Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ����������������������������� MENNINGARSJÓÐUR GLITNIS STYRKIR UNGT TÓNLISTARFÓLK Menningarsjóður Glitnis auglýsir til umsóknar styrki fyrir unga hljóðfæraleikara og söngvara. Veittir verða allt að fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónur hver. Gert er ráð fyrir að umsækjendur séu í framhaldsnámi eða hafi lokið því nýlega og eru styrkirnir ætlaðir til þess að aðstoða umsækjendur við að hasla sér völl í listgrein sinni. Áætlað er að veita styrkina í júní 2006. Umsókn skal skila til Menningarsjóðs Glitnis, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 15. maí næstkomandi. Reglur og nánari upplýsingar um styrkina er hægt að nálgast í móttöku Glitnis á Kirkjusandi eða á www.glitnir.is/menningarsjodur. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sjálfstæðisbarátta unglinganna er stundum hættuspil þó að hver einasta kynslóð taki sénsinn á glapstigunum. Sem betur fer skrikar meirihlutinn aftur inn á braut réttlætisins og verður sóma- kær fullorðin manneskja. Samt getur leiðin verið dálítið grýtt og kostað svita og tár foreldranna sem standa ráðalaus hjá á meðan táningurinn þeirra brýst úr viðj- um æskunnar. Því fólk í blóma lífs- ins ber yfirleitt ábyrgð á öðru fólki. EINA fólkið sem hægt er að segja með nokkrum sanni að megi vera ábyrgðarlítið er annaðhvort mjög ungt eða mjög gamalt. Leikskóla- börn eru sjaldnast nógu útsmogin til að vera samtaka eða endingar- góð í uppreisn sinni en aldraðir hafa flestir lifað tímana tvenna og geta tekist á við ýmislegt. Nú hafa þeir um langt skeið þolað þá niður- lægingu að vera bolað út af heimil- um sínum þegar þeir þurfa aðstoð við daglegt stúss. Verða þá sumir að deila kompu með bláókunnug- um manneskjum í sömu stöðu og fá bara að velja örfáa persónulega muni til að hafa hjá sér. Stundum er hjónum sem hafa verið saman í mannsaldur og alið upp fjölda barna stíað í sundur á sitt hvora stofnunina. Þar kemur sér vel að vera flinkur í látbragðsleik því fæst starfsfólkið talar íslensku. ÞOLGÆÐI og æðruleysi eru kost- ir sem ekki eiga lengur við. Kurt- eislegur stuðningur við setuverk- fall starfsfólks elliheimila mun í besta falli skila starfsfólkinu nokk- urri kjarabót nú í aðdraganda kosninga en breyta litlu fyrir vist- mennina sjálfa. Það sem gæti hins- vegar gert gæfumuninn væri sam- einuð uppreisn eldri borgara þessa lands. Það hlýtur að vera krafa þeirra að fá að búa heima hjá sér ævina út og láta færa þjónustuna þangað. Og það er allt í lagi að beita sér af krafti og gera læti, ekki þarf lengur að taka tillit til foreldra og það er engu að tapa. KRÖFUGÖNGUR elstu kynslóð- arinnar myndu vekja athygli og þrýstingur er það sem hvetur til lausna. Upp með spreybrúsana! Ég myndi nú aldrei hvetja til lög- brota en það eru ekki bara róttæk- ir unglingar sem geta haldið ráðu- neytum í gíslingu, kastað tómötum og gert hróp að ráðamönnum. VIÐ þurfum ekki fleiri stofnanir. Það er ekki sjúkdómur að vera gamall. Uppreisnin á elliheimilinu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.