksins í Kína og
sjálfan mig,“ sagði hann við frétta-
vef BBC. „Þetta var stór stund og
ég mun aldrei gleyma henni,“
bætti hann við. ■
Steinarnir rúlluðu í Sjanghæ
ROLLING STONES Trylltu lýðinn í Peking og fylgdu eftir ábendingum frá kínverskum stjórn-
völdum um að spila ekki viss lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Helga Guðjónsdóttir úr Fjölbrauta-
skóla Vesturlands bar sigur úr
býtum í Söngkeppni framhaldsskól-
anna sem var haldin í beinni útsend-
ingu Ríkissjónvarpsins í fyrra-
kvöld. Helga söng lagið Vegas, eða
Ruby Tuesday sem rokksveitin The
Rolling Stones gerði frægt á sínum
tíma.
Í öðru sæti varð Greta Mjöll
Samúelsdóttir úr Menntaskólanum
í Kópavogi og í því þriðja lenti Arn-
dís Ósk Atladóttir úr Fjölbrauta-
skólanum í Vestmannaeyjum. Helgi
Sæmundur Guðlaugsson úr Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
vann SMS-vinsældakosninguna.
Alls tóku tónlistarmenn úr tólf
framhaldsskólum þátt í úrslitunum
en í undanúrslitunum kepptu efni-
legir listamenn úr um þrjátíu fram-
haldsskólum landsins. ■
Helga sigurvegari kvöldsins
SIGURVEGARINN Helga Guðjónsdóttir tryggði sér efsta sætið með því að syngja lagið Vegas
fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands. MYND/ÓMAR
FYRRI SIGURVEGARAR Sigurvegararnir frá keppninni í fyrra tróðu upp við mikinn fögnuð
viðstaddra.
ANNAÐ SÆTIÐ Greta Mjöll Samúelsdóttir úr MK lenti í öðru sæti í keppninni í fyrrakvöld.