Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 25
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA FERMINGAR TILBOÐ O.FL. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast 42 ungmenni í vor. Þar fá börnin sjálf að velja fermingardaginn sinn. Fermingin í Fríkirkjunni er með örlítið öðruvísi áherslum heldur en gerist í þjóðkirkjunni. Séra Ása Björk Ólafsdóttir prestur segir að sérstaða fermingarinnar í Fríkirkjunni í Reykjavík sé helst sú að fermingarbörnin fái sjálf að velja fermingardaginn sinn. „Við erum með átta dagsetningar sem við bjóðum formlega upp á en við getum einnig fermt á öðrum dögum sé óskað eftir því,“ segir Ása og bætir við að þau fermi einnig á haustin og um jólin. Í lok sumars koma fermingarbörnin saman í sérstakan fermingarskóla sem tekur nokkra daga. Krakkarnir koma síðan jafnt og þétt yfir veturinn í fermingarfræðslu allt fram á fermingardaginn. „Við hittum þau ekki alveg eins oft, en við erum lengur í hvert sinn,“ segir Ása Björk en Frí- kirkjan í Reykjavík er fyrsta kirkjan sem hefur þetta fyrir- komulag. Fermingarbörnin velja sjálf versin sín og segir Ása Björk að það sé vinna fyrir þau að finna vers sem standa þeim nærri. Í Fríkirkjunni fermast yfirleitt mjög litlir hópar í einu. „Við fermum fimm stúlkur um næstu helgi og þar sem við erum með risastóra kirkju þá hvetjum við alla fjölskylduna til þess að koma og taka þátt í þessari stund með okkur. Við þurfum ekki að setja reglur um hámarks- fjölda gesta eins og annars staðar.“ Þar sem hóparnir eru litlir gefst þeim kostur á að hafa fermingarfræðsluna einstaklingsmiðaða og persónulega. „Í fræðslunni leggjum við mikla áherslu á mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og boðorðin tíu. Megináhersla okkar er samt á siðferðisleg gildi, náungakærleik og mann- gildi.“ Ása Björk segir að tilgangur fræðslunnar sé að sýna krökkunum að kirkjan sé meira en bara stór bygging. „Kirkjan er samfélag fólks og þeir sem við hittum í lífinu bæði í gleði og sorg eru náungar okkar og það er mikilvægt fyrir þau að vita að kirkjan er til staðar fyrir þau í lífinu.“ Börnin ráða deginum Séra Ása Björk prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík og Sebastían Kristinsson sonur hennar sem fermist í ár. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 11. apríl, 101. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 6.11 13.29 20.49 Akureyri 5.49 13.13 20.40 Brúðarkvöld í Bæjarlindinni eru hafin. Á brúðarkvöldunum geta tilvonandi brúðhjón komið og kynnt sér það nýjasta í vörum og þjónustu frá nokkrum fyrirtækj- um. Kvöldin eru ókeypis og hægt er að fá persónulega ráðgjöf fyrir brúð- kaupið. Nánari upplýsingar má finna á www. brudkaup.is. Danir hafa á að skipa flest- um sálfræðingum miðað við höfðatölu. Sérfræðingar segja þetta vísbendingu um aukna einangrun fólks og að það eigi sífellt erfiðara með að leita til vina og vandamanna eigi það í einhverju sálarstríði. Íslendingar eru í sjöunda sæti hvað varðar fjölda sálfræðinga miðað við höfðatölu. Fermingarveislurflóðið er nú að ná hátindinum. Til þess að verða ekki þurrausinn af veisluspjalli er ágætt að lesa vel yfir blöðin og hlusta á fréttir dagana fyrir ferm- ingarveisluna og rifja upp einn klassískan brandara svo neyðin kalli ekki á enn eina umræðuna um veðrið. ALLT HITT [HEILSA FERMINGAR BRÚÐ- KAUP] LÝÐHEILSUSTÖÐ OG HEILSUGÆSLA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS ÆTLA AÐ STARFA SAMAN Í ÞÁGU BARNA. Fulltrúar Lýðheilsustöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undirrituðu nýlega samstarfssamning til ársins 2010 í þágu barna. Með samstarfssamningnum er ætlunin að efla samskipti stofnananna tveggja en þess utan er markmið með samstarfinu að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum til stuðnings heilsu barna á Íslandi. Miðstöð heilsuverndar barna ber ábyrgð á samningnum fyrir hönd Heilsugæslunnar. Þegar eru hafin nokkur samstarfsverkefni þó ekki hafi verið undirritaður formlegur samningur þar um fyrr en nú. Má þar nefna gerð fræðsluefnis fyrir foreldra um næringu ungbarna, fræðsluefnis fyrir starfsfólk heilsugæslu og um tannvernd ungbarna. Ennfremur er samstarf um gerð fræðslu- og forvarnarefnis fyrir grunnskólabörn og foreldra þeirra, sem skólahjúkrunarfræðingar munu nýta í starfi sínu, og um útgáfu á rannsóknaverkefnum læknanema um lýðheilsu barna á Íslandi. www.heilbrigdisraduneyti.is Samstarf í þágu barna Markmiðið með samstarfinu er að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum til stuðnings heilsu barna á Íslandi. GRÍSKAR SNYRTIVÖRUR MEÐ ÓLÍFUOLÍU Ólífuolía hefur lengi verið notuð við ýmsum húðvandamálum. Olivia-snyrtivörurnar hafa reynst mjög vel þeim sem eru með við- kvæma húð eða exem. HEILSA 3 MEIRI FRÆÐSLU UM LÍFIÐ SJÁLFT Gréta Morthens fermdist síðastliðinn sunnudag. Hún er ánægð með daginn en fannst að fræðslan mætti taka meira mið af lífinu sjálfu FERMING 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.