Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 86
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Knattspyrnumönnum er oft hrós- að fyrir að standa vaktina í hverj- um leiknum af fætur öðrum og þykir fréttnæmt að spila nokkra tugi leikja í röð. Þótt Þorfinnur Ómarsson sé vissulega ekki að tækla menn á grænum grasfleti hefur honum tekist að halda sér í beinni lengur en vitað sé. Á föstudaginn sýndi sjónvarps- stöðin NFS 100. þátt Fréttavaktar- innar fyrir og eftir hádegi en þátt- urinn hefur verið sýndur á hverjum degi frá því að stöðin fór í loftið þann 18. nóvember. Þor finn- ur hefur verið í hverjum einasta þætti og í beinni útsendingu í 300 klukkustundir alls. Óhætt er að segja að hann hljóti að vera orðinn ansi sjóaður í beinum útsending- um. „Það er fátt sem kemur mér lengur á óvart í beinum útsending- um og ég er búinn að læra hvað þarf til að höndla þær best. Það er einhvers konar blanda af kæru- leysi og einbeitingu. Maður má ekki láta það að vera í beinni stressa sig upp en hins vegar þarf maður stöðugt að vera á tánum og einbeittur til þess að maður spyrji réttra spurninga og nái að fylgjast vel með því sem fólk er að segja. Þátturinn er mikið sýndur beint og oft gerist eitthvað nýtt á meðan þátturinn er í loftinu á milli þrjú og sex. Stundum höfum við lent í því að eitthvað gerist klukkan fjögur og sá sem málinu tengist er kominn í viðtal til okkar klukkan hálffimm.“ segir Þorfinnur, sem verður þó ekki mikið lengur á Fréttavaktinni. „Ég fer smávegis í burtu um páskana og eftir páska fer ég í Ísland í dag með henni Ingu Lind en Brynja hættir þar fljótlega. Það er svo óákveðið hver það verður sem fær minn stað á Fréttavakt- inni,“ segir Þorfinnur, sem vill þakka samstarfsmönnum sínum á Fréttavaktinni kærlega fyrir sam- veruna. - bg 300 klukkustundir í beinni ÞORFINNUR ÓMARSSON Hefur verið 300 klukkustundir í beinni útsendingu og fátt kemur honum því lengur á óvart. LÁRÉTT 2 jurt 6 tónlistarmaður 8 í viðbót 9 flan 11 slá 12 telja 14 faðma 16 óreiða 17 tillaga 18 utan 20 tveir eins 21 velta. LÓÐRÉTT 1 listi 3 guð 4 nískupúki 5 á skakk 7 fugl 10 persónufornafn 13 ferð 15 tigna 16 undir þaki 19 á líðandi stundu. LAUSN LÁRÉTT: 2 gras, 6 kk, 8 auk, 9 ras, 11 rá, 12 álíta, 14 knúsa, 16 rú, 17 ráð, 18 inn, 20 ll, 21 snúa. LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 ra, 4 aurasál, 5 ská, 7 kalkúnn, 10 sín, 13 túr, 15 aðla, 16 ris, 19 nú. Margrét Sigurðardóttir hefur dvalið í heimsborginni London síð- astliðin fimm ár en er nú komin aftur til Íslands og setur upp sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu á næstu dögum. „Þarna blanda ég saman leiknum kvikmyndabrotum og lif- andi djasstónlist. Sýningin fjallar um fólk í krísu og alla þá skrítnu hluti sem það á til að gera í því ástandi. Þetta er eins konar skemmtileg blanda af leikhúsi, kvikmynd og tónlist og er svolítið öðruvísi að mörgu leyti. Ég nota gamla djassstandarda í verkið því mér fannst þeir fanga þessar klassísku tilfinningar, sem allir upplifa einhvern tíma, svo ógur- lega vel,“ segir Margrét. „Verkið fjallar að ýmsu leyti um togstreit- una á milli þess sem maður sér og þess sem er til staðar. Þegar maður fer í gegnum hluti er aldrei meiri barátta við að halda andliti en þegar eitthvað bjátar á. Það er þá sem spretta upp undarleg hegðun- armynstur.“ Margrét lærði leiklist við söng- leikjadeildina í Konservatorium í Vín og nú síðast var hún í klass- ísku söngnámi í London. „Mér þótti nú ósköp gott að búa í London og það var eiginlega svolítið eins og að vera á Akureyri því það er svo stutt að fara heim til Íslands. Ég var mikið að syngja á tónleik- um á Englandi auk þess sem ég var að fikta við annars konar tón- listarform. Ég er að miklu leyti komin svolítið meira út í slíka hluti en áður.