Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 82
10. apríl 2006 MÁNUDAGUR
VI
NN
IN
GA
R
VE
RÐ
A
AF
HE
ND
IR
H
JÁ
B
T
SM
ÁR
AL
IN
D.
K
ÓP
AV
OG
I.
M
EÐ
Þ
VÍ
A
Ð
TA
KA
Þ
ÁT
T
ER
TU
K
OM
IN
N
Í S
M
S
KL
ÚB
B.
9
9
KR
/S
KE
YT
IÐ
.
SMSLEIKUR
FYRIR TVO.
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO
DVD MYNDIR • PEPSI OG MARGT FLEIRA
.
ERU BÍ I FY IR TVO
DVD MYNDIR • P SI ARGT FLEIRA
PAUL WALKER
„Sama hvað þú lest eða
heyrir, ekkert mun búa
þig undir kraftinn og
þungann í þessari mynd!”
-Quentin Tarantino
„Ég er dolfallinn!”
-Roger Ebert
FÓTBOLTI Leikmenn Chelsea sýndu
stórbrotna frammistöðu gegn
West Ham á heimavelli í gær. Eftir
aðeins sextán mínútur var West
Ham marki yfir og manni fleiri
eftir að Maniche hafði fengið að
líta rauða spjaldið.
Þrátt fyrir það neitaði Chelsea
að leggja árar í bát og Drogba og
Crespo komu liðinu yfir fyrir hlé.
Terry og Gallas fullkomnuðu
svo stórsigur Chelsea, 4-1.
„Við sýndum að það skiptir
engu hvað Manchester United
gerir. Við þurfum ekki að treysta á
önnur úrslit til að verða meistarar.
Þetta var gott svar við sálfræði-
leikjum Fergusons. Annars var
þetta ótrúlegur karaker sem strák-
arnir sýndu. Það var engin hræðsla
og ótrúlegur andi í liðinu. Þetta
var stórbrotin frammistaða,“
sagði Jose Mourinho, stjóri Chel-
sea. - hbg
Leikmenn Chelsea sýndu gríðarlegan karakter manni færri gegn West Ham:
Skoruðu fjögur mörk manni færri
HETJUR Drogba og Crespo skoruðu báðir í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Annar leikur Skalla-
gríms og Njarðvíkur um Íslands-
meistaratitilinn í körfuknattleik
fer fram í kvöld. Njarðvík vann
fyrsta leikinn, 89-70, sem var
nokkuð furðulegur enda var Valur
Ingimundarson, þjálfari Skalla-
gríms, fullfljótur að margra mati
að leggja árar í bát. Skal reyndar
haft í huga að Skallagrímur fékk
aðeins að hvíla í einn dag eftir
fimm leikja rimmu við Keflavík á
meðan Njarðvíkingar mættu
úthvíldir til leiks.
Axel Kárason var einna skástur
hjá Skallagrími í fyrsta leiknum
og hann á von á betri frammistöðu
í kvöld.
„Við erum vanir að leika vel
heima og ég get lofað því að það
verður allt vitlaust í Fjósinu í
kvöld,“ sagði Axel en íþróttahús
Borgnesinga gengur iðulega unir
nafninu Fjósið. „Síðasti leikur var
mjög sérstakur en við vorum fljót-
ir að byrja að hugsa um næsta
leik. Það má sjá þreytu á ákveðn-
um leikmönnum en við gefum allt
í kvöld og svo kemur ágætt frí en
þetta leikjafyrirkomulag er mjög
furðulegt.“
- hbg
Axel Kárason, leikmaður Skallagríms, bjartsýnn:
Það verður allt vitlaust
í „Fjósinu“ í kvöld
SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Valur Ingimundarson og lærisveinar hans í Skallagrími verða
að þjappa sér saman í kvöld er Njarðvík kemur í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Enska úrvalsdeildin
CHELSEA - WEST HAM UNITED 4-1
0-1 Collins (10.), 1-1 Drogba (29.), 2-1 Crespo
(31.), 3-1 Terry (54.), 4-1 Gallas (69.).
LIVERPOOL - BOLTON WANDERERS 1-0
1-0 Robbie Fowler (47.).
MANCHESTER UNITED - ARSENAL 2-0
1-0 Wayne Rooney (54.), 2-0 Park Ji-Sung (78.).
