Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 3
Niðurstöður breskrar rann-
sóknar sýna að konur fitna
eftir að þær hefja sambúð
en karlar taka upp á því að
grennast.
Nýlega var gerð rannsókn á
vegum Newcastle-háskóla í Bret-
landi þar sem rannsökuð voru
áhrif sambúðar á mataræði og
holdafar kvenna.
Niðurstöðurnar, sem birtust í
tímaritinu Complete Nutrition,
sýndu að konum hættir til að fitna
og borða óhollari mat þegar þær
hefja sambúð með unnusta sínum.
Þessu er öfugt farið með karlmenn
en í flestum tilfellum tileinka þeir
sér heilsusamlegra líferni eftir að
þeir hefja sambúð.
Vísindamennirnir telja að þetta
stafi af því að fólk lagar sig að
matarvenjum nýs sambýlings.
Þegar konur hefja sambúð eykst
hlutfall fitu og sykurs í mataræði
þeirra en karlarnir seilast frekar í
léttari og heilsusamlegri mat og
borða meira af ávöxtum og græn-
meti.
Sambærileg rannsókn, sem
gerð var í Bandaríkjunum, sýndi
að konur juku kjötneyslu eftir að
þær hófu sambúð en karlar drógu
úr henni. Önnur bandarísk rann-
sókn sýnir einnig að konum hætt-
ir til að fitna eftir að þær hafa
gengið í hjónaband en léttast aftur
þegar þær skilja.
Frétt fengin af www.bbc.com.
Konur bæta á sig
kílóum í sambúð
Eftir að par hefur sambúð laga einstaklingarnir sig að mataræði hvors annars.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Ragna Rut Magnúsdóttir heildsali flytur inn
Olivia húð- og hársnyrtivörur frá Grikklandi.
Ragna kynntist Olivia-snyrtivörunum þegar hún var
úti á Grikklandi í fyrrasumar og varð strax mjög hrif-
in af þeim. „Ég hef alltaf haft mikla trú á ólífuolíu og
svo rakst ég á þessar vörur og þær voru svo ótrúlega
góðar að ég ákvað að prófa að flytja þær inn,“ segir
hún.
Olivia-vörurnar eru seldar í verslunum Hagkaupa,
Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Heilsubúðinni í Hafn-
arfirði og Samkaupum í Njarðvík. „Vörurnar komu á
markaðinn í desember og hafa alveg slegið í gegn
enda eru þær mjög góðar og sérstakar vegna ólífuolí-
unnar,“ segir Ragna.
Ragna segir að Olivia-vörurnar henti öllum sem
vilja hugsa vel um hárið og húðina. „Vörurnar hafa til
dæmis reynst mjög vel þeim sem eru með viðkvæma
húð eða exem og þess háttar enda hefur ólífuolía lengi
verið notuð við ýmsum húðvandamálum.“
Grískar snyrtivörur með
ólífuolíu fyrir viðkvæma húð
Olivia-snyrtivörurnar hafa slegið í gegn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ragna Rut hefur mikla trú á ólífuolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÚTSALA
verslun