“ Sýningin sem hún setur upp í Þjóðleikhúsinu nefnist The Big Cry og er frumsýnd hinn 12. apríl. „Það eru svo tvær sýningar í við- bót 19. og 20. apríl en ég var áður búin að sýna þetta úti og mér til mikillar ánægju var sýningunni mjög vel tekið þar. Ég er mjög spennt að sjá hvernig Íslending- um líst svo á. Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari vinnur með mér í verkinu og það hefur verið algjörlega frábært að vinna með honum. Einnig finnst mér sérstak- lega jákvætt að fá að sýna þetta í Þjóðleikhúsinu og sýnir það hvað leikhúsið er opið fyrir nýjum straumum.“ Miða á sýningu Mar- grétar er hægt að nálgast í miða- sölu Þjóðleikhússins og ættu sem flestir að kíkja á sýninguna og verða fyrir öðruvísi leikhúsupplif- un en vanalega. hilda@frettabladid.is MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR: MEÐ SÝNINGU Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Baráttan við að halda andliti MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Frumsýnir sérstakt leikhúsverk í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn sem nefnist The Big Cry. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HRÓSIÐ FÆR... Snorri Snorrason fyrir að bera sigur úr býtum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 en halda ró sinni þrátt fyrir allt. Páskarnir eru í þessari viku en það er einn helgasti tími krist- inna manna. Einn dagur framar öðrum er þrunginn miklum tilfinningahita en það er föstudagurinn langi. Að minnast dauða trúarhetju eða frelsara er ekkert einsdæmi í trúar- brögðum mannkyns og nægir þar að nefna sjíamúslima sem minnast dauða Husayn bin Ali við Karbala en hann fórnaði sér í baráttunni fyrir trúna. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir að það sem sé sérstakt við föstudaginn langa sé að dagurinn sé inngangur að páskadeginum. „Kristnir menn minnast dauða Krists í ljósi upprisunnar. Ekki bara að það Jesús hafi dáið heldur að hann dó fyrir alla menn, öllum til frelsunar, en reis aftur upp á þriðja degi. Með því vilja kristn- ir menn undirstrika að Jesús hafi verið maður sem gekk inn í mannleg kjör en einnig að hann var sonur Guðs og sigraði dauðann fyrir aðra menn.“ Áður fyrr var föstudagurinn langi sveipaður mikilli helgi og eflaust muna þeir sem eldri eru eftir því þegar varla mátti hreyfa sig né brosa fyrr en á miðnætti. „Í dag er þjóð félagið hins vegar þannig að þeir sem vilja minnast fórnar Jesú gera það með ákveðnum hætti en svo eru aðrir sem vita ekki hvað föstudag- urinn langi þýðir og er eiginlega alveg sama. Mér finnst miklu eðlilegra að fólk sem vilji halda hann heilagan geri það og þeim sem er alveg sama fái bara að vera það.“ Þórhallur hefur oft verið við messur á föstudeginum langa og segir það vera magnaða stund í kirkjunni. „Ég finn að fólk er þarna af sannri trú. Öll forsagan að krossfestingunni er mjög tilfinninga- þrungin og fólk speglar sjálft sig í öllum þeim persónum sem þar koma fyrir. Föstudagurinn langi er mjög dramatísk- ur dagur og mikið andlegt ferðalag fyrir þann sem veltir þessum hlutum fyrir sér. Fólk sem hefur lent í erfiðum hlutum á árinu upplifir píslargöngu Jesú kannski sérstaklega sterkt og finnur Guð í sinni þjáningu.“ SÉRFRÆÐINGURINN: ÞÓRHALLUR HEIMISSON OG FÖSTUDAGURINN LANGI Hinn trúaði finnur Guð í þjáningu sinni SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON Messurnar á föstudeginum langa eru mjög tilfinninga- þrungnar og mögnuð stund í kirkjunni. �������� ��� �� ��� ��� ��� �� �� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� �������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.