Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 80
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR64 FÓTBOLTI Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er efstur á óska- lista spænska stórliðsins Real Madrid fyrir sumarið ásamt bras- ilíska sóknarmanninum Adriano hjá Inter Milan. Þetta var haft eftir Benito Floro, yfirmanni knattspyrnumála hjá Real, í gær en fyrir skemmstu afhenti hann forsetanum, Fernando Martin, formlega lista sem innihélt nöfn þeirra leikmanna og þjálfara sem hann vildi helst sjá hjá félaginu á næstu leiktíð. „Ég hef mælt með því til for- seta félagsins að kröftugur fram- herji, eins og Adriano, og heims- klassa miðjumaður, sem gæti leyst Zinedine Zidane af hólmi, verði í forgangi þegar kemur að leikmannakaupum í sumar. Gerr- ard er á þessum lista en hann er leikmaður sem við höfum áður reynt að fá til okkar,“ sagði Floro. Zidane á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Real en er með klásúlu í honum þar sem segir að hann megi fara í sumar óski hann eftir því. Franski landsliðsmað- urinn hefur áður sagt að hann muni taka ákvörðun um næstu leiktíð eftir HM í sumar, en fari svo að hann yfirgefi félagið má telja líklegt að forráðamenn Real geri allt sem í sínu valdi stendur til að klófesta Gerrard. Þá staðfesti Floro að Bernd Schuster, fyrrverandi landsliðs- maður Þýskalands og núverandi þjálfari Getafe á Spáni, kæmi til greina sem þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Nafn Schusters er að finna á þessum lista því hann er þjálfari sem þekkir vel spænskar knattspyrnu.“ - vig Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid birtir óskalistann fyrir sumarið: Steven Gerrard er efstur á blaði STEVEN GERRARD Er enn og aftur undir smásjánni hjá stórliði Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES ÍSHESTAR - NÝ UPPLIFUN SUMAR REIÐSKÓLI - INNRITUN HAFIN HESTAMIÐSTÖÐ ÍSHESTA Í HAFNARFIRÐI BÝÐUR UPP Á FJÖLBREYTTA FJÖLSKYLDUSKEMMTUN OG Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI “ GÆLUDÝRAKEPPNI ”. DAGSKRÁ HEFST KLUKKAN 13:00. ALLIR VELKOMNIR. SUMARDAGURINN FYRSTI. Lokahóf KKÍ á morgun: Marciulionis heiðursgestur SARUNAS MARCIULIONIS Verður heiðurs- gestur á lokahófi KKÍ annað kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Frábært tímabil hjá Bar- celona er í augsýn en liðið er með aðra höndina á spænska titlinum og hina á úrslitaleik Meistara- deildarinnar. Liðið sýndi og sann- aði hvers það er megnugt með 1-0 sigri á AC Milan á San Siro, einum allra erfiðasta útivelli í Evrópu. Ludovic Giuly skoraði sigurmark- ið eftir undirbúning Ronaldinho, en hann átti þá snilldarlega send- ingu inn fyrir vörn Milan. „Við spiluðum frábæran leik. Við náðum að nýta okkur plássið sem okkur var gefið, sem þýddi að við lékum vel. Það eru þó enn níu- tíu mínútur eftir af einvíginu og við megum ekki gleyma okkur. Við þurfum að halda áfram að virða Milan þar sem það er frábært lið. París er enn ekki í augsýn, ég sé bara Camp Nou og sterkt Milan liðið,“ sagði Ronaldinho eftir leik- inn en hann spilaði frábærlega og uppskar lófaklapp frá stuðnings- mönnum Milan þegar hann var tekinn af velli undir lok leiksins. Fyrirliðinn Carles Puyol stjórn- aði vörn Barcelona af stóískri ró og sinni alkunnu snilld. Puyol fékk gult spjald í leiknum og á í hættu að missa af úrslitaleiknum, fái hann gult spjald í síðari leiknum og Barcelona komist áfram. „Þetta var sigur liðsheildarinn- ar en við vitum að það er einn leik- ur eftir gegn einu af sterkustu liðum Evrópu. Ég