Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 12
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, segir tillögu sína um sumartíma og flutn- ing tveggja frídaga til þess fallna að gera lífið skemmtilegra. Guðlaugur Þór hefur ásamt þremur flokksbræðrum sínum lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að kannað verði hvort hyggilegt sé að taka upp sumar- tíma á Íslandi og færa sumardaginn fyrsta og verkalýðsdaginn að helgum. Sumardagurinn fyrsti er ávallt á fimmtudegi en verkalýðs- dagurinn, 1. maí, fellur - líkt og aðrir mánaðardagar - á alla daga vikunnar með reglulegu millibili. Erlendur S. Þorsteinsson, doktor í reikniritun, fléttufræði og bestun, sagði í Fréttablaðinu á föstudag að hugmyndin um upptöku sumartíma væri arfavitlaus og færði fyrir því þau rök helst að því fylgdi bæði vesen og kostnaður. Guðlaugur Þór gefur lítið fyrir skoðun Erlends og segir hugmyndafræðina einfalda, hún sé til þess fallin að gera lífið skemmtilegra. „Þessi tvö mál snúast um eitt og hið sama, að skapa fjölskyldu- vænni frí,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er vel þekkt vandamál að fólk vinnur mikið og þarf að hafa fyrir því að njóta samvista með fjölskyldunni. Það er því synd að þessir frídagar nýtist ekki þannig að helgarnar lengist og þar með samverustundir fjölskyldunnar.“ Hann bendir líka á að breytingin myndi hafa góð áhrif á ferða- þjónustuna og segir atvinnu- rekendur þurfa hvort eð er að veita þessa frídaga og því komi þetta í sama stað niður fyrir þá. Guðlaugur Þór segir, þvert á orð Erlends, að sumartími myndi hafa góð áhrif á landsmenn. „Sólin verður hæst á lofti klukkan hálf þrjú í staðinn fyrir hálf tvö, sem þýðir að það verður lengur bjart á daginn. Fólk getur því lengur stundað áhugamál eins og golf eða hestamennsku eða varið tíma með fjölskyldunni. Þá er líklegt að það verði enn betra veður en ella þegar fólk grillar kvöldmatinn.“ Erlendur sagði í Fréttablaðinu á föstudag að þetta ætti ekki við um Ísland þar sem bjart væri allan sólarhringinn að sumar- lagi en því mótmælir Guðlaugur Þór og segir það aðeins eiga við um hásumarið, þegar líður að hausti hafi þetta mikil áhrif. „Íslenska sumarið er náttúr- lega yndislegt, meðal annars út af birtunni, og ég vil einfaldlega gera það ennþá betra,“ segir Guðlaugur Þór. Vilhjálmur Egilsson flutti málið oft og reglulega í þinginu en ávallt dagaði það uppi. Guðlaugur Þór segir það ekki vera til marks um andstöðu heldur eigi þingmanna- frumvörp oft erfitt uppdráttar þar sem stjórnarfrumvörpin séu í forgangi. Hann heldur að málið njóti stuðnings víðs vegar, bæði innan þings og utan, og vonast til að það hljóti afgreiðslu. „Báðir liðir tillögunnar miða að sama markmiði og þess vegna er þetta í einni og sömu tillögunni. Það væri mjög gott ef annað málið næði fram að ganga og frábært ef bæði kæmust áfram.“ bjorn@frettabladid.is AÐ STÖRFUM Í ELDHÚSINU Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er matgæðingur mikill og hefur meðal annars grillmenninguna í huga þegar hann vill taka upp sumartíma á Íslandi og færa tvo frídaga að helgum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er allt gott af mér að frétta, ég hélt að það væri kominn vorhugur í mig en hann er dottinn niður í kuldanum. En mér sýnist það koma á mánudaginn,“ segir Þröstur Elliðason hlæjandi og nýkominn frá því að veiða í Minnivallalæk þegar blaðamaður náði sambandi við hann. Þráinn rekur Veiðiþjónustuna Strengi og stangveiðin er hans líf og yndi auk þess að vera hans aðalstarf. „Það er alltaf spenningur í lofti þegar stangveiðitímabilið er að hefjast. Ég er búinn að vera mikið á faraldsfæti, var austur á landi og fór til Breiðdalsár, Grenilækjar og svo Minnivallalækjar.“ Þröstur segir að veiðin þar hafi farið mjög vel af stað þrátt fyrir kuldann og menn veitt vel. „Ég er líka að veiða erlendis og maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað fiskurinn hérna hjá okkur er skemmtilegur miðað við stærð. Þetta segja líka mínir viðskiptavinir sem koma að utan. Þeir eru heillaðir af aðstæðum hér og hvað fiskurinn er skemmtilega sprækur.“ Þröst- ur fór nýlega til Chile þar sem hann veiddi á efsta svæðinu í hinni frægu á Rio Grande. „Þetta var ævintýraferð því við þurftum að breyta ferðatilhögun og fara á syðsta byggða ból á jörðinni. Menn koma þar venjulegast við þegar næsta stopp er suðurheimskautið. Ég er ekki frá því að við höfum séð glitta í það.“ Þröstur hugsar ekki bara um veiði þó að hún skipi stóran sess í lífi hans. Hann á myndarlega fjölskyldu, eiginkonu og þrjár ungar dætur. „Við erum að hugsa um að fara í gott frí bráðlega og skjótast þá jafnvel til Spánar,“ segir hann. Fjölskyldan hefur öll áhuga á veiði, dætur hans eru byrjaðar að þreifa fyrir sér og eiginkonan hefur gaman af veiði þegar hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Áhugamál fjölskyldunnar eru útivera í víðasta skilningi þess orðs. „Ég ætlaði alltaf að verða jarðfræðingur þótt ekki hafi orðið neitt úr því en áhugamál mín tengjast öll náttúrunni á einn eða annan hátt,“ segir Þröstur að lokum og tilhlökkunin til veiðisumarsins leynir sér ekki. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞRÖSTUR ELLIÐASON, VEIÐIÞJÓNUSTUNNI STRENGJUM Næsta stopp Suðurheimskautið Íslendingar kjósa Merrild! Erum vi› ekki öll komin af baunum? E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 4 15 ERLENDUR S. ÞOR- STEINSSON Er ekki hrifinn af hugmynd Guðlaugs. Guðlaugur vill gera sumarið enn betra SÓLIN BRÝST FRAM ÚR SKÝJUNUM Svona er regnboginn í Fresno-sýslu í Kaliforníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Léleg lögga „Við teljum að rökin sem lögreglan notar til að hætta við rannsóknina séu ófull- nægjandi.“ HRÓBJARTUR JÓNATANSSON LÖGMAÐUR JÓNÍNU BENEDIKTS- DÓTTUR UM ÁKVÖRÐUN LÖGREGLUNNAR AÐ HÆTTA AÐ RANNSAKA HVERNIG TÖLVU- PÓSTUR HENNAR KOMST Á FLAKK. FRÉTTABLAÐIÐ. Þá vitum við það „Ef einhver stjórnmálaflokk- ur er stefnulaus í varnar- og öryggismálum Íslendinga er það Samfylkingin.“ LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS UM GAGNRÝNI FORMANNS SAM- FYLKINGARINNAR Á STEFNULEYSI STJÓRNARFLOKKANNA Í ÖRYGGIS- OG VARNARMÁLUM. Helgi Jóhannsson, starfsmaður Kjarnafæðis á Akureyri, er kjöt- meistari Íslands árið 2006. Fag- keppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna fór fram í tengslum við sýninguna Matur 2006 í Fífunni í Kópavogi. Kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur og dæmdi hópur fagmanna þær eftir settum reglum. Tuttugu og þrír kjötiðnaðarmenn sendu samtals tólf vörur til umsagnar. Helgi sendi inn tíu vörur og hlaut 287 stig af 300 mögulegum. Hlaut hann meðal annars gullverðlaun fyrir spægipylsu og sveitakæfu. Anton S. Hartmannsson hjá Krás hlaut verðlaun fyrir athyglisverð- ustu nýjungina en það var útfærsla á hinum þjóðlega rétti saltkjöti og baunum. KÁTIR KJÖTMEISTARAR Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra ásamt verðlauna- höfum Kjarnafæðis. Helgi stendur henni á vinstri hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/KJARNAFÆÐI Helgi Jóhannsson er kjötmeistari Íslands 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.