Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 56
40 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
8 9 10 11 12 13 14
Þriðjudagur
■ ■ SJÓNVARP
18.30 Mótorsport 2005 á Sýn.
19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.
19.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn
- Fréttaþáttur.
20.00 Skólahreysti á Sýn.
Endurtekinn þáttur um úrslitin í
keppninni.
22.00 Leiðin á HM 2006 á Sýn.
22.25 Súperkross á Sýn.
������
����
������ ����������������
������������������
Hinn margfaldi Íslandsmeistari í borð-
tennis, Guðmundur Stephensen, er á
leiðinni til hinna nýbökuðu sænsku
meistara í Eslövs sem einmitt lögðu
Guðmund og félaga í Malmö í
úrslitaeinvíginu 3-1. Guðmundur
missti af fyrsta leiknum vegna veik-
inda en kom til baka í eina sigri
Malmö þar sem hann vann
tvo leiki.
„Við töpuðum tveimur
leikjum í bráðabana eftir
að staðan hafði verið 4-4.
Það var mjög svekkjandi,
sérstaklega í ljósi þess að
Kínverjinn okkar er líklega
besti leikmaðurinn í deildinni
en óheppnin réð þarna
ríkju,“ sagði Guðmundur við
Fréttablaðið í gær en hann var í minna
formi en ella í úrslitakeppninni vegna
veikindanna.
„Ég er sáttur við mitt hlutskipti í
úrslitakeppninni fyrir utan föstu-
daginn þegar ég tapaði tveimur
leikjum. Það er í fyrsta skipti á
ferlinum sem það gerist,“ sagði Guð-
mundur sem er á leið til Eslövs
en félagið hans Malmö er mjög
illa statt fjárhagslega.
„Sænsku blöðin hlupu í
gönur og eru búin að
blása málið alveg upp.
Þau greindu frá því
að ég væri búinn að
skrifa undir en það er alls
kostar ekki rétt. Ég er aftur á móti
búinn að ræða við liðið og það
eru allar líkur á að ég fari þangað. Mig
langar ekki til að skipta en Malmö segir
okkur að fara annað þar sem félagið sé
mjög illa statt fjárhagslega og verður
ekki með alvöru lið á næsta ári,“ sagði
Guðmundur, en þjálfarinn hans var ekki
sáttur við hann fyrir síðasta leikinn á
sunnudaginn.
„Þetta leit ekki vel út fyrir mig, að ég
væri búinn að skrifa undir hjá félaginu
sem við vorum að keppa við í úrslitun-
um. Þjálfarinn var ekki sáttur við mig,
spurði hvort ég væri búinn að skoða
blöðin í dag, en þegar ég sagði nei henti
hann blaðinu í mig og skellti hurðinni á
eftir sér. En þessi saga var alls ekki rétt
og það er allt í góðu á milli okkar núna,“
sagði Guðmundur sem ætti að skrifa
undir hjá Eslövs í nánustu framtíð.
BORÐTENNISKAPPINN GUÐMUNDUR STEPHENSEN: Á LEIÐINNI TIL SÆNSKU MEISTARANNA Í ESLÖVS
Þjálfarinn grýtti í mig dagblaðinu
HANDBOLTI Alfreð Gíslason var að
tína saman mannskapinn í Magde-
burg þegar Fréttablaðið náði tali
af honum í gær. Alfreð hafði í nógu
að snúast við að safna mönnum
saman, koma þeim á æfingu eða
upp á hótel. Allt leit vel út nema
hvað ekki hafði náðst í Ólaf Stef-
ánsson en fyrir löngu er orðið
þekkt hversu erfitt er að ná í
fyrirliðann í síma.
„Hann hlýtur að skila sér strák-
urinn. Hann gæti þess vegna verið
kominn upp á hótel,“ sagði Alfreð
í gær en landsliðið mun dveljast
við bestu aðstæður í Magdeburg.
Þetta er fyrsti hluti af undirbún-
ingi liðsins fyrir leikina tvo gegn
Svíum í júní.
„Við byrjum á því að láta alla
fara á hlaupabretti til að skoða lík-
amlegt ástand allra leikmannanna.
