Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 42
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Ragnar Kristinn Gunnarsson tónlistarmaður er 43 ára. Hinrik Ólafsson leikari er 43 ára. Torfi Túliníus próf- essor er 48 ára. Jónas Þór sagnfræð- ingur er 57 ára. ANDLÁT Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Hjálmsstöðum, Laugardal, lést á heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 7. apríl. Magnea Þorkelsdóttir, Reyni- grund 67, Kópavogi, lést í Skálholti mánudaginn 10. apríl. JARÐARFARIR 11.00 Minningarathöfn um Önnu J. Jónsdóttur, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Skipagötu 2, Akureyri, fer fram í Foss- vogskirkju. 13.00 Axel Eiríksson, Reykási 23, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju. 13.00 Guðfinna Einarsdóttir frá Leysingjastöðum, Dalalandi 12, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Guðni G. Sigfússon, Blika- hólum 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Bragi Melax kennari, Skúla- götu 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. MERKISATBURÐIR 1815 Eldgos í Tamborafjalli á eyj- unni Sumbawa í Indónesíu verður tíu þúsund manns að bana. 1899 Spánn nær völdum í Púertó Ríkó af Bandaríkjunum. 1912 Fiskverkunarkonur í Hafn- arfirði taka aftur til starfa eftir að hafa verið í verkfalli í meira en mánuð. 1921 Íþróttaviðburði er útvarpað í fyrsta skipti. 1959 Rannveig Þorsteinsdóttir öðlast rétt til að flytja mál fyrir Hæstarétti fyrst kvenna. 1961 Bob Dylan kemur fram í fyrsta skipti sem söngvari í New York. 1970 Geimfarið Apolló þrettándi sent á loft. 1970 Níu minkalæður eru fluttar frá Noregi og hefst minka- rækt í landinu að nýju. Á þessum degi árið 1921 viður- kenndu Bretar stofnun fursta- dæmisins Transjórdaníu. Við lok seinni heimstyrjaldarinnar hafði svæðinu í kring um Transjórdaníu verið komið undir stjórn Breta en Frakkar höfðu völdin í Sýrlandi. Eftir að arabar innan landsvæðis Transjórdaníu höfðu reynt að safna saman her til að ráðast á Frakka samþykktu Bretar að leyfa leiðtoga herdeildanna, Abdúllah íbn Hussein, að stofna furstadæmið Transjórdaníu. Furstadæmið náði í grófum dráttum yfir landsvæði Ísraels, Palestínu og Ísraels. Hið nýstofnaða ríki var undir hælnum á Bretum og treysti mjög á fjárstuðning frá þeim. Árið 1946 breyttist Transjórdanía í konungdæmi og Abdúllah lýsti sjálfan sig konung. Árið 1949 var ný stjórnarskrá samþykkt og tók ríkið um leið upp nafnið Jórdanía sem það gegnir enn í dag. Eftir stríðið sem braust út í kjölfar stofnun Ísraelsríkis minnkaði Transjórdanía töluvert en hélt landsvæðinu sem kennt er við Vesturbakkann. Árið 1951 var Abdúllah konungur myrtur á hrottafenginn hátt fyrir utan Al-Aksa moskuna í Jerúsalem þar sem hann gekk til bæna. Með í för var sonarsonur hans, Hussein, sem horfði upp á afa sinn deyja á tröppum moskunnar. Hussein tók við konungstigninni í kjölfarið og var konungur til ársins 1999 þegar hann lést. Sonur hans, Abdúllah annar, tók þá við og stjórnar ríkinu í dag. ÞETTA GERÐIST: 11 APRÍL 1921 Furstadæmið Transjórdanía er stofnað Petra í gömlu Transjórdaníu. Náttúrufræðistofnun Íslands opnaði á dögunum svokall- aða vefsjá þar sem plöntu- gagnagrunnur stofnunarinn- ar var gerður aðgengilegur á myndrænan og þægilegan hátt. Að sögn Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræð- ings á Náttúrfræðistofnun er þetta í fyrsta sinn sem svo nákvæmar upplýsingar um þetta efni eru settar fram á vefnum. „Við erum að tengja korta- glugga, eða það sem við köll- um vefsjá, við gagnagrunna Náttúrufræðistofnunar og að þessu sinni er það plöntu- gagnagrunnurinn. Hægt er að opna vefsjána á netinu og velja svæði eða leitarorð og þá er upplýsingunum veitt úr gagnagrunninum. Þetta þýðir að þú ert alltaf að vinna með nýjustu mögulegu upp- lýsingarnar. Einnig birtir grunnurinn svokallaðar stað- reyndasíður um einstaka plöntur þar sem fram kemur ýmis fróðleikur eins og lýs- ing á plöntunni, nytjar, útbreiðslukort og mynd,“ segir Lovísa. Starfsfólk Náttúrufræði- stofnunar er að vonum mjög ánægt með hvernig til hefur tekist með vefsjána. „Upp- byggingin er hönnuð með það í huga að sem flestir geti nýtt sér hana. Grunnskóla- nemendur ættu auðveldlega að geta farið inn á til að afla sér upplýsinga um plöntur fyrir grasafræði eða eitt- hvað slíkt, en vefsjáin nýtist líka háskólafólki og til dæmis starfsfólki innan stjórnsýsl- unnar í alls konar skipulags- málum og umhverfismálum. Svo er hún mjög sniðug fyrir áhugafólk um plöntur sem getur fengið upp plöntulista með ákveðnum leitarskilyrð- um og farið með hann út í náttúruna og kannað hvaða plöntur það finnur.“ Lovísa segir að mikil þörf hafi verið fyrir gagnabanka af þessu tagi til að svala fróð- leiksfýsn Íslendinga um nán- ustu náttúru sína. „Fólk er mikið að spyrja um plöntur og dýralíf og vill fræðast um svæði sem því þykir vænt um og það dvelur mikið, eins og til dæmis sumarbústaða- eigendur. Þessi gögn hafa bara ekki verið svo aðgengi- leg hingað til og hefur fólk helst þurft að kalla í sér- fræðinga til að koma og útskýra. Upplýsingar á net- inu hafa því miður ekki verið nógu góðar og er þetta skref í áttina að því að bæta aðgengið.“ Verkefnið hefur tekist vel í alla staði og ætlar Náttúru- fræðistofnun ekki að láta staðar numið heldur að halda áfram að skapa fleiri vefsjár. „Við ætlum að reyna að opna fuglavefsjá seinna á þessu ári og verður hún með svip- uðu sniði. Einnig er ætlunin að gera smádýravefsjá með möguleikanum á að tengja saman allar vefsjárnar.“ Tengill á plöntuvefsjána er á heimasíðu Náttúrufræði- stofnunar Íslands, ni.is. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS: OPNAR PLÖNTUVEFSJÁ Fróðleiksfýsn íslenskra plöntuáhugamanna svalað LOVÍSA ÁSBJÖRNSDÓTTIR JARÐFRÆÐINGUR Á NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Plöntuvefsjáin er einföld í uppsetningu svo grunnskólanemar ættu að eiga auðvelt með að nýta sér hana en efniviðurinn á ekki síður við háskólafólk og starfsfólk í stjórnsýslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR F07100406 LITRÍKUR PÁSKAUNDIRBÚNINGUR Blóm og fagrir búningar settu lit á upphaf páskahátíðarinnar í pólska bænum Lyse. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í kvöld klukkan tuttugu boðar bæjarstjórn Borgar- byggðar og sýslumaðurinn í Borgarnesi til íbúafundar. Tilefnið er slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum á dögunum. Fulltrúar frá slökkvilið- um Borgarbyggðar og Borg- arfjarðardala ásamt lögregl- unni fara yfir aðkomu að slökkvi- og björgunarstarfi. Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að fara yfir aðgerð- irnar og reyna læra af reynsl- unni sem slökkviliðið, lög- reglan og íbúarnir hlutu. Allir eru velkomnir á fundinn sem hefst klukkan 21 í Lyngbrekku. Fundur vegna sinubruna SINUBRUNI Farið verður yfir reynslu af sinubrunanum á Mýrum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. PRIMO LEVI (1919-1987), LÉST ÞENNAN DAG „Markmiðin í lífinu eru besta vörnin gegn dauðanum.“ Ítalski efnafræðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi var einn mjög fárra sem komust lifandi úr fangabúðum nasista í Auschwitz. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnlaugur Björnsson frá Grjótnesi, sem lést á Landspítala í Fossvogi föstudaginn 7. apríl verður jarðsunginn í Áskirkju miðvikudaginn 12. apríl og hefst athöfnin klukkan 15. Jarmíla Hermannsdóttir Björn Gunnlaugsson og Eva Guðný Þorvaldsdóttir Herdís Sigurveig Gunnlaugsdóttir og Pétur Bjarnason Hermann Georg Gunnlaugsson og Gunnhildur Þóra Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur Zóphaníasson Hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Tjarnargötu 26, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 3. apríl sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Skjóls 5. hæðar fyrir frábæra umönnun á liðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Þyrí Marta Baldursdóttir Gunnar Snorrason Soffía Kolbrún Pitts David Lee Pitts Elías Bjarni Baldursson Smári Örn Baldursson Elvur Rósa Sigurðardóttir Hafdís Birna Baldursdóttir Einar Hólm Jónsson Sigrún Fjóla Baldursdóttir Arnar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.