Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 72
10. apríl 2006 MÁNUDAGUR24
menning@frettabladid.is
!
> Ekki missa af...
Tónleikum Kórs Langholtskirkju
sem flytur „Petite Messe solen-
elle“ eftir Gioachino Rossini í
Langholtskirkju á föstudaginn
langa kl. 16.
Vorsýningu Listdansskóla Íslands
í Borgarleikhúsinu á morgun kl.
20.00. Ballettstjörnur framtíð-
arinnar sýna árangur vetrarins,
klassískan ballett og nútíma-
dans.
Sýningum Stúdentaleikhússins
á Anímanínu í Loftkastalanum.
Barnaleg ærsl og ógleymanleg
kátína í hrollvekjandi verki.
Kl. 20.00
Kammerkór Fuglafjarðar
heldur tónleika í Áskirkju. Á
efnisskánni eru verk eftir fær-
eysk tónskáld, ásamt annarri
norrænni kórtónlist.
Thomas Kingo var
sálmaskáld og eitt fyrsta
nafntogaða skáld Dana
en í dag mun Sigrún
Steingrímsdóttir organisti í
Kópavogskirkju flytja erindi
um hann á vegum Stofn-
unar Vigdísar Finnboga-
dóttur. Þar mun hún fjalla
um áhrif Kingos á Íslandi
og bera hann samtíðar-
mann hans og Hallgrím
Pétursson en báðir ortu
þeir passíusálma. Sigrún
skrifaði nýlega MA-ritgerð
sína um Kingo og Hallgrím,
„Hallgrímur í Danmörku
- Kingo á Íslandi. Íhugun
eða innræting í passíu-
sálmum skáldanna“.
Kingo lærði guðfræði
við Kaupmannahafnarhá-
skóla og var starfaði um
hríð sem prestur og var
seinna skipaður biskup.
Hann byrjaði að semja
ættjarðarljóð en helgaði
sig síðan sálmakveðskap
og orti fjölda sálma sem
enn eru vinsælir í dönsk-
um og norskum kirkjum.
Umfjöllunarefni
Sigrúnar eru sálmar og
sungnir textar og mun
söngkvartett syngja
nokkur vers úr sálmunum
til kynningar. Allir eru
velkomnir en Sigrún flytur
erindi sitt í Lögbergi, stofu
103, kl. 12.20.
Sálmaskáldið Kingo
Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin
sem Leikfélag Akureyrar sýnir við
dúndrandi undirtektir norðan
heiða verður settur upp í íslensku
óperunni í maí. Síðasta sýningin í
bili á Akureyri verður 6. maí en þá
verður pakkað saman og herleg-
heitin flutt suður en sviðsmynd
sýningarinnar var hönnuð með
þennan möguleika í huga.
Litla hryllingsbúðin var sett
upp í Óperunni árið 1984 þar sem
Laddi fór á kostum í hlutverki
tannlæknisins með kvalalostann.
Nú mun Jóhannes Haukur Jóhann-
esson sýna þá takta á sviðinu ásamt
Guðjóni Davíð Karlssyni sem leik-
ur Baldur og Vigdísi Hrefnu Páls-
dóttur sem leikur hina íðilfögru
Auði. Í leikhópnum er einnig Andr-
ea Gylfadóttir sem fer með hlut-
verk skaðræðisplöntunnar Auðar
II. Að öllum líkindum má búast við
miklum darraðardansi, tryllingi
og töfrum í Óperunni í vor ef fúttið
verður jafn mikið og fyrir norðan.
Sýningar hefjast 12. maí og er
áætlað að sýna verkið út júnímán-
uð, miðasalan er hafin.
- khh
Hryllingurinn suður
Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er
komið út á búlgörsku hjá útgáfunni
Nov Zlatorog í Sofíu. Ljóðasafnið
er gefið út í seríu sem helguð er
ljóðum eftir evrópsk skáld frá
tuttugustu öld en útgáfufélagið er
eitt það virtasta þar í landi. Sylvi-
ana Zlateva, sérfræðingur í nor-
rænum málum, þýðir ljóð Sigurðar
en skáldið og stofnandi bókaútgáf-
unnar, Kiril Kadiiski, hafði hönd í
bagga með lokagerð verksins.
Verk Sigurðar Pálssonar hafa
nú verið þýdd á frönsku og
spænsku.
Ný þýðing
SIGURÐUR PÁLSSON RITHÖFUNDUR
Ljóð hans nema lönd.
HALLGRÍMUR PÉTURSSON ÁTTI VIRTAN STARFS-
BRÓÐUR Í DANMÖRKU
Myndlistarkonan Helga
Egilsdóttir vinnur með
nærveruna í málverkunum
sínum og sýnir málverk
sem sætta ljós og skugga í
gallerí Animu.
Helga hefur verið búsett í Dan-
mörku undanfarin þrettán ár en
segist leitast við að hafa annan
fótinn heim á Íslandi. „Ég hef haft
vinnuaðstöðu hér í lengri og
skemmri tímabil,“ segir hún og
bætir við að það sé skapandi ferli
að skipta um umhverfi. „Í Dan-
mörku hef ég næði og frið og fjar-
lægð en hérna heima er kærleik-
urinn og fólkið mitt. Hér er meiri
hraði, maður er í hringiðunni og
umgengst fleiri og ég er nánara
sambandi við umhverfið mitt.“
Verk Helgu hverfast um
nálægðina en þessi stóru olíumál-
verk eru íhugul og yfir þeim
ákveðin kyrrð. „Þessar myndir
eru óhlutbundnar en það koma
upp organísk form og maður er
auðvitað undir ákveðnum áhrifum
af þeirri náttúru sem maður elst
upp við. Myndirnar sameina ljós
og myrkur og það er ekki lengur
barningur eða togstreita milli and-
stæðnanna heldur meira flæði og
sátt,“ útskýrir Helga. Sýninginn
ber heitið „huginn“ sem kallast
skemmtilega á við nafn sýningar-
rýmisins en Anima þýðir sál. Hug-
læg rými Helgu eiga því vel heima
í sálarkynnunum við Ingólfsstræt-
ið. „Ég er virkilega ánægð með
þetta gallerí, það er góður andi í
húsinu,“ segir listakonan.
Helga hefur einbeitt sér að
málverkinu frá þvi að hún útskrif-
aðist úr námi í San Francisco árið
1988 en verkin á sýningunni eru
unnin á síðustu tveimur árum.
Hún hefur í gegnum tíðina haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í
samsýningum bæði hérlendis og í
Evrópu og Bandaríkjunum.
Helga mun aðeins staldra við í
mánuð til viðbótar heima á Fróni
en segist munu koma aftur fljót-
lega til að eyða tíma með fjöl-
skyldunni. „Sonur minn er að
flytja heim úr námi frá Bandaríkj-
unum og kemur heim með barna-
barnið mitt, fjölskyldan stendur
manni næst og ég ætla að verja
góðum tíma með henni,“ segir
Helga að lokum. Enda er nærver-
an henni hugleikin.
Sýningin í Gallerí Animu stend-
ur til 23. apríl og er opin fimmtu-
daga til laugardaga frá 12-17.
kristrun@frettabladid.is
Nærveran á striga
HELGA EGILSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Birta og myrkur flæða í málverkum listakonunnar.
GUÐJÓN DAVÍÐ KARLS-
SON FER Á KOSTUM Í
HLUTVERKI BALDURS.