Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 2
2 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur Alþýðusam- bandsins, gerir ráð fyrir því að verðbólgan síðustu tólf mánuði mælist há, jafnvel yfir fimm pró- sentum, þegar hún verður kynnt á morgun. Hann segir að allt bendi til þess að verðbólgan fari hratt vax- andi á næstu misserum vegna þenslu og ójafnvægis í hagkerfinu. Seinni endurskoðun fjögurra ára kjarasamninga á vinnumarkaði fer fram um miðjan nóvember. Ólafur Darri segir of snemmt að spá um hvað gerist þá en ljóst sé að kjara- samningar séu í mikilli óvissu þegar líður á árið ef verðbólguspár gangi eftir. Almennar launahækkanir í kjarasamningum voru 2,5 prósent í janúar. Ólafur Darri segir að kaup- máttur kjarasamninga sé farinn fyrir lítið ef verðbólga verði fimm prósent. „Aðalatriðið er að tryggja að kjarasamningar haldi. Í fyrri endurskoðun var verðbólguforsendan brostin. Með endurskoðuninni reyndum við að leggja okkar af mörkum til að byggja upp stöðugleika. Því miður virðist það ekki hafa tekist,“ segir hann. Gengið hefur verið að veikjast á skömmum tíma og eldsneytishækk- anir og aðrar verðhækkanir hafa verið að seytla út í verðlagið. Ólafur Darri segir að takist að koma með trúverðuga efnahagsstefnu og efla þannig trú á efnahagsstjórnina þá muni það slá á verð- bólguna. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að engan sér- fræðing þurfi til að sjá að verðbólguskot sé óhjákvæmi- legt þegar krónan falli jafn mikið og raun beri vitni þótt ekki sé nema vegna þess að innfluttar vörur hækki og verðbólga verði yfir þeim mörk- um sem Seðlabankinn stefni að. Haft var eftir Davíð Oddsson seðlabankastjóra á Bloomberg News í gærmorgun að methækkanir gætu orðið á stýrivöxtum, jafnvel upp í allt að 16 prósentum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Stýrivextir voru hækkaðir í 11,50 prósent í lok mars og á Gylfi ekki von á öðru en að þeir fari hækkandi fyrst verðbólgan er á siglingu yfir þeim mörkum sem bankinn stefnir að. Ekkert þak sé á það hvað stýri- vextir geti orðið háir „ef vilji Seðla- bankans er til þess að beita þessu vopni á mjög harkalegan hátt. Það eru ýmis fordæmi þess frá útlönd- um að stýrivextir verði afar háir en það hefur yfirleitt verið í tengslum við að verja gengi gjaldmiðils. Hér er ekki stefnan að halda gengi krón- unnar föstu heldur að halda verð- bólgunni innan ásættanlegra marka.“ ghs@frettabladid.is ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem var tekinn með tæplega 700 grömm af kókaíni í fartölvu, er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur hins vegar verið úrskurðaður í farbann til 5. maí af Héraðsdómi Reykja- víkur. Maðurinn var handtekinn sunnudaginn 26. mars á Keflavík- urflugvelli við komuna til landsins frá Bandaríkjunum. Í fartölvu sem hann var með fannst ofan- greint magn af fíkniefninu. Mað- urinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 10. apríl, en sætir nú farbanni, eins og áður sagði. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Kókaínsmygl- ari í farbanni Segja verðbólguna fara hratt vaxandi Hagfræðingur ASÍ býst við að verðbólgan verði yfir fimm prósentum þegar verðbólgumæling Hagstofunnar verður kunngjörð á morgun. Ríkið þarf að koma með trúverðuga efnahagsstefnu til að slá á verðbólguna. HEILBRIGÐISMÁL Viðbragðs- og neyðaráætlun sem er í burðarliðn- um hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins mun kosta hundruð milljóna króna, ef vandað verður til hennar svo sem kostur er, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar yfirlæknis Heilsugæslunnar í Árbæ. Kostnaðurinn felst meðal annars í innkaupum á hlífðarfatn- aði, lyfjum og öðrum búnaði. Gunnar Ingi kynnti hugmyndir að áætluninni, sem hópur heilsu- gæslustarfsfólks hefur unnið, á fundi nýverið. „Ég hef sjálfur gengið með það í maganum í nokk- ur ár að setja þurfi upp almanna- varnakerfi innan heilbrigðis- þjónustunnar,“ segir Gunnar Ingi. „Þegar umræðan um fugla flensuna fór af stað þá vaknaði sú stað- reynd til lífsins, að frumheilsu- gæslan á höfuðborgarsvæðinu á sér ekkert slíkt heilbrigðiskerfi.“ Hann segir að virkt viðbúnaðar- og varnarkerfi sé ómetanlegt. „Í fyrsta lagi er það allt annað fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni að vita af því, ef til kastanna kemur, að búið sé að vinna að við- bragðsáætlun og ákveða með hvaða hætti skuli á málum tekið. Þegar maður les erlend lækna- tímarit og fjölmiðlaumræðuna, til að mynda um flóðin í New Orleans, heyrast gagnrýnisraddir sem snúa að því að menn hafa verið illa undirbúnir þegar hamfarirnar skullu á. Þegar við vinnum með okkar viðbragðsáætlun, þá stillir það saman strengina, kennir okkur að hugsa með svipuðum hætti og búa okkur undir mjög erfitt hlut- verk.“ Spurður nánar um kostnað við áætlunina segir Gunnar Ingi, að verði staðið að undirbúningi með sóma þá sé það dýrt. Sá kostnaður sé hins vegar afstæður. „Mesti kostnaður varðandi almannavá er sá kostnaður sem fylgir óundirbúinni þjóð í slíkum hörmungum. Eftir því sem fólk er tilbúið að leggja í varnir og við- brögð, þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að verja þjóðina gegn ómældu tjóni.