Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 4
4 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�������������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
Bandaríkjadalur 72,25 72,59
Sterlingspund 126,42 127,04
Evra 87,98 88,48
Dönsk króna 11,788 11,856
Norsk króna 11,173 11,239
Sænsk króna 9,421 9,477
Japanskt jen 0,6129 0,6165
SDR 104,39 105,01
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 7.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
122,8137
TÓKÝÓ, AP 49 slösuðust eftir að
ferja steytti á hval í suðvestur-
hluta Japans í gær. Alls voru 109
manns um borð í ferjunni, sem var
á hraðri siglingu þegar hún lenti á
hvalnum í Kagoshima-flóa við
syðstu eyjar landsins.
Landhelgisgæslan flutti nokkra
alvarlega slasaða í land. Aðrir
urðu eftir um borð í ferjunni, sem
var mikið löskuð en hélst á floti
þar til hana rak á land, þar sem
fólkinu var komið til hjálpar. - bs
Sjóslys í Japan:
Sigldi á hval
DÓMSMÁL Helgi Hermannsson
hefur verið sýknaður af lögbanns-
kröfu Símans en Héraðsdómur
synjaði kröfu Símans um staðfest-
ingu á lögbanni á
störfum Helga fyrir
365. Helgi starfaði
áður sem dagskrár-
stjóri Skjás eins en
var nýlega ráðinn
til 365 miðla.
Vísað var frá
dómi kröfu Símans
um að Helga væri
óheimilt að hagnýta
sér atvinnuleyndar-
mál og/eða trúnaðarupplýsingar í
eigu stefnanda sem kynnu að vera
eða koma í vörslu Helga, á þeim
grundvelli að stefnanda reyndist
ekki unnt að tilgreina hvaða upp-
lýsingar væri um að ræða. Að auki
hefði Helga ekki verið óheimilt að
ráða sig til starfa hjá 365 miðlum,
eða öðrum fyrirtækjum sem væru í
eigu sömu aðila og væru í sam-
keppni við stefnanda. - sgi
Helgi Hermannsson:
Sýknaður af
lögbannskröfu
HELGI
HERMANNSSON
Lýst eftir vitnum Bakkað var á hvítan
Mitsubishi við Gullteig 4 í Laugarnes-
hverfi fyrir hádegi föstudaginn 7. apríl.
Eigandi bílsins lýsir eftir vitnum eða að
tjónvaldur gefi sig fram í síma 8459290.
ÁREKSTUR
BAGDAD, AP Írösk stjórnvöld eru
æf út í fullyrðingar Hosni Mubar-
ak Egyptalandsforseta fyrir að
láta þau ummæli falla í sjónvarps-
viðtali á laugardag að Írak sé á
barmi borgarastyrjaldar og að
sjíar þar í landi sýni Írönum meiri
hollustu en eigin ættjörð.
„Þessi ummæli koma okkur í
opna skjöldu og okkur er ekki
skemmt,“ sagði Jalal Talabani
Íraksforseti í viðtali við sjón-
varpsstöð þar í landi. „Sagan sýnir
að sjíar eru og hafa verið afar
þjóðhollir. Þessar ómaklegu full-
yrðingar eiga sér enga stoð í raun-
veruleikanum.“
Ibrahim al-Jaafari, forsætis-
ráðherra Íraks, brást einnig við
ummælum Mubaraks og sagði þau
móðgun við öll þjóðarbrot, trúar-
hópa og pólitísk samtök í Írak og
að íraskir erindrekar í Kaíró
myndu krefjast frekari skýringa á
þessum staðhæfingum frá egypsk-
um yfirvöldum. Fleiri áhrifamenn
innan arabaheimsins hafa lýst yfir
áhyggjum af ítökum og áhrifum
Írana meðal sjía.
Þá hafnaði al-Jaafari þeirri
fullyrðingu Mubaraks að Írakar
væru á barmi borgarastyrjaldar
og sagði að ekki ætti að lýsa
ástandinu í landinu sem stríði milli
sjía og súnnía. „Sumir innan þess-
ara hópa vilja ef til vill ala á sundr-
ung meðal þjóðarinnar, en á heild-
ina litið eru Írakar sameinaðir.“
Mubarak er ekki einn um að
draga upp dökka mynd af ástand-
inu í Írak. Eftir að níutíu manns
féllu í sprengjuárás á mosku í Bag-
dad á föstudag lét íraskur hers-
höfðingi hafa eftir sér að borgara-
stríð hefði ríkti í landinu undanfarið
ár. „Við finnum ótal lík í Bagdad,
pílagrímar eru drepnir á leið til
helgistaða, ráðist er á moskur og
þær sprengdar upp. Þetta er allt
hluti af borgarastríðinu.“
Bandaríkjamenn og Bretar
telja að þó að ástandið í Írak sé
sannarlega alvarlegt ríki þar ekki
borgarastyrjöld og fyrir það megi
helst þakka leiðtogum sjíamús-
lima sem hafi sýnt stillingu.
bergsteinn@frettabladid.is
Æfir út í Mubarak
Íraskir ráðamenn vísa fullyrðingum Egyptalandsforseta um að Írak sé á barmi
borgarastyrjaldar til föðurhúsanna. Þá finnst þeim ummæli hans þess efnis að
íraskir sjíar sýni Írönum meiri hollustu en ættjörð sinni ómakleg og móðgandi.
