Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 24
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Þessa dagana berast tíðindi af nið- urstöðum togararalls og gefa niður- stöðurnar til kynna að það verði 15% aflasamdráttur í þorski á næsta ári. Útkoman sýnir berlega að hvorki gengur né rekur með svokallaða uppbyggingu þorskstofnsins. Þessi meinta uppbygging hvílir á mjög veikum grunni líffræðilega sem byggist á því að stór hrygningar- stofn gefi góða nýliðun og að hægt sé að stækka stofn með því að veiða lítið, eins og aðrir þættir komi þar ekki við sögu. Það eru óvart fleiri þættir en veiðar sjómanna sem ráða örlögum fiska. Helstu rök þeirra stjórnmála- manna í kvótaflokkunum Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokki sem neita að skoða fiskveiðistjórnina í nýju ljósi og vilja hjakka áfram í sama gamla farinu er að ekki séu komnar fram endanlegar niðurstöður um stofnstærð þorskins á hafsvæðinu í kringum Ísland. Sagan segir okkur að það getur þurft að bíða nokkuð lengi eftir end- anlegu mati á stofnstærð þorsksins þar sem þess eru nýleg dæmi að stærð á sama þorskstofninum hafi verið margreiknuð upp á nýtt jafn- vel áratugi aftur í tímann. Um síð- ustu aldamót töpuðust nokkur hundruð þúsund tonn út úr þorska- bókhaldinu og var breyttum veiðan- leika kennt um – hvað sem það nú er. Staðreyndir liggja á borðinu um að aflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins og þess vegna er borðliggjandi fyrir stjórn- málamenn eins og Einar Kristin Guðfinnsson, sem hafa um áratuga- skeið boðað breytingar á kerfinu til hins betra fyrir sjávarbyggðirnar, að láta slag standa. Ég batt að einhverju leyti vonir við nýjan sjávarútvegsráðherra, að einhverra jákvæðra breytinga væri að vænta eftir stjórnartíð síðustu tveggja sjávarútvegsráðherra sem störfuðu líkt og um blaðafulltrúa LÍÚ væri að ræða. Svo er ekki. Það er engu líkara en að nýr sjávarútvegsráðherra líti á starf sitt fyrst og fremst sem starf í ein- hverju kerfi og að hann eigi að standa vörð um það þó svo að það skili engu nema skaða fyrir sjávar- byggðirnar, t.d. Bolungarvík, og þjóðarbúið í heild sinni. Það er varla hægt að hugsa sér dapurlegra hlutskipti fyrir nokkurn stjórnmálamann en það sem Einar Kristinn hefur valið sér. Hann hefur reynt að klóra í bakkann með því að benda á að veiðar á nokkrum tugum smáhvela geti riðið baggamuninn. Ástæðan fyrir þessari barnalegu kenningu ráðherra var, að hans sögn, nýjar rannsóknir sem sýndu að þorskur var allt að 15% af æti hrefnunnar og er það víst eitthvað meira en fyrri mælingar sýndu. Áætlað er að hrefnustofninn sé nokkrir tugir þúsunda dýra og þess vegna vandséð að veiðar á nokkur hundruð dýrum hafi umtalsverð áhrif á stærð hrefnustofnsins, hvað þá þorskstofninn. Er ekki kominn tími til að fara að skoða náttúru- fræðina í alvörunni í stað þess að vera ekki með eilífar áhyggjur af nýliðun með friðun á fiski sem hefur ekki æti? Höfundur situr á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn. Karlinn í kerfinu UMRÆÐAN FISKVEIÐAR SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Geir Haarde sagði á fundi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri að við Íslendingar eigum engan annan raunverulegan kost í öryggis- og varnarmálum en að halda áfram „samstarfinu“ við Bandaríkin. Forsætisráðherra situr með hend- ur í skauti og bíður eftir tillögum Bandaríkanna um hvernig vörn- um Íslands skuli háttað. Hvílíkur undirlægjuháttur! Hvaða vit er í því að fela gráð- ugu heimsveldi sjál a sér í árásar- stríð þess í fjarlægum heims- hluta? Ráðamenn hér véluðu okkur undir hervald Bandaríkj- anna með samningum 1949 og 1951 sem stór hluti þjóðarinnar barðist hatramlega gegn í áratugi. En svo má illu venjast að gott þyki – og nú yppa margir öxlum þegar rætt er um stefnu okkar í utanrík- ismálum og láta hrædda ráðherra eina um þau – og vonast eftir að molar hrökkvi af borði herveldis- ins. Hver trúir því að Bandaríkin hafi verið hér með herstöð öll þessi ár til að verja okkur? Nú er alveg ljóst að Bandaríkjaher framfylgir eigin stefnu í eigin þágu, hvað sem íslensk stjórnvöld tauta og raula. Nú vilja þeir hypja sig með helstu hertól sín strax í sumar – til að geta háð fleiri stríð annars staðar á hnettinum. Hall- dór Ásgrímsson, Davíð, Geir og þeir félagar hafa haft þjóðina að fífli í mörg ár og þóst geta með blíðmælgi haldið hertólunum lengur í landinu. Þeir gengu svo langt í þjónkun sinni við heims- veldið að varpa friðarskuldbind- ingum Íslands fyrir róða og ger- ast aðilar að ömurlegu stíði á hendur Asíuþjóðum. Nú sjá flestir (nema Halldór og félagar) hve herfileg og hættuleg sú ráðstöfun var. Þingsályktunartillögur sem vinstri grænir hafa flutt mörg undanfarin ár um að taka frum- kvæði í hermálinu og semja við Bandaríkjamenn um að herinn fari á okkar forsendum, hefðu betur náð fram að ganga. Sam- fylkingin er að hálfu sprottin af Alþýðubandalaginu sem barðist alla tíð gegn hernámi Íslands og veru þess í hernaðarbandalaginu NATO. Í Samfylkingunni varð ofaná sú stefna hægrikrata að vera áfram í NATO og halda dauðahaldi í herstöðvasamning- inn við Bandaríkin. Framsóknar- flokkurinn var lengi klofinn í mál- inu og átti marga öfluga baráttumenn gegn hersetunni, en þær raddir hafa flestar þagnað. Um tíma starfaði hér Þjóðvarnar- flokkur sem barðist fyrst og fremst fyrir sjálfstæðri og frið- samlegri utanríkisstefnu. Nú er svo komið að aðeins einn lítill en öflugur flokkur stefnir markvisst að því að koma landinu úr hernað- arbandalaginu og segja upp her- stöðvasamningnum við risaveld- ið. Vinstri hreyfingin – grænt framboð stefnir ótrauð að frið- samlegri sambúð okkar við þjóðir heims – að endurvekja hlutleysi landsins sem var og er ein af for- sendum sjálfstæðis okkar. Þau okkar sem vilja búa í friðsömu, herlausu landi eiga því ekki annan kost en að fylkja sér um VG og vinna að stefnumálum þess flokks. Hvenær eignast íslensk þjóð forystumenn sem hafa vilja og kjark til að marka þjóðinni sjálf- stæða utanríkisstefnu – á hennar eigin forsendum? Mun hún enn og aftur kjósa yfir sig hrædda Kana- dindla? Eigum við að láta það ger- ast enn einu sinni? Höfundur er líffræðingur og kennari og formaður vinstri grænna á Suðurnesjum. Sjálfstæði - engan aumingjaskap! Það er engu líkara en að nýr sjávarútvegsráðherra líti á starf sitt fyrst og fremst sem starf í einhverju kerfi og að hann eigi að standa vörð um það þó svo að það skili engu nema skaða fyrir sjávarbyggð- irnar, t.d. Bolungarvík, og þjóðarbúið í heild sinni. UMRÆÐAN BROTTFÖR VARN- ARLIÐSINS ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.