Ég vil komast að því hvernig
ástandið er á mannskapnum áður
en við leggjum línurnar að því
sem við gerum fram að júnímán-
uði,“ sagði þjálfarinn sem leggur
mikla áherslu á að nýta tímann
vel.
„Við þurfum líka að skoða varn-
arleikinn sérstaklega vel og nú
afbrigði af honum. Það eru nýir
menn að koma inn, til að mynda
Sverrir Björnsson og Vignir Svav-
arsson. Ég mun einbeita mér mikið
að varnarleiknum en hvað sóknar-
leikinn varðar munum við leggj-
ast yfir það hvað við gerum gegn
6-0 vörn. Þetta er það sem ég mun
leggja aðaláherslu á hér í Þýska-
landi,“ sagði Alfeð en liðið mun
æfa vel ytra.
„Við munu æfa þétt, tvisvar til
þrisvar á dag auk þess sem við
tökum fundi inni á milli. Það er
erfitt að ætla sér að keyra upp
þrek hjá leikmönnum þegar maður
hefur bara eina viku en við hitt-
umst einnig til að stilla saman
strengi okkar. Auk þess eru þessir
strákar í góðu formi og því engin
sérstök ástæða til þess að pumpa
upp þolið,“ sagði Alfreð.
„Það er alltaf gott að hitta hóp-
inn og leggja línurnar. Við erum
með nýja menn auk þess sem ég er
nýr í starfi og þá eru strákar í
hópnum sem hafa ekki verið við-
loðnir hann lengi. Við höfum lítinn
tíma og því verðum við að nýta
tímann til hins ýtrasta. Það stefnir
í góða viku hérna úti. Ég geng út
frá því,“ sagði landsliðsþjálfarinn
að lokum. hjalti@frettabladid.is
Ætlum að nýta tímann vel
Íslenska landsliðið í handbolta kom saman í Magdeburg í Þýskalandi í gær þar
sem það verður við æfingar í vikutíma. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari vonast
til að nýta tímann í Þýskalandi sem best fyrir leikina gegn Svíum í júní.
ALFREÐ GÍSLASON Á von á góðri viku í Þýskalandi þar sem landsliðshópurinn mun dveljast
í góðu yfirlæti í eina viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Keflvíkingar duttu í
lukkupottinn þegar dregið var í
InterToto-keppninni í gær en and-
stæðingar þeirra verða frá Norð-
ur-Írlandi. Ekki er ljóst hvaða lið
það verður sem mætir Keflavík í
tveimur leikjum, en liðið sem
lendir í fjórða sæti í deildakeppn-
inni þar hreppir hnossið. Fyrri
leikurinn fer fram þann 18. júní í
Keflavík en sá síðari ytra, viku
síðar.
Í annarri umferð yrði andstæð-
ingurinn svo Lilleström frá Nor-
egi og þriðja umferðin býður upp
á stórleik gegn ensku liði, Black-
burn, Everton eða Middlesbrough
þar sem spilað er um sæti í UEFA-
bikarnum.
„Ég er mjög ánægður með
þetta. Við eigum möguleika á að
komast áfram og við gerum allt til
að tryggja okkur flugið til Osló.
Það væri síðan alveg frábært að
koma til Englands en það er enn
langur vegur þangað,“ sagði
Kristján Guðmundsson, þjálfari
Keflavíkur, við Fréttablaðið í gær.
„Vissulega munum við setja
púður í þessa keppni. Ég verð að
viðurkenna að ég hef nokkrar
áhyggjur af því að þetta trufli
Landsbankadeildina, þetta gerir
það alltaf. Þetta er spurning
hvernig við tæklum þetta, það
þarf að beita sér í því að hafa
hugsunina rétta,“ sagði Kristján.
Keflvíkingar komu frá Spáni á
laugardaginn en þar voru þeir
með þrjá erlenda leikmenn á
reynslu. „Við sendum einn strax
heim en erum enn að skoða hina
tvo. Við tökum örugglega ekki
báða en það er möguleiki á að við
tökum annan án þess að það sé
öruggt,“ sagði Kristján en um er
að ræða rúmenskan miðvörð og
Ástralann Daniel Severino sem er
fjölhæfur miðjumaður og góður
vinur Buddy Farah sem er kominn
til Keflavíkurliðsins.
- hþh
Keflavík mætir liði frá Norður-Írlandi í fyrstu umferð InterToto-keppninnar:
Ætlum að setja púður í þetta
ISSA ABDULKADIR Í leik með Keflavík í
Evrópukeppninni í fyrra gegn þýska liðinu
Mainz.
> Stefán undir feldi
Landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik,
Stefán Arnarson, staðfesti við Fréttablað-
ið í gær að Haukar hefðu haft samband
við sig. Haukar leita að þjálfara fyrir
kvennalið félagsins en Guðmundur
Karlsson hefur sem kunnugt er látið af
störfum. Stefán sagðist liggja
undir feldi og myndi ekki
svara Haukum fyrr en eftir
páska. Hann væri að íhuga
ýmsa hluti og þar á meðal
hvort hann vildi hella sér
út í þjálfun á fullu á
nýjan leik.
Enn bætist í hóp Þróttara
Þróttarar eru ekki hættir að sanka að
sér leikmönnum en tveir nýir menn
hafa skrifað undir samninga hjá liðinu.
Andrés Vilhjálmsson kemur til Þróttar
frá ÍA og Þórður Hreiðarsson frá Val.
Þar með hafa Þróttarar bætt við sig níu
leikmönnum frá síðasta sumri en liðið
hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og
misst marga lykilmenn.
KÖRFUBOLTI Guðjón Már Þorsteins-
son hefur ákveðið að bjóða sig
fram til formanns Körfuknatt-
leikssambands Íslands. Ólafur
Rafnsson mun láta af embætti á
næsta ársþingi en hann sækist nú
eftir forsetastóli ÍSÍ. Auk Guð-
jóns hefur Hannes Jónsson boðið
sig fram til formanns, sem hann
kynnti með öllu hefðbundnari
hætti en Guðjón.
Í stað þess að senda yfirlýs-
ingu sína til fjölmiðla, eða í það
minnsta KKÍ, birti Guðjón yfir-
lýsingu sína á spjallborði íþrótta-
vefsins Sport.is þar sem Guðjón
útlistar áhuga sinn á íþróttum og
stjórnarstörfum. Guðjón er
stjórnarmaður í KKÍ og hefur
mikla reynslu af stjórnunarstörf-
um.
„Ef mér tekst að ná for-
mennsku þá mun ég gefa mig
allan í starfið og vinna náið með
öllum sem áhuga hafa á. Fyrir
mér eru allir jafnir, og ekkert er
svo lítið að það skipti ekki máli í
heildarmyndinni,“ sagði Guðjón
meðal annars í yfirlýsingu sinni.
- hþh
Formannsefni KKÍ:
Guðjón býður
sig fram
KÖRFUBOLTI Bandaríkjamaðurinn
A.J. Moye er gríðarlega eftirsótt-
ur af liðum í Evrópu en hann vill
helst vera áfram í Keflavík. Moye
skoraði 28,9 stig að meðaltali í leik
með Keflavík í vetur og var besti
maður liðsins sem hrósaði sigri í
deildarkeppninni.
„Eðlilega hafa mörg lið sýnt
honum áhuga, héðan og þaðan. Það
er fullt af liðum í Evrópu sem hafa
spurst fyrir um hann en hann er
ekkert að stressa sig á hlutunum
og vill helst af öllu vera áfram í
Keflavík. Hann á marga kosti í
stöðunni og á klárlega eftir að
gera eitthvað gott,“ sagði Sigurð-
ur Ingimundarson, þjálfari liðs-
ins, við Fréttablaðið í gær.
Sigurður sagði jafnframt að
hann væri ekki ákveðinn hvort
hann hygðist þjálfa Keflavíkurlið-
ið áfram en hann ætlaði að taka
ákvörðun um það á næstunni. - hþh
A.J. Moye:
Vill vera áfram
hjá Keflavík
AJ MOYE Hefur leikið frábærlega fyrir
Keflavík í vetur. Þrátt fyrir vilja sinn að vera
áfram hjá Keflavík er alls óvíst að svo verði
þar sem margir hafa áhuga á honum þessa
dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM