Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 28
20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hrokafull þjóð
John Vinecour, fastur pistlahöfundur í
International Herald Tribune, er á því
að mishljómun sé í fregnum frá Íslandi.
Grein hans í blaðinu í fyrradag hefst á
því að liðið hafi þrjár vikur frá því að
stjórn Bush tilkynnti að Bandaríkjaher
væri á förum frá Íslandi þar til hún færði
þjóðinni 200 bækur um öryggis- og
varnarmál sem tákn um að hún yrði
ekki skilin eftir varnarlaus. Eftir mikið
hagvaxtarskeið beri efnahagslífið nú
merki uppdráttarsýki með verð-
bólgu og gengisfalli
krónunnar. Þetta sé
sagan um það þegar
vondir-hlutir-gerast-
hjá-góðu-fólki. Þótt
brotthvarf hersins
og niðurstreymið í
efnahagslífinu séu
óskyld fyrirbrigði leyni
sér ekki dulinn skyldleiki þeirra. Hrokinn
hafi náð til Íslands.
Vansæl þjóð
John Vinecour heldur áfram og telur
íslensku einkennin vera víti til varnaðar.
Þau séu raunveruleg. Íslenski utanrík-
isráðherrann hafi sagt sér að hann hafi
rætt við ráðamenn á Norðurlöndum,
Frakklandi og Þýskalandi um einhvers
konar vernd eða varnir. Þess utan virðist
sem Ísland verði jafnvel að þreifa fyrir
sér með að innleiða evru í stað krón-
unnar. „Fyrir þjóð sem lengi hefur
haft þá mynd af sér að búa við
þægindi og kosti þess að hafa
tengsl bæði við Evrópu og
Bandaríkin, en haldið báðum
í hæfilegri fjarlægð, er þetta
ekki sú framtíð sem hún
óskaði sér: Banda-
ríkjamenn farnir
og horfur um áframhaldandi sjálfstæði
verði fólgnar í bænarskjali um aðild að
Evrópusambandinu sem minnsta og
óhamingjusamasta aðildarþjóðin.“
Verðbólga með vilja?
Hátt húsnæðisverð og ört hækkandi
eldsneytisverð ræður mestu um vaxandi
verðbólgu og rýrnandi kjör landsmanna
sem stendur. Hvort tveggja er nokkuð
sem stjórnvöld geta haft áhrif á. Annars
vegar með því að fella brott verð á
fasteignum þegar lagður er kvarði á
verðbólguna. Hins vegar hafa stjórnvöld
í hendi sér að hafa skatta á eldsneyti
breytilega sem sveiflujafnandi stýritæki.
Ekkert er sjálfsagt við það að tekjur rík-
issjóðs hækki um tíu milljarða úr vösum
almennings bara fyrir vopnaglamur
Bush gagnvart Íran og vaxandi
eftirspurn eftir olíu í Kína.
johannh@frettabladid.isUmræður um stöðugleika í efnahagsmálum hafa eðlilega tekið mið af þeim óróleika sem verið hefur á fjármála-markaði síðustu vikur. Lækkun á gengi krónunnar hefur
eðlilega vakið upp spurningar um framhaldið.
Því verður ekki haldið fram að þessar hræringar hafi verið
ófyrirsjáanlegar. Það sem meira er: Þær eru fullkomlega eðli-
legar og nauðsynlegar.
Sannleikurinn er sá að það ástand sem var fyrir hræringarn-
ar var óeðlilegt. Það var dæmi um ójafnvægi sem ekki gat stað-
ist til lengdar. Sú lækkun sem orðið hefur á gengi krónunar er
að færa efnahagslífið nær eðlilegu jafnvægi.
Kaupmáttur launa hefur aukist meir en í samkeppnislöndun-
um og umfram það sem leiða má af aukinni verðmætasköpun.
Ástæðurnar eru margvíslegar og ábyrgðin liggur víða. Að hluta
til má jafnvel tengja hana áhættuleikurum á erlendum fjár-
málamörkuðum. En afleiðingin var ójafnvægi sem hlaut að
leiðréttast fyrr en síðar.
Einn maður hefur öðrum fremur verið iðinn við kolann að
benda stjórnvöldum á hvað betur megi fara varðandi ýmsa
þætti er til þeirra friðar heyrir að þessu leyti. Slík aðvörunar-
orð eru sjaldan til stundarvinsælda fallin. Það er meðal annars
vegna þess að þau fela í sér andmæli við launahækkunum sem
jafnan má finna réttlætingu fyrir.
Þessi maður er Einar Oddur Kristjánsson. Hann var á sínum
tíma höfuðsmiður svonefndrar þjóðarsáttar í kjarasamningum
árið 1990 ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni. Það samkomulag
var grundvöllur sjö ára pólitískrar stöðugleikastefnu í efna-
hagsmálum.
Árið 1986 var fyrsta tilraunin gerð síðan 1963 til þríhliða
samkomulags af þessu tagi milli ríkisvaldsins og beggja aðila
vinnumarkaðarins með skattalækkunum. Sú tilraun tókst ekki
sem skyldi, einkum vegna þess að skattar á bílum voru lækkað-
ir of mikið. Það leiddi til þenslu og óraunhæfs gengis krónunn-
ar.
Nokkuð fráhvarf varð frá stöðugleikastefnunni árið 1997. Þá
voru gerðir opinberir kjarasamningar sem ekki var full inni-
stæða fyrir og gengi krónunnar var í framhaldinu haldið uppi
með handafli um nokkurn tíma. Það leiddi til óhjákvæmilegra
leiðréttinga síðar.
Síðan var gengi krónunnar látið fljóta og Seðlabankanum
falið að halda niðri verðbólgu með peningamarkaðsaðgerðum.
Það þýðir vaxtahækkunum. Í alþjóðlega opnu hagkerfi er það
mikil áraun. Þess var ekki að vænta að þetta eitt nægði til þess
að halda jafnvægi.
Ríkissjóður hefur sannarlega verið rekinn með meiri afgangi
en ríkissjóðir samkeppnislandanna. Í því samhengi verður hins
vegar að hafa í huga að sá tekjuafgangur á fyrst og fremst
rætur í viðskiptahallanum, en hann er ekki alfarið raunhæfur
tekjugrundvöllur til framtíðar.
Næstum þrír hlutar af hverjum fjórum í útgjöldum ríkis-
sjóðs eru laun. Einar Oddur hefur sennilega lært það af sam-
eiginlegri reynslu með Guðmundi J. Guðmundssyni að launa-
hækkanir sem ekki eru reistar á krónum sem raunveruleg
verðmætasköpun stendur að baki þjóna ekki hagsmunum
þeirra sem lægst hafa launin þegar til lengdar lætur.
Þessi næmi skilningur á forsendum stöðugleikastefnunnar
og náin kynni við þá sem eldurinn brennur heitast á eru ugg-
laust hvatinn að aðvörunarræðum þingmannsins. Bæði reynsla
og rök sýna að þær eru gildar.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Stöðugleiki í efnahagsmálum:
Einar Oddur
Vinur minn einn sagði mér fyrir
mörgum árum söguna af því,
þegar hann var úti í garði einu
sinni sem oftar að leika sér barn
að aldri og mamma hans stóð yfir
pottunum inni í eldhúsi að útbúa
hádegisverðinn handa þeim. Nema
þá sá hann skyndilega skærbjart-
an blossa, svo bjartan, að hann sá
ekki handa sinna skil, og heyrði
síðan háan hvell, svo háan, að hann
hefur æ síðan búið við skerta
heyrn á öðru eyra.
Þetta var í Varsjá, árið var
1944.
Þýzk herflugvél hafði varpað
sprengju á húsið, eitt brotið hæfði
móður drengsins og dró hana til
dauða. Faðir drengsins var gyð-
ingur, en hafði tekið kaþólska trú
móðurinnar og meira að segja
skipt um nafn til enn frekara
öryggis. Heimilisfaðirinn reyndi
að skýla fjölskyldunni með því að
búa sjálfur í öðrum borgarhluta.
Móðir og sonur höfðu komið fáein-
um sinnum að heimsækja föður-
inn; syninum var uppálagt að þéra
pabba sinn til að vekja ekki grun-
semdir hnýsinna nágranna um
blóðbönd. Fjölskyldan átti það
samt á hættu, að upp kæmist um
gyðinglegan uppruna föðurins. Þá
hefðu þau öll verið send til
Auschwitz. Og nú stóð drengurinn
uppi móðurlaus. Hann var átta
ára.
Faðirinn komst ekki frá Pól-
landi, landið var lokað, en hann
lét smygla drengnum norður yfir
Eystrasaltið til Svíþjóðar, og þar
var honum fyrst um sinn komið
fyrir á munaðarleysingjahæli og
síðan í heimavistarskóla hjá
kaþólskum nunnum í Stokkhólmi.