held áfram mínu striki, ég veit hvað við þurfum að gera til að komast áfram. Ef ég þarf að brjóta af mér í síðari leikn- um þá geri ég það, ég geri allt til þess að liðið vinni, jafnvel þó svo að ég gæti misst af úrslitaleikn- um,“ sagði Puyol. - hþh Leikmenn Barcelona eru niðri á jörðinni þrátt fyrir frækinn sigur á AC Milan: París enn ekki í augsýn Börsunga SNILLDARTAKTAR Ronaldinho sýndi á tíðum frábær tilþrif í leiknum á þriðjudag- inn eins og búast mátti við af brasilíska snillingnum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Einar býr í strandbæn- um Torrevieja við Miðjarðarhafið og spilar með samnefndu liði sem er í tíunda sæti spænsku úrvals- deildarinnar, í þéttum pakka sem er að berjast um Evrópusæti. Einar var á rölti um þennan líflega bæ í tuttugu stiga hita þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær en íbúafjöldi hefur sexfaldast í Torrevieja á undanförnum árum en vinsælt er að kaupa sér íbúðir á svæðinu. Einar var markahæsti leikmað- ur liðsins fyrir jól en er nýstiginn upp úr liðþófameiðslum sem héldu honum utan vallar í átta vikur. Klúbburinn er ekki stór en hefur þó byggt nýja keppnishöll með glæsilegri aðstöðu. Þrátt fyrir það lítur allt út fyrir að Einar sé á förum frá Spáni. „Ég hef takmarkaðan áhuga á að vera hérna áfram. Þjálfarinn er hálf furðulegur og klúbburinn er það einnig. Þeir borga mánaðar- lega en allt annað situr á hakan- um. Ég er nokkuð viss um að ég verði ekki hérna áfram,“ sagði Einar sem verður laus allra mála í sumar og er líklegt að hann fari aftur til Þýskalands þar sem hann lék með Wallau við góðan orðstír í þrjú ár. „Ég talaði við forráðamenn Minden, þeir lýstu yfir áhuga sínum á mér en við ræddum ekki mikið meira en það þar sem þetta var hvorki staður né stund. Þeir ætla að hafa samband við mig aftur fljótlega en það er greinilegt að þeir hafa áhuga þar sem þeir voru þegar farnir að tala um lækn- isskoðun áður en einhverjar upp- hæðir voru nefndar,“ sagði Einar. „Ég hefði áhuga á að fara aftur til Þýskalands enda leið mér mjög vel hjá Wallau og ætlaði að vera þar áfram áður en félagið varð gjaldþrota. Mér líst vel á Minden og Snorri Steinn ber liðinu vel sög- una. Þetta veltur þó einnig á samn- ingnum sem þeir bjóða mér,“ sagði Einar en lið í Sviss hafði einnig sýnt honum áhuga. Einar Örn naut sín vel í Þýskalandi þegar lands- liðið kom aftur saman en Einar hafði ekki verið viðloðinn lands- liðið um nokkurt skeið. „Það var gaman að koma aftur til svona 100 prósent atvinnu- mannalegan þjálfara. Í saman- burði við Alfreð er þjálfarinn hérna skelfilegur og heilt yfir var þetta frábær vika. Ég stefni á að vera kominn á fullt skrið þegar landsliðið kemur aftur saman eftir nokkrar vikur og vonast vissulega til þess að ég komist í hópinn,“ sagði Einar Örn Jónsson að lokum. hjalti@frettabladid.is Þetta er furðulegt félag Handknattleikskappinn Einar Örn Jónsson er að öllum líkindum á leiðinni frá spænska félaginu Torrevieja, sem hann lýsir sem furðulegum klúbbi. Þýska félag- ið Minden hefur verið í viðræðum við Einar sem verður laus allra mála í sumar. Í LANDSLIÐIÐ Á NÝ? Einar hefur verið í frábæru formi með liði sínu Torrevieja og var með landsliðinu í æfingabúðum í Þýskalandi í síðustu viku. Hann vonast til að tryggja sér sæti í landsliðinu á ný. Hér er hann í leik gegn Sviss á EM 2004.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FÓTBOLTI Hollenski landsliðsfram- herjinn Dirk Kuyt var í gær valinn leikmaður ársins í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann leikur með Feyenoord þar í landi sem hafnaði í 3. sæti deildar- innar. Í öðru sæti varð Philip Cocu, fyrirliði PSV, en Tim de Cler, sam- herji Grétars Rafns Steinssonar hjá AZ Alkmar, var í því þriðja. Hollenska úrvalsdeildin: Kuyt bestur DIRK KUYT Valinn bestur í Hollandi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI FIFA hefur ákveðið að taka mjög harkalega á kynþátta- fordómum á Heimsmeistaramót- inu í Þýskalandi í sumar. Ef þjóðir verða uppvísar að fordómum verða umsvifalaust dregin þrjú stig af viðkomandi liði. Forráða- menn átaksins Kick it Out, gegn kynþáttafordómum, fagnar ákvörðun FIFA. „Þetta er frábært og algjörlega nauðsynlegt. Vonandi kemur ekki til þess að grípa þurfi til aðgerð- anna en það er einnig forvitnilegt að sjá hvort hart verði tekið á mál- inu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða FIFA og miðla af okkar reynslu,“ sagði talsmaður samtakanna. - hþh Hertar reglur á HM í sumar: Hörð refsing fyrir fordóma SEPP BLATTER Forseti FIFA hefur ákveðið að taka harkalega á fordómum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Allan Iverson og Chris Webber, tvær af skærustu stjörn- um Philadelphia 76ers í NBA- deildinni, urðu sér til skammar í fyrrinótt þegar þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðsins á leiktíð- inni gegn New Jersey. Samkvæmt reglum eiga leikmenn að vera mættir í hús 90 mínútum fyrir leik en vitni sáu þá félaga mæta fimm mínútum fyrir leik. Hvorugur leik- mannanna lék leikinn þar sem Philadelphia á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Búist er við því að Webber og Iverson verði refsað með sektum og jafnvel leikbanni. - vig Leikmenn Philadelphia: Mættu of seint FÓTBOLTI Mark Viduka verður ekki með Middlesbrough gegn Steaua Búkarest í undanúrslitum UEFA- bikarkeppninnar í kvöld en það er ekki eina skarðið sem höggvið er í enska liðið. Emanuel Pogatetz, Gaizka Mendieta og Lee Catterm- ole, leikmenn Middlesbrough, eru einnig frá vegna meiðsla og varn- armaðurinn Chris Riggott getur ekki heldur spilað þar sem hann er í leikbanni. Þetta er fyrri viðureign liðanna en leikurinn fer fram í Rúmeníu. Schalke mætir Sevilla í hinum undanúrslitaleiknum. - hþh UEFA bikarinn í kvöld: Boro í vanda KÖRFUBOLTI Litháíski körfubolta- maðurinn fyrrverandi, Sarunas Marciulionis, sem margir körfu- boltaáhugamenn muna eftir frá því að hann lék með Golden State, Sacramento, Seattle og fleiri liðum í NBA-deildinni, verður heiðurs- gestur á lokahófi Körfuboltasam- bandsins sem fram fer annað kvöld. Marciulionis þykir einn albesti leikmaður frá Evrópu sem leikið hefur í NBA-deildinni en alls lék hann 363 leiki á ferli sínum í NBA og skoraði í þeim 12,8 stig að með- altali í leik. Auk þess var Marciuli- onis lykilmaður í sovéska og síðar litháíska landsliðinu um árabil og náði þar frábærum árangri. Hann varð meðal annars ólympíumeist- ari með Sovétríkjunum árið 1988 og var í silfurliði Litháen á EM árið 1995 þar sem hann var einnig valinn besti leikmaður keppninn- ar. Frá því að ferlinum lauk hefur hann unnið mikið starf fyrir körfu- boltann í heimalandi sínu. Marciulionis kemur til landsins að mestu leyti fyrir tilstilli Ólafs Rafnssonar, formanns KKÍ, en hann situr með honum í stjórn FIBA, Alþjóða körfuboltasam- bandsins. Hann mun flyta hátíðar- ræðu kvöldsins í lokahófinu en þess má geta að Marciulionis hefur boðið sig fram til forseta FIBA, en þing sambandsins fer fram um miðjan næsta mánuð. - vig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.