Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 48
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR32 menning@frettabladid.is ! Kl. 20.00Vortónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Langholtskirkju. Flutt verða verk eftir Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórn- andi er Magnús Ragnarsson. > Ekki missa af... Tónlistarhátíð í Mývatns- sveit um páskana sem nú er haldin í níunda sinn. Kirkju- og kammertónleikar í fallegu umhverfi. Uppfærslu Halaleikhóps- ins á Pókók eftir Jökul Jak- obsson. Frábær skemmtun og hárbeittur húmor í Hátúni 12. Sýningum Önnu Jóelsdótt- ur og Ástu Ólafsdóttur í Listasafni ASÍ sem hófust um helgina. Sagnfræðingafélag Íslands hefur undanfarið fjallað á margvíslegan hátt um útrásarhugtakið á hádegis- fundaröð sinni í Þjóðminjasafninu. Á morgun mun Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræða um víkinga og skoða í sögulegu samhengi hvernig afstaða Íslendinga til þeirra hefur breyst í gegnum tíðina. Helgi mun meðal annars fjalla um hugmyndir 13. aldarmanna um útrás og tvíbent viðhorf þeirra til víkinga því talið er að aðdá- un á þeim hafi vart komið fram fyrr en um 1900. Helgi segir að Íslendingar séu duglegir að hampa víkingauppruna sínum og noti hugmyndir tengdar víkingum markvisst í ferðamennsku þrátt fyrir að í öðrum löndum sé hugtakið ekki litið jafn jákvæð- um augum. Víkingar hafi ekki aðeins verið hetjur og bardagamenn heldur frömdu þeir ýmiss konar hryðjuverk og því er fortíð okkar ekki jafn glæst og margir vilja vera að láta. Fyrirlesturinn er öllum opinn en hann verður hald- inn í Þjóðminjasafni Íslands kl. 12.10. HELGI ÞORLÁKSSON SAGNFRÆÐINGUR Útrásin til umræðu. Víkingar fyrr og nú Hvað muna skáldin og hvernig miðla þau minning- um sínum í ljóðum? Í kvöld verður ljóðadagskrá helguð minninu flutt í Þjóðleikhús- kjallaranum. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, er einn af skipu- leggjendum þematengdra ljóða- kvölda sem haldin hafa verið í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Ljóðs manns æði. Í kvöld hefur hann umsjón með dagskrá sem ber heitið „Mér brennur í muna“. Að sögn Ástráðs hafa ljóðakvöldin spurst vel fyrir en dagskrá þeirra er blönduð, leik- arar flytja valin ljóð sem tengjast ákveðnu viðfangsefni, skáld koma í heimsókn en inn á milli eru kynn- ingar og létt spjall um viðfangefni kvöldsins. Að þessu sinni verður fjallað vítt og breitt um minningar og ljóðlist og flutt tregafull og gam- ansöm ljóð í bland við fjölbreyttan fróðleik. „Stundum fjalla ljóðin um gleymsku eða um hluti sem ekki er hægt að gleyma jafnvel þótt fólk vilji það. Þessi glíma okkar við fortíðina er mögnuð,“ segir Ástráður og bætir við að minningar séu ekki alltaf réttar því fólk túlki atburði út frá per- sónulegri reynslu og hentugleika og því séu oft skáldlegar skekkjur í minningum fólks. „Við vinnuna að baki þessari dagskrá finnst mér það koma skýrt fram hvernig mað- urinn er samsettur úr minningum, maðurinn er einn minnispakki,“ segir Ástráður og vísar þar til orða ljóðskáldins Matthíasar Johannesen sem líkti huganum við pakkhús minninga. Ljóðin í dagskránni eru úr ýmsum áttum en gestur kvöldsins er Þorsteinn frá Hamri sem les eigin ljóð en leikarar munu flytja ljóð eftir skáld á borð við Stefán Hörð Grímsson, Steinunni Sigurð- ardóttur, Gerði Kristnýju og Vil- borgu Dagbjartsdóttur. „Ljóðin eru valin saman með ákveðnar tengingar í huga, við viljum tína til ólíkar hliðar á þessu viðfangs- efni. Bernskuminningar eru stórt efni, minningar tengdar ákveðn- um einstaklingum, ástarminning- ar og síðan ljóð sem fjalla um sögulegar eða sameiginlegar minningar,“ útskýrir Ástráður. Ástráður Eysteinsson velur ljóðin í félagi við Sigurbjörgu Þrastardóttur, Eystein Þorvalds- son og Hjalta Snæ Ægisson en leikaranir Atli Rafn Sigurðarson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason lesa. Dagskrá- in í Þjóðleikhúskjallarnum hefst kl. 21.00. kristrun@frettabladid.is Pakkhús minninga ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON Maðurinn er samsettur úr minningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI Hljómsveit Benna Hemm Hemm er á faraldsfæti um þessar mund- ir en bandið leggur upp í sína fyrstu innanlandsreisu á morgun. Stórsveitin hefur gert strandhögg erlendis en ekki gerst svo fræg að leika fyrir aðdáendur sína á lands- byggðinni. Nú verður gerð bragar- bót á því. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Deiglunni á Akureyri annað kvöld. Í félagi við bandið mun hljómsveitin Bob Justman einnig troða upp og eftir tónleik- ana mun hinn dularfulli Dj Göngu- túr trylla lýðinn á Kaffi Karolínu. Um páskana tekur hljómsveit- in þátt í ísfirsku tónlistarveisl- unni Aldrei fór ég suður og kemur fram í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni að þetta séu ákveð- in tímamót fyrir marga í hljóm- sveitinni sem aldrei hafi komið vestur og enn fremur sé þetta „mikilvæg jöfnun á menningar- tengslum Vestfjarða og Reykja- víkur“. Því er fleygt að sérstaka byggingu þurfi fyrir hópinn því hún telji um það bil helming þeirra sem leika muni á hátíðinni. Ekkert lát verður á tónleika- haldi nú á vordögum en hljóm- sveitin mun koma fram á svoköll- uðum Manchester tónleikum í Laugardalshöll í byrjun maí áður en stefnan er tekin á París þar sem Apparat Organ Quartet, Sea- bear og Dj Apfelblut verða einnig með í för á tónleikum sem bera heitið Islande mon amour. Ferðast til allra átta HLJÓMSVEIT BENNA HEMM HEMM SPILAR Í FYRSTA SINN Á LANDSBYGGÐINNI LYDIA MORE Mynd hennar sigraði í keppninni um bestu mynd hátíðarinnar. Bandaríska kvikmyndin South Dakota var valin besta myndin á alþjóðlegu tilraunakvikmyndahá- tíðinni 700IS Hreindýraland sem haldin var á Egilsstöðum á dögunum og tókst vel upp. Hús- fyllir var við opnunina á Eiðum en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti hátíð- ina og við sama tækifæri sýndi danshópurinn Voiddance frá Bret- landi nútímadans í gömlu sund- lauginni með vídeólistaverki og tónlist. Alls bárust rúmlega 300 verk frá 34 löndum í keppnina en af þeim voru 50 sýnd á hátíðinni. Um tuttugu listamenn komu að utan til að vera viðstaddir. Tvenn verð- laun voru veitt á hátíðinni: myndin South Dakota eftir hina banda- rísku Lydiu Moyer var valin besta mynd hátíðarinnar og Garðar Bachmann Þórðarson var valinn bjartasta von Austfirðinga fyrir myndina Can‘t fix it. Menningarmiðstöð Fljótdals- héraðs stóð að hátíðinni í sam- starfi við Eiða ehf. en Menningar- ráð Austurlands veitti 700 þúsund króna styrk svo hægt yrði að gera 700IS Hreindýraland að árlegum viðburði. Myndirnar sem voru á dagskrá verða senn sýndar í Reykjavík og fara svo á flakk um heiminn. South Dakota sigurvegari 700IS opið alla laugardaga 10-14 STÓR HUMAR GLÆNÝ LÚÐA SKÖTUSELUR-LAXAFLÖK-TUNFISKUR HÖRPUSKEL-RÆKJUR-FISKISUPA SIGINN FISKUR OG SALTADAR KINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.