Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ekki rétta hugarfarið „Korter-í-þrjú gæinn Geir hugnast okkur ekki. Að minnsta kosti finnst okkur þetta ekki rétta hugarfarið þegar menn eru á leið í „samningaviðræður“ um framtíð landvarna. HALLGRÍMUR HELGASON RITHÖF- UNDUR Í FRÉTTABLAÐINU Í GÆR. Tekur gleði sína „Maður tekur gleði sína með því að þjónusta fólk, það er undarlegt að ætla manni að selja vörur sem ekki mátti sjást og helst hvergi nota.“ SÖLVI ÓSKARSSON, KAUPMAÐUR Í TÓBAKSVERSLUNINNI BJÖRK, Í VIÐTALI VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ. „Helgin byrjaði frábærlega og því allt æðislegt að frétta,“ segir Jóhann Ingi Stefánsson, einkaþjálfari í Sporthúsinu hjá Icelandic Spa & Fitness. „Sigurbjörg systir mín eignaðist litla dóttur á föstudaginn, ég hætti að vinna klukkan tvö og keypti bíl,“ segir Jóhann, sem er gríðar- lega upptekinn við einkaþjálfunina og því nánast útilokað fyrir hann að losna snemma úr vinnunni: „Almennt þá þjálfa ég frá sex á morgnana til sjö á kvöldin, þannig að forföllin á föstudaginn voru kærkomin hvíld.“ Frítímann nýtti hann vel með Tracie Lynn Stefánsson, eiginkonu sinni. „Við fórum og keyptum okkur lítinn flottan fjölskyldubíl, Nissan Note. Við vildum sérstakan lit og bíðum því í fjórar vikur eftir honum,“ segir hann en þau hjónin héldu upp á giftingu sína þann 18. mars. „Við vorum ekki með veislu, við vorum með partí! Mér leiðist í veislum en þykir afar gaman í partíum. Ég held kökuveislurnar þegar ég verð kominn á níræðisaldurinn,“ segir Jóhann en þau Tracie voru með „eightie´s-parí á skemmtistaðnum NASA og buðu vinum og vandamönnum. Hópurinn strollaði svo á ball með Drifskaftinu, en á undan þeytti dj. trancid skífum: „Hann er vinur hennar Tracie og kom frá Chicago í Bandaríkjunum til að halda uppi stuðinu.“ Jóhann segir alltaf jafn gaman að þjálfa, því fólk verði svo ánægt með árangurinn. Þetta sé draumastarfið hans: „Ég var fram að 25 til 28 ára að reyna að átta mig á hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, fann aldrei neitt fyrr en ég fór að skoða hvert áhugamál mitt væri og þá lá það í augum uppi,“ segir Jóhann sem starfað hefur sem einkaþjálfari í átta ár en æft í 24. „Fólk hugsar á allt annan hátt um einka- þjálfun í dag en áður. Þetta er orðinn lífsstíll.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓHANN INGI STEFÁNSSON EINKAÞJÁLFARI Partíin skemmtilegri en veislurnar TRACIE LYNN OG JÓHANN INGI Dóttir með martraðir. Saumaklúbburinn leystur upp. Lítið viðhald á húsi fjölskyldunnar og óvissa um framhaldið. Við það hafa hjónin að Traðarlandi 22 í Bolungarvík þurft að búa frá því að húsið þeirra, eins og svo margra annarra, var skilgreint á snjóflóðahættusvæði. Áður fékk fjölskyldan ekkert tóm til að pakka fyrir rýmingu hverfsins. Nú fái þau allt að tvo tíma. Síðast var rýmt yfir nótt fyrir helgi. „Við fluttum inn í mars 1981, þannig að við erum búin að búa í húsinu í 25 ár,“ segir Valdís Hrólfsdóttir sem býr ásamt manni sínum, Páli Guð- mundssyni, við götuna Traðarland. Þau eiga tvö uppkomin börn sem eru flogin úr hreiðrinu. Traðarland er við Dísarland, en þar hefur bærinn keypt öll húsin og stefnir á að reisa varnargarð fyrir þau fyrir árið 2010. Húsið við hliðina á þeim hjónum hefur einnig verið keypt og segir starfandi bæjarstjóri, Halla Signý Kristjánsdóttir, að snjóflóðavarnirn- ar hafi verið of nálægt lóðamörkum þess og því hafi bæjaryfirvöldum ekki þótt forsvaranlegt annað en að kaupa húsið. Þrettán rýmingar á þrettán árum Hús hjónanna var skilgreint á snjó- flóðahættusvæði fyrir þrettán árum. Síðan þá hafa þau þurft að rýma það minnst þrettán sinnum. Valdís segir margt hafa breyst frá fyrstu árunum. „Hér áður vorum við innilokuð þegar gerði vont veður. Þá vorum við kannski að heiman í viku. Núna gerir óveður í sólarhring eða tvo,“ segir Valdís sem kippir sér ekki mikið upp við veðrið núorðið: „Ég kem að sunnan og var með sex mán- aða barn þegar við fluttum inn í húsið. Ekki var búið að klára götur eða aðra slíka hluti þegar við byggð- um og ég fékk ekki símann inn fyrr en mörgum mánuðum seinna. Ekk- ert var mokað. Þetta var eins og aftur í fornöld og ástandið ömur- legt.“ Lágmarksviðhald á húsinu Valdís segist reyndar vart skilja hvernig þeim hjónum datt í hug að byggja húsið á þessum stað, tvílyft timburhús fimmtán metra frá göt- unni í útjaðri bæjarins. Eftir að í ljós hafi komið að þau væru á snjó- flóðahættusvæði hafi þau óskað eftir því að fá að færa húsið: „Leyf- in voru komin fyrir því, en ein- hvers staðar strandaði það.“ Valdís segir afleiðingarnar þess að eiga hús á snjóflóðasvæði koma margvíslega fram. „Það er lág- marksviðhald á húsinu. Maður er ekkert að kasta milljónum í húsið til að dubba upp á það ef við svo kannski missum það.“ Dóttirin með martraðir Valdís segir rýmingarnar hafa haft áhrif á fjölskyldulífið í gegnum árin: „Við vorum með unglinga þegar þetta byrjaði. Stelpan mín var þá níu ára og var alltaf að fá martraðir. Maður fékk í magann þegar síminn hringdi, því maður hélt að það ætti að fara að rýma. Svo þegar kallið kom urðu allir pirraðir og fúlir, voru svo argir yfir þessu og róa þurfti fjölskyld- una.“ Valdís segir að flóðin í Súðavík og á Flateyri hafi einnig aukið á stressið, væntanlega einnig hjá ráðamönnum bæjarins, sem hafi verið þjóstugir í samskiptum. „Núna fáum við klukkustund eða tvær til að athafna okkur og þurf- um ekki að fara út á nóinu. Það var ekki hér áður. Einu sinni hringdi lögreglan í mig þegar ég var að kenna í grunnskólanum. Asinn var mikill og mér skipað að sækja tann- burstann en við ákváðum þá að fara út með hægagangi; tíndum saman það sem við vildum hafa með okkur.“ Rýmt með meiri ró Valdís segir flýtinn ekki eins mik- inn núorðið og fjölskyldunum sé gefinn tími til að hafa sig til. „Æsingurinn var alltaf svo mikill í kringum þetta. Allir urðu svo reiðir. Bæjarstjórinn fyrrverandi bunaði út úr sér: „Út núna strax, á stund- inni.“ Aðstæðurnar skiptu þá ekki máli. Eitt sinn var ég með sauma- klúbb þegar hringt var og mér sagt ég þyrfti að rýma og það strax.“ Hún hafi þá átt eftir að ganga frá og lýsir því hvernig breitt hafi verið yfir helstu veitingarnar í flýti: „Ég kom ekki heim fyrr en fimm dögum seinna. Allt var á borðunum ennþá.