Fyrsta daginn í skólanum var
drengurinn leiddur inn í átta ára
bekk, mállaus og nær lamaður af
angist: augu allra barnanna í
bekknum hvíldu á honum. Hann
greip hönd kennslukonunnar í
hjálparlausu fáti og þrýsti að
vörum sér og kyssti hana. Þetta
var pólsk kurteisi. Börnin
sprungu úr hlátri. Umkomuleys-
inginn átti þá ósk heitasta, að
gólfið - nei, jörðin! - gleypti hann.
Á þeirri stundu tók hann ákvörð-
un: hann einsetti hann sér, að
hann skyldi læra mál hinna,
sænsku - svo vel, að enginn skyldi
hlæja að honum.
Sex eða sjö árum síðar skrifaði
hann ritgerð um reynslu sína, rit-
gerð, sem hann átti í einu snjáðu
vélrituðu handriti og sýndi nánum
vinum sínum, ef tilefni gafst. Rit-
gerðin heitir Hvers vegna? Hún er
neyðaróp fimmtán ára unglings
frammi fyrir vonzku heimsins og
lýsir níðingsverkum nasista í Pól-
landi og öðrum hörmungum af
sjaldgæfum sjónarhóli. Ritgerðin
er skrifuð á fegurri sænsku en
flestir innfæddir Svíar hafa á
valdi sínu.
Höfundurinn heitir Marian
Radetzki og er einn helzti hagfræð-
ingur Svía. Hann hefur nú sent frá
sér sjálfsævisögu (Sverige,
Sverige! Fosterland?, 2005). Þar
raðar hann saman sögunum úr for-
tíð sinni og fjölskyldu sinnar eins
og perlum á band og birtir nú í
fyrsta skipti bernskuritgerð sína.
Hún er ekki síður áhrifamikil á
prenti nú en hún var fyrir mörgum
árum í fölnuðu handriti höfundarins.
En fortíðin er samt ekki aðalefni
bókarinnar eða helzta áhugamál
höfundarins, heldur framtíðin.
Hann útmálar fyrir lesendum
sínum mikilvægustu ákvörðun ævi
sinnar: að ná valdi á tungu fóstur-
landsins nýja og semja sig að siðum
þess til að eiga það síður á hættu að
hafna utan garðs í samfélaginu.
Þessi boðskapur Radetzkis á
brýnt erindi við marga nýbúa Sví-
þjóðar og annarra Evrópulanda,
því að margir þeirra lifa eins og í
eigin heimi, einangraðir að kalla
frá heimamönnum. Evrópa er
bræðslupottur ekki síður en
Bandaríkin: hlutfall nýbúa í íbúa-
fjöldanum er nú orðið svipað á
báðum stöðum. Munurinn er sá, að
Bandaríkin hafa verið bræðslu-
pottur frá fyrstu tíð. Evrópa er
annað mál: þar búa ólíkar þjóðir
hver á sínum stað og hafa gert um
aldir og árþúsundir, og þær hafa
ekki langa reynslu af því að taka
við nýbúum víðs vegar að. Evrópu
er að því skapi meiri vandi á hönd-
um en Bandaríkjunum í samskipt-
um við nýbúa. Þeim mun brýnni er
boðskapur Radetzkis til nýbúanna:
Lærið málið! Temjið ykkur siði
heimamanna! When in Rome, do
as the Romans do!
Radetzki tekur í rauninni undir
með Snorra Hjartarsyni, þar sem
skáldið segir: „Land þjóð og tunga,
þrenning sönn og ein, þér var ég
gefinn barn á móðurkné.“ En
móðurmissir og föðurlands þarf
ekki að dæma menn úr leik á
nýjum stað, ef þeir skilja nauðsyn
þess að breiða út faðminn á móti
nýju landi, nýrri þjóð, nýrri tungu.
Einmitt þetta er höfuðstyrkur
Bandaríkjanna. Af þessu getur
Evrópa lært. Og Ísland. Við öll.
Land, þjóð og tunga
Í DAG
AÐLÖGUN
INNFLYTJENDA
ÞORVALDUR
GYLFASON
Evrópa er bræðslupottur ekki
síður en Bandaríkin: hlutfall
nýbúa í íbúafjöldanum er nú
orðið svipað á báðum stöðum.
Munurinn er sá, að Bandarík-
in hafa verið bræðslupottur frá
fyrstu tíð.
Skeifan 4
S. 588 1818
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.