“ - jss GUNNAR INGI GUNNARSSON Yfirlæknirinn kveðst fremur líta á þá fjármuni, er neyðar- áætlunin kostar, sem fjárfestingu heldur en kostnað. Gunnar Ingi Gunnarsson læknir segir innkaup á lyfjum vega þungt í neyðaráætlun gegn almannavá: Neyðaráætlun kostar hundruð milljóna LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Keflavík er enn að rannsaka árás á Kristin Ólafsson, mann á sextugsaldri sem býr í Garðinum, en fjórir menn réðust á hann á heimili hans og höfðu hann á brott með sér, eftir að hafa gengið í skrokk á honum. Kristinn lá í farangurs- geymslu bifreiðar mannanna í sjö tíma áður en hann komst út úr bílnum við illan leik við bæinn Múla í Biskupstungum. Lögreglan hefur yfirheyrt fyrr- verandi sambýliskonu mannsins auk sambýlismanns hennar og móður. Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, segir enn óljóst hvers vegna ráðist var á Kristin. „Við erum enn að leita upp- lýsinga sem varpa ljósi á það hvers vegna ráðist var á Kristin.“ -mh Mannránið í Garðinum: Óljós ástæða mannránsins PARÍS, AP Jacques Chirac Frakk- landsforseti lét í gær undan lát- lausum mótmælum námsmanna og verkalýðsfélaga gegn vinnu- löggjöfinni, sem átti að draga úr atvinnuleysi ungs fólks með því að gera atvinnurekendum auðveld- ara að reka ungt fólk úr starfi. Hann sagði að lögin yrðu felld niður en í staðinn kæmu önnur lög þar sem athyglinni yrði einkum beint að ungmennum sem eiga við erfiðleika að stríða. Í yfirlýsingu frá Chirac segist hann hafa tekið þessa ákvörðun að ráði Dominique de Villepin for- sætisráðherra, en þessi stefnu- breyting er engu að síður verulegt áfall fyrir forsætisráðherrann sem hafði lagt mikla áherslu á að koma í gegn þessum breytingum á vinnulöggjöfinni. „Takmarkinu er náð,“ sagði verkalýðsleiðtoginn Jean-Claude Mailly, sem sagði fyrri áform stjórnvalda nú vera „dauð og graf- in“. Samtök stúdenta og framhalds- skólanema ætla engu að síður að halda áfram að efna til mótmæla- aðgerða til þess að halda stjórn- völdum við efnið á meðan þau bræða með sér hvað eigi að koma í staðinn fyrir þessi lög. Þau hafa boðað til útifunda í París og víðar í Frakklandi í dag. - gb Námsmenn í Frakklandi mótmæla áfram þrátt fyrir „sigur“: Vinnulöggjöfin afturkölluð Fresta opnun Tívolíhringekju Opnun nýrrar hringekju í Tívolí í Kaup- mannahöfn, sem sögð er sú hæsta í heimi, hefur verið frestað um hálfan mánuð vegna seinbúinnar vorkomu. Til stóð að nýja hringekjan, sem mun geta þeytt gestum í allt að 70 m hæð á allt að 70 km hraða á klukkustund, yrði opnuð um leið og Tívolí á skírdag, en því hefur nú verið frestað til 24. apríl. DANMÖRK Veskisþjófur dæmdur Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til eins og hálfs árs fangelsis óskilorðsbundið fyrir að hafa stolið seðlaveski. Með brotinu rauf hann skilorð. HÉRAÐSDÓMUR DOMINIQUE DE VILLEPIN Ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta er áfall fyrir Villepin forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍSITALA NEYSLUVERÐA 2004-2006 Janúar Apríl 2004 2006* 2,4% *Áætlun 5,0% GYLFI MAGNÚSSON ÓLAFUR DARRI ANDRASON STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra aftók á Alþingi í gær að til greina hefði komið að einkavæða Iðn- tæknistofnun og Rannsóknastofn- un iðnaðarins við smíði frumvarps um Nýsköpunar- miðstöð Íslands. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki, lýsti efasemdum um þá ráðstöfun að sameina áðurgreind- ar stofnanir Byggðastofnun þegar Valgerður fylgdi frumvarpinu úr hlaði á Alþingi í gær. Hann taldi heppilegra að einkavæða stofnan- irnar. Miklar efasemdir eru um frumvarpið í röðum stjórnarand- stöðunnar. - jh Nýsköpunarmiðstöð Íslands: Sigurður Kári vill einkavæða SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON SPURNING DAGSINS Sölvi, er tími til að reykja friðarpípu? Nei, ég get ekki séð að málinu sé lokið. Fjárhagslegt tjón mitt af fimm ára banni við sýnileika vöru er stjórnar- skrár brot. Sölvi Óskarsson, kaupmaður í tóbaksversl- uninni Björk, vann í liðinni viku mál sem hann höfðaði fyrir fimm árum gegn ríkinu eftir að bannað var með lögum að hafa tóbak sýnilegt í verslunum. Ljósleiðari bilar Fjarskipti rofnuðu við öll skip fyrir norðan land er ljós- leiðari bilaði klukkan tíu í gærmorgun. Sambandið komst aftur á um hálf sjö- leytið í gærkvöldi. Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri Landhelgisgæslunnar, segir fjölmiðlana hafa verið notaða til að koma á upplýsingum til skipstjórn- anna. Ekkert hafi hent þann tíma sem sambandslaust var. LANDHELGISGÆSLAN Hraðakstur á stofnbrautum Lög- reglan heldur áfram hraðamælingum á stofnbrautum Reykjavíkur og seinustu helgi voru 62 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Þar af voru 43 á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.