“ Eftir það hafi hún sent bæjaryf- irvöldum bréf. „Ég vildi að þeir borguðu fæðispeninga, því rýming- arnar lentu yfirleitt á helgi. Kominn föstudagur, maður nýbúinn að kaupa allt inn fyrir helgina og búinn að drösla því heim og átti að fara að drösla því út aftur. Eða þá að maður var að elda og átti að fara frá því.“ Ekki upp á aðra komin Aðstæðurnar séu allt aðrar núna. „Krakkarnir eru orðnir stórir og við fáum sómasamlega aðstöðu á gistihúsinu Hönd í hönd og þurfum ekki að liggja inni á vandamönnum. Raskið er því ekki eins mikið auk þess sem dagarnir eru færri.“ Þrátt fyrir það hafi rýmingarnar áhrif á bæjarlífið. „Fólkið í húsinu fyrir neðan verður líka hrætt. Einnig það sem er sömu megin við götuna og ég, því það þarf ekki að fara. Það rýmir húsin sín um leið og það sér mann fara að heiman með pjönk- urnar,“ segir Valdís sem veit lítið um fyrirætlanir bæjaryfirvalda. „Fólk er hvekkt. Það þarf að fara að gera eitthvað. Taka ákvarðanir og framkvæma þær. Búið er að bíða allt of lengi. Ákvarðanir bæjarins ókynntar Valdís fékk fyrir nokkrum árum formlegt bréf frá bænum um að varnargarðurinn ætti að liggja í gegnum stofuna hjá henni. Þáver- andi bæjarstjóri ráðlagði þeim hjónum að fá sér lögfræðing: „Svo veit ég bara af því sem ég hef séð að búið er að teikna varnargarðinn upp á nýtt, eða taka leiðigarðinn af sem átti að liggja í gegnum stofuna hjá okkur. Það hefur reyndar ekki verið kynnt en ég hef séð mynd af því í anddyri ráðhússins. Við höfum hins vegar aðeins pappíra upp á að við séum fyrir.“ Óvissan sé óþægileg. Bæjarstjóranum Höllu Signýju var ókunnugt um óvissuna í huga Val- dísar og taldi að breytingarnar hefðu örugglega verið kynntar. gag@frettabladid.is Kökurnar biðu á borðum í fimm daga vegna snjóflóðahættunnar BOLUNGARVÍK Í VETRARBÚNINGI Bæjaryfir- völd hafa gengið frá kaupum á húsunum við Dísarlandið auk þess ysta í Traðarlandi, sem er við hliðina á húsi Valdísar og Páls. VALDÍS HRÓLFSDÓTTIR Valdís stendur hér fyrir framan heimilið sitt í Bolungarvík. Húsið hennar verður ysta húsið við snjóflóða- varnargarðinn sem bærinn stefnir á að reisa fyrir 2010. FRÉTTABLADID/STEFÁN Fuglaflensu hefur orðið vart í Skot- landi, sem er áningarstaður margra farfugla á leið til Íslands. Þykir mörgum þvi aðeins tímaspursmál þar til flensan greinist hér á landi. Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, er uggandi yfir þessum tíðindum. „Þetta getur orðið alvarlegt mál og mér finnst að auðvitað eigi að hafa eins miklar varnir og hægt er í sam- bandi við þessar skepnur. Það er ekki spurning og ég held að þessi gáfaða þjóð ætti að hysja upp um sig í þeim málum, sem hún gerir ábyggilega.“ Jón gengur þó ósmeykur um náttúr- una fyrir vestan og nýtur hennar sem fyrr. „Ég held við ættum frekar að hafa áhyggjur af Tjörninni hér í Reykjavík. Það er full þörf á því að hafa varann á og ég held að það megi fara með háþrýstidælu og smúla það sem fugl- arnir leggja af sér á bakkanum. Auk þess er það bara þrifalegra.” SJÓNARHÓLL FUGLAFLENSA Í SKOTLANDI Smúlum Tjörnina JÓN KR. ÓLAFSSON söngvari �������������������������� ���������������������� ���������� ��������������� ����������� ��������� ������� ���������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.