ÓSÁTTIR RÁÐAMENN Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra, Jalal Talabani forseti og Adnan Al-Pachachi, talsmaður íraska þingsins, komu fram
í sjónvarpi og vísuðu ummælum Mubaraks til föðurhúsanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Mikill erill var hjá
lögreglunni á Selfossi að kvöldi
laugardags og aðfaranótt sunnu-
dags.
Klukkan hálf níu var tilkynnt
um slagsmál við Skíðaskálann í
Hveradölum þar sem stóð yfir
fögnuður nokkurra fyrirtækja.
Tveir voru fluttir á slysadeild,
annar með alvarlega höfuðáverka,
nefbrot og önnur beinbrot sem
hlutust af spörkum, höggum og
sköllum. Þrír voru vistaðir í fanga-
klefum en málið er í rannsókn.
Þá brutust út mikil slagsmál á
Snúllabar í Hveragerði. Þegar lög-
reglu bar að voru átökin afstaðin
og engar kærur hafa borist. - sgi
Slagsmál við Skíðaskála:
Þrír vistaðir í
fangageymlsu
ÖRYGGI Skoðun á stærri þyrlu
Landhelgisgæslunnar lýkur fyrir
páska. Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi segir að skoð-
unin hafi hingað til gengið mjög
vel. Hún sé á áætlun.
Í fyrsta sinn er aðeins unnið að
viðhaldi þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar, TF-LÍF, á dagvinnutíma. Hún er í
þrjú þúsund flugtíma skoðun sem
tekur um fimmtán hundruð vinnu-
stundir.
Haft var eftir rekstrarstjóra
gæslunnar um miðjan mars að auk
þess að spara peninga við að vinna
verkið í dagvinnu krefðist það
nákvæmni og því ekki ákjósanlegt
að hafa tæknimenn í mikilli yfir-
vinnu. Minni þyrla Gæslunnar sé til
reiðu.
- gag
Stærri þyrla Gæslunnar:
TF-LÍF til taks
fyrir páska
STJÓRNMÁL Flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins lauk á Akureyri á
laugardag. Í ályktun fundarins
kemur fram að lögð verði sérstök
áhersla á velferð eldri borgara og
þörf sé á breyttu hugarfari á því
sviði. Vill Sjálfstæðisflokkurinn
færa verkefni á sviði öldrunarmála
til sveitarfélaga.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna í Reykjavík,
segir mun á launum ófaglærðs fólks
á hinum ýmsu umönnunarheimilum
óviðunandi. „Ég er ekki að leita að
sérstökum sökudólgi heldur er
þetta staða sem kemur upp í fram-
haldi af samningum sveitarfélag-
anna. Þeir sem reka vist- og hjúkr-
unarheimilin gera kjarasamninga
sem eru gerðir í samráði við ríkis-
valdið. Ríkisvaldið verður að koma
inn í málið þó svo að vandinn sé
ekki tilkominn vegna þess. Samt
hvílir sú skylda á ríkisvaldinu að
málið verði leyst. Þetta er staða sem
við sjálfstæðismenn eigum ekki að
sætta okkur við og eigum að hafa
forystu um að breyta,“ segir Vil-
hjálmur. „Það er mikið atriði að það
sé ákveðið samráð því annars missa
þessar stofnanir fólkið frá sér og
það greinilega stefnir í þá áttina.
Það getur haft alvarlegar afleiðing-
ar fyrir rekstur þessara stofnana og
fyrir fólkið sem þar er, því það er
mjög fjölmennur hópur sem gegnir
þessum störfum,“ segir Vilhjálmur,
sem er sjálfur formaður stjórnar
hjúkrunarheimilisins Eirar og þekk-
ir því vel til þessa málaflokks.
- fb
Sjálfstæðismenn vilja leggja sérstaka áherslu á velferð eldri borgara:
Öldrunarmál til sveitarfélaga
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Oddviti sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Þingmaður banda-
ríska Repúblikanaflokksins vill að
George Bush Bandaríkjaforseti
og Dick Cheney varaforseti skýri
opinberlega frá sínum þætti í CIA-
lekanum svokallaða.
I. Lewis Libby, fyrrum starfs-
mannastjóri Cheneys, bar fyrir
rétti í síðustu viku að varaforset-
inn hefði gefið honum grænt ljós
frá Bush til að ljóstra upp um
leyniþjónustumanninn Valerie
Plame. Talið er að komið hafi verið
upp um Plame til að kasta rýrð á
eiginmann hennar, Joseph Wilson,
sem hefur gagnrýnt Íraksstríðið
harðlega.
Arlen Specter, þingmaður
Repúblikanaflokksins, sagði í við-
tali við sjónvarpsstöðina Fox að
forsetinn og varaforsetinn yrðu að
gera hreint fyrir sínum dyrum.
„Það er nauðsynlegt að þeir segi
þjóðinni hvað gerðist nákvæm-
lega.“ - bs
Þingmaður repúblikana:
Bush og Cheney
svari ásökunum