MIDDLESBROUGH - NEWCASTLE UNITED 1-2
0-1 Boateng, sjm (29.), 0-2 Ameobi (44.), 1-2
Boateng (79.)
STAÐA EFSTU LIÐA:
CHELSEA 33 26 4 3 64-20 82
MANCHESTER 33 23 6 4 66-30 75
LIVERPOOL 34 21 7 6 48-22 70
TOTTENHAM 33 16 10 7 48-33 58
BLACKBURN 33 16 6 11 45-39 54
ARSENAL 32 16 5 11 53-25 53
Ítalska A-deildin
AC MILAN - CHIEVO 4-1
0-1 Pellisier (13.), 1-1 Nesta (28.), 2-1 Kaká (62.),
3-1 Kaká (70.), 4-1 Kaká (91.).
AS ROMA - LECCE 3-1
1-0 Mancini (20.), 2-0 Chivu (23.), 3-0 Mancini
(73.), 3-1 Del Vecchio (93.).
STAÐA EFSTU LIÐA:
JUVENTUS 32 24 7 1 61-20 79
AC MILAN 33 23 4 6 74-27 73
INTER 33 22 5 6 61-25 71
Spænska 1-deildin
RACING SANTANDER - FC BARCELONA 2-2
0-1 Henrik Larsson (18.), 1-1 Antonio (19.), 2-1
Oscar Serrano (23.), 2-2 Samuel Eto’o (33.).
SEVILLA FC - REAL ZARAGOZA 1-1
0-1 Sergio Garcia (46.), 1-1 Enzo Maresca (92.)
STAÐAN:
BARCELONA 31 21 6 4 70-27 69
VALENCIA 32 16 11 5 45-28 59
REAL MADRID 32 17 8 7 57-29 59
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Dagurinn hjá Rooney
byrjaði með því að hann las um
meinta 700 þúsund punda spila-
skuld sína í blöðunum. Fréttin
vakti að sjálfsögðu heimsathygli
og biðu menn því spenntir eftir
því hvernig Rooney kæmi
stemmdur til leiks. Strákurinn
var verðlaunaður fyrir leik sem
besti leikmaður marsmánaðar í
ensku úrvalsdeildinni. Hann tók
síðan til starfa og skoraði fyrra
mark leiksins og lagði upp hið
síðara er United vann sinn níunda
leik í röð.
„Skoðið þessa frammistöðu og
spáið síðan í hvort þessar fréttir
séu eitthvað að trufla mig,“ sagði
Rooney við breska blaðamenn
eftir leikinn.
Rooney hefði átt að skora
annað mark í leiknum er varnar-
maðurinn Kolo Toure brá sér í
gervi markvarðar og varði skot
Rooneys í dauðafæri í stöng.
Dómarinn virtist ekki sjá atvikið
og sleppti að dæma augljóst víti.
„Ef við hefðum ekki unnið leikinn
hefði verið sárt að dómarinn
sleppti því að dæma. Annars
erum við að spila frábærlega sem
lið og níu sigrar í röð eru frábær
árangur,“ sagði Rooney.
Liðsuppstilling Arsenal í
leiknum vakti mikla athygli en
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
var bæði með Thierry Henry og
Freddie Ljungberg á bekknum og
Henry lék ekki nema síðustu
tuttugu mínútur leiksins og
komst ekki í neinn takt við leik-
inn.
„Thierry var ekki búinn að jafna
sig eftir Evrópuleikinn á miðviku-
dag. Það hefur verið mikið álag á
honum og því setti ég hann á bekk-
inn,“ sagði Wenger en þess má að
lokum geta að áhorfendamet í
ensku úrvalsdeildinni var sett á
leiknum en hann sáu 70.908 úr
stúkunni. henry@frettabladid,is
Rooney rotaði Skytturnar
Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United er það lagði Arsenal sann-
færandi og sanngjarnt, 2-0. Rooney lét sögur í bresku blöðunum um morgun-
inn ekki koma sér úr jafnvægi og lét verkin tala á vellinum.
SVEKKTUR Arsene Wenger hvíldi Thierry
Henry í leiknum og saknaði liðið hans sárt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÖGNUÐUR Rooney fagnar hér marki Parks gegn Arsenal en hann lagði það listavel upp og
var fyrir búinn að skora eitt mark. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES