Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 16
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu hittust á hádegi í gær og hófu vorhreinsun sveitarfélaganna þetta árið. Þeir hvetja almenning til að hreinsa opin svæði í götum sínum og hverfum. 5.hver vinnur! Þú sendir SMS skeyt ið BT FBT á númerið 1900 Þú færð sp urningu. Þú svarar m eð því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 19 00. +DVD pakki 67. 588119. 988215. 988 Dregin út 28.apríl Dregin út 21.apríl D regin út 12.apríl 0kr0kr0kr S M S LE IK UR ! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. „Nýliðnir páskar hafa verið eins og þeir gerast hvað bestir og verða lengi í minnum hafðir enda yndislegir í alla staði,“ segir Helgi Pétursson, almannatengslafulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Helga þekkja allflestir landsmenn enda hefur hann komið víða við á ferli sínum og gert strandhögg í flestu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Liðtækur og vinsæll laga- höfundur og söngvari með Ríó tríói, blaðamennsku stundaði hann um hríð auk annarra starfa í fjölmiðlum og hann lét til sín taka í borgarmálum Reykjavíkur sem borgarfulltrúi á tímabili. Páskarnir voru Helga sérstaklega eftirminnilegir. „Fyrir utan páskana sjálfa og hátíðina sem var dásamleg eins og jafnan þá var ég að gifta eldri dóttur mína, Bryndísi, á laug- ardaginn.“ Bryndís gekk að eiga liðsforingja úr verkfræðideild danska hersins og segist Helgi ánægður með tengdasoninn. „Hann heitir Martin sá ágæti drengur. Það komu þrjátíu gest- ir frá Danmörku til að vera viðstaddir athöfnina, þ.á.m. sex félagar hans úr hersveitinni sem stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna, í fullum skrúða með brugðna branda. Það vakti eðlilega mikla athygli og olli nánast umferðaröngþveiti fyrir utan Dómkirkjuna.“ En það voru fleiri en brúðguminn og gestir hans sem brugðu fyrir sig dönskunni á laugardag- inn. „Séra Jakob Hjálmarsson vígði og gerði það með miklum bravúr á þessari fínu dönsku, og auðvitað íslensku líka. Hann átti ekki í miklum vandræðum með að skipta á milli tungumála.“ Og það voru fleiri tilefni til að gleðjast. „Fimm mánaða sonur þeirra hjóna var skírður við athöfnina upp úr þessum fræga skírnar- fonti Bertels Thorvaldsen og fékk nafnið Símon Karl. Síðan voru auðvitað fjölmenn veisluhöld í Elliðaárdalnum.“ Helgi er því ánægður með páskana þetta árið. „Ég fékk reyndar ekkert páskaegg í þetta sinn en því meira af stórsteikum og meðlæti alla helgina.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HELGI PÉTURSSON ALMANNATENGSLAFULLTRÚI Páskar eins og þeir gerast bestir Ekkert að óttast „Framsóknarflokkurinn fær alltaf meira fylgi í kosning- um heldur en í könnunum og þess vegna er ég ekki hrædd við þessa niður- stöðu.“ GERÐUR JÓNSDÓTTIR, FRAMSÓKN- ARKONA Á AKUREYRI, UM LÉLEGA ÚTKOMU FLOKKSINS Í SKOÐANA- KÖNNUN. FRÉTTABLAÐIÐ. Er hægt að fá bretti? „Ég er með lægsta tóbaks- verð í landinu fyrir þá sem kaupa í kartonavís.“ SIGURÐUR LÁRUSSON, KAUPMAÐ- UR Í HAFNARFIRÐI, UM KOSTNAÐ- ARAUKA GREIÐSLUKORTANOTKUN- AR. MORGUNBLAÐIÐ. SNYRT TIL Lúðvík mundar sögina á tröllvax- ið grenitréð. HAFÐU ÞIÐ HÆGAN Ragnheiður rekur Gunnari létt axlarhögg meðan hann og Jónmundur máta hanskana. „Já ég tel að þetta verði mjög gott sumar,“ segir Ágústa Edda Björnsdótt- ir, íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu þegar hún er spurð hvort hún telji að sumarið verði gott. Hún segist ekki byggja það álit sitt á einhverju sérstöku veðurfræðilegu innsæi held- ur almennri eðlislægri bjartsýni. Ágústa er þó ekki þeirrar skoðunar að sumarið hefjist strax í dag, sumar- daginn fyrsta. „Nei, það er nú ennþá eitthvað í að það hefjist fyrir alvöru.“ Veturinn fór ekki í taugarnar á Ágústu, enda bjartsýn eins og áður sagði. „Hann var ekkert sérstaklega slæmur, það var komið hálfgert vor í febrúar en svo kom smá bakslag eins og alltaf. En á heildina litið var þetta alls ekki slæmur vetur.“ SJÓNARHÓLL VERÐUR SUMARIÐ GOTT? Já ÁGÚSTA EDDA BJÖRNSDÓTTIR íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Vorhreinsunin hafin með látum Bæjarstjórarnir voru glað-beittir þegar þeir hittust í garðinum í Goðalandi 11 í Fossvoginum í Reykjavík, en útreikningar sérfróðra manna benda til að það hús standi í miðju höfuðborgarsvæðisins. Guðmund- ur Gunnarsson, bæjarstjóri Álfta- ness, Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Sel- tjarnarness, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, voru öll klædd í sam- ræmi við verkefnið, vel skóuð og í góðum peysum eða úlpum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs var í vinnufötunum sínum, skyrtu með bindi og á lakk- skóm. Vorhreinsunin hefst með form- legum hætti á morgun og stendur í viku. Á því tímabili munu starfs- menn sveitarfélaganna leggja garðeigendum lið og fjarlægja greinaafklippur og annan garða- úrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Jafnframt eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi, til dæmis með því að efna til sameiginlegrar hreinsunar opinna svæða í sinni götu eða sínu hverfi. Bæjarstjórarnir göntuðust við garðverkin. Neri hver hinum því um nasir að greinilegt væri að þeir hefðu aldrei komið nálægt garðstörfum og þar fram eftir göt- unum. Þeir sem þurftu að þola skensið svöruðu svo fyrir sig með því að taka hressilega til hend- inni. Guðmundur Einarsson raf- virkjameistari hjá Ríkisútvarpinu býr í Goðalandi 11 og fylgdist með aðförum bæjarstjóranna. Hann hugsar vel um garðinn sinn og hafði svo sem unnið vorverkin að mestu en eftirlét gestum sínum að vinna í tilteknu beði. Þeir áttuðu sig ekki alveg og fyrr en varði voru þeir farnir að stinga upp beð sem var þess albúið að taka á móti sumrinu. „Þetta verður allt í lagi,“ sagði Guðmundur og hafði ekki áhyggjur af framtíð garðsins þrátt fyrir að aðfarirnar væru svona og svona. Íbúar Fossvogsins hugsa alla jafna vel um garðana sína og virð- ast þeir flestir með græna fingur. „Ég held að fólk hér hafi almennt mikinn áhuga á að hafa garðana sína fína,“ segir Guðmundur og bætir við að allur gróður vaxi mjög hratt í Fossvoginum enda skjól- sælla þar en víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Það voru honum hins vegar nýjar fréttir að hann byggi í miðju höfuðborgarsvæðisins, svo að segja í nafla alheimsins. „Ég hélt alltaf að ég byggi einhvers staðar í austurbænum,“ sagði hann og hló. Steinunn Valdís virtist á heima- velli í garðinum en sagði að hennar grænu fingur takmörkuðust við grænmetis- og kryddjurtaræktun. „Ég legg metnað minn í garðjurt- irnar í stað blómanna og er með fjóra matjurtakassa í garðinum mínum.“ Hún segist bjartsýn á að íbúar höfuðborgarsvæðisins taki hvatningu bæjarstjóranna vel og ráðist í vorverkin og safni auk þess saman ruslinu sem jafnan safnast upp. „Ruslið virðir ekki bæjarmörk og þess vegna erum við saman í þessu.“ bjorn@frettabladid.is BROSA SVO Jónmundur, Ragnheiður, Gunnar, Lúðvík, Steinunn, Guðmundur og Gunnar tóku sig vel út með garðverkfærin. KLIPPT, SKORIÐ OG STUNGIÐ Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Sel- tjarnarness, tóku til hendinni í beðinu hjá Guðmundi rafvirkjameistara í Goðalandinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fylgdist hlæjandi með. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.