Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR Margar ólíkar hugmyndir um lystihús eða skýli verða á sýn- ingunni Sumar 2006 í Laugar- dalshöll 21.-23. apríl. Þær eru afrakstur hönnunarkeppni sem Sumarhúsið og garðurinn efndi til meðal nemenda fjögurra skóla. Unnsteinn Jóhannsson og Eyrún Gestsdóttir eru meðal margra nemenda hönnunardeildar Iðn- skólans í Hafnarfirði sem taka þátt í keppninni, undir handleiðslu kennarans Ástþórs Ragnarssonar. Þau eru að leggja lokahönd á sínar tillögur enda skilafrestur að renna út. Hinir skólarnir sem taka þátt í keppninni eru hönnunardeild Iðsnkólans í Reykjavík, Landbún- aðarháskóli Íslands og arkitekta- deild Listaháskólans. Verkefnið var að hanna hýsi eða skýli í garð að hámarki níu fermetrar að stærð og náttúrulegt umhverfi þess en nemendur fengu frjálsar hendur þegar að útfærslu kom og því má telja öruggt að mikil fjölbreytni verði á sýningunni. Bara þær tvær tillögur sem blaðamaður fékk að kíkja á sýna það. Eyrún ákvað að gera skjólvegg sem hægt er að taka í sundur og raða saman á ýmsa vegu. „Ég gerði einingar og vann út frá sexhyrningi,“ segir hún og útskýrir nánar. „Það er hægt að hafa þetta á ýmsa vegu og láta það mynda lokaðan hring, skeifu eða vegg. Hugmyndin er komin frá segldúknum sem mamma var alltaf með í gamla daga og var fjúkandi út um allt. Þetta er er úr nýrri og betri efnum og aðeins stöðugra,“ segir hún og sýnir margskonar myndir. Þá er að kíkja á útfærslur Unnsteins. „Ég er með sannkallað lystihús sem ég sé fyrir mér í algerum prí- vatgarði,“ segir hann kankvís á svip og gerir blaðamann forvitinn um hlutverk hússins. „Það hefur í raun bara eitt hlutverk því inni i húsinu er bara rúm og það er hugs- að fyrir elskendur til að verja þar góðri laugardagsnótt,“ segir hann hlæjandi og er greinilega innstillt- ur á rómantík og húmor í sínum hugmyndum. „Það verður að vera smá pláss fyrir fantasíur í öllu því stressi sem í kringum okkur er,“ segir hann og sýnir myndir af til- lögum sínum þar sem veggfóður og fagrir litir koma fram. Eyrún og Unnsteinn segja nem- endum hafa verið frjálst að skila hugmyndum sínum í skissuformi, tölvuteikningum eða módelum. „Það fer bara eftir því hvernig fólk vill tjá sig og hversu mikinn tíma það hefur gefið sér. Hug- myndin er það sem gildir og verð- laun verða veitt í þremur flokk- um. Hugsanlega vekja einhverjar tillögur það mikla athygli að þær fari í frekari þróun benda Unn- steinn og Eyrún á en þó er þátttak- an í keppninni fyrst og fremst lær- dómsrík og spennandi. „Eitt af því sem við reynum að skapa með hugmyndum okkar er skemmtileg stemning,“ segja þau að lokum. Lystihús eða skýli í garðinn Margar skissur og teikningar fylgja hönnunarferli. Eyrún og Unnsteinn voru að leggja lokahönd á tillögur sínar fyrir keppnina sem Sumarhúsið og garðurinn efndi til. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Þau eru fá garðhliðin sem rísa í dag í þéttbýliskjörnum. Það sem áður fyrr þótti sjálfsagt og fallegt, girðingar með myndar- legum hliðum, er nú bundið við sumarbústaði og bakgarða. Í mið- og vesturbæn- um er algengt að hús hafi um sig steyptan garð með hliði úr járni. Mörg þessara hliða eru geysifalleg og standa sem eins konar minnisvarðar um liðna tíð. Nú eru flest smærri hlið í bak- görðum eða við sumarbústaði. Þau eru úr timbri og oft er um svokölluð blómahlið að ræða, en þá er einung- is umgjörðin um hliðið. Stærri timb- urvöruverslanir selja allar efni í slík hlið og að þeirra sögn eru þau nokkuð vinsæl. Sækist menn eftir gamaldags hliði verða menn hinsvegar að snúa sér til járnsmiða og láta sérsmíða slíka gripi. Þeir járnsmiðir sem Fréttablaðið talaði við sögðu að lítið væri um að fólk bæði um lítil garðhlið. Einhverjir gerðu það þó en það væru bara vonlausir rómantíkerar eða þeir sem væru að endurnýja gömul hlið. Rómantísk garðhlið Garðhlið geta verið mjög falleg. Þetta fallega garðhlið er að finna á Flóka- götu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur Pólýhúðun á alla málma Langsterkasta lakkhúð sem völ er á Það getur verið að sumum þyki gaman að pensla en hinir lát okkur PÓLÝHÚÐA og þurfa svo ALDREI að pensla PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.