Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 72
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR56 bio@frettabladid.is > Ekki missa af... V for Vendetta er tvímælalaust ein besta myndin sem boðið er upp á í bíó þessa dagana. Hugo Weaving kemur firnasterkur inn sem grímuklæddi byltingarmaðurinn V en sér til halds og trausts hefur hann hina heillandi Natalie Portman. Myndin byggir á sam- nefndri myndasögu Alans Moore og heldur uppreisn- arandi frumtext- ans sér merkilega vel. Töff mynd. „You ever listen to K- Billy‘s „Super Sounds of the Seventies“ week- end? It‘s my personal favorite.“ -Michael Madsen fór hamförum sem brjálæðingurinn Mr. Blonde í Reservoir Dogs. Hér ræðir hann tónlist við ólán- sömu lögguna Marv sem hann biður svo að ljá sér eyra í bókstaflegri merkingu. Stórleikkonan Kathy Bates leikur móður Matthew McConaughey í myndinni Failure to launch. Þessi heillandi og svip- mikla brussa hefur sett sterkan svip á fjölda bíómynda og nægir þar að nefna jafn ólíkar myndir og Titanic, Dolores Claiborne og The Waterboy með Adam Sandler. Magnaður leikur hennar í Misery, sem byggði á spennusögu eftir Stephen King, er ógleymanlegur en þar fór hún með hlutverk snargeðveikrar og morðóðrar hjúkrunarkonu, Annie Wilkes, sem hélt rithöfundinum Paul Sheldon, leiknum af James Caan, í gíslingu og neyddi hann til þess að skrifa skáldsögu sérstaklega fyrir sig. Bates hlaut bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe fyrir frammistöðu sína í Misery en hún hefur auk þess verið til- nefnd til Óskarsverðlaunanna í tvígang sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir About Schmidt og Primary Colors. Þá fór Bates einnig á kostum í Fried Green Tomatoes eftir Jon Avnet en fyrir leik sinn þar hlaut hún einnig til- nefningu til Golden Globe. Bates hóf feril sinn á leiksviði og gerði mikla lukku á Broadway á sínum tíma en hún var tilnefnd til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í Night, Mother og hlaut Obie verðlaunin fyrir túlkun sína á Frankie í upprunalegu uppfærslunni á Frankie and Johnny in the Clair de Lune. Bates hefur ekki slegið slöku við undanfarið en hún lék í Rumor has it á móti Jennifer Aniston og Kevin Costner. Þeirri mynd var leikstýrt af Rob Reiner sem leikstýrði Bates í Misery fyrir 16 árum. Þá er Bates væntanleg í Relative Strangers ásamt Danny DeVito auk þess sem hún ljær kúnni Bitsy rödd sína í dýramyndinni hugljúfu Vefur Kar- lottu. Bates hefur á seinni árum fengist nokkuð við leikstjórn og stýrði meðal annars fimm þáttum í hinni vinsælu þátta- röð Six Feet Under og var einn þeirra tilnefndur til Directors Guild-verðlaunanna. Ógleymanlegur brjálæðingur Ekki sér fyrir endann á straumi blóðugra hryllings- mynda í bíó og um helg- ina verður ein svæsnasta hryllingsmynd ársins, The Hills Have Eyes, frumsýnd á Íslandi. Myndin er endur- gerð samnefndrar myndar eftir hrollvekjumeistarann Wes Craven frá árinu 1977. Leikstjórinn Wes Craven hefur verið iðinn við hryllingskolann í rúm þrjátíu ár en hann vakti mikla athygli og almennan viðbjóð árið 1972 með The Last House on the Left. Þar þótti Craven fara langt út yfir öll velsæmismörk í ruddalegri frásögn af konu sem hefnir sín grimmilega á hyski sem hafði áður nauðgað henni. Hann fylgdi mynd- inni eftir með The Hills Have Eyes og dró nokkuð úr subbuskapnum en tókst samt að hrella áhorfendur með blóðugum limlestingum og djöfulskap. The Hills Have Eyes fjallar um stórfjölskyldu; ömmu, afa, tvær dætur, son, tengdason og kornungt barnabarn sem eru á leið til Kali- forníu með hjólhýsi í eftirdragi. Bíllinn þeirra bilar í miðri eyði- mörk og fyrr en varir eru þau ofsótt af stökkbreyttum mannætum sem halda til í fjöllunum í kring. Fjöl- skyldumeðlimirnir týna svo tölunni einn af öðrum, á ógeðfelldan hátt, þar til eftirlifendurnir snúa vörn í sókn og gjalda mannætunum auga fyrir auga. Það fer ekkert á milli mála að Craven skrifaði The Hills Have Eyes undir sterkum áhrifum frá The Texas Chainsaw Massacre sem fjallaði einnig um ferðalanga sem lentu í klónum á úrkynjuðum mann- ætum. Texas Chainsaw var endur- gerð árið 2003 og í kjölfar vinsælda endurgerðarinnar fékk Craven þá flugu í höfuðið að endurgera einnig The Hills Have Eyes. Hann gerði myndina á sínum tíma með 15 manna hópi , fyrir lítinn pening og tilhugsunin um að eyða meiri tíma og peningum í þessa gömlu sögu kitlaði hann. Craven lætur sér þó nægja að framleiða myndina og fékk hinn unga Alexandre Aja til þess að leik- stýra. Aja vakti athygli Cravens með hryllingsmyndinni High Tension frá árinu 2003 en hand- bragð hans þar sannfærði Craven um að Aja væri rétti maðurinn til að úthella blóði í The Hills Have Eyes. Sjálfur segir Aja að Craven hafi verið æskuhetjan sín. „Ég ólst upp við myndirnar hans og það voru þær sem ýttu mér út í hryllinginn til að byrja með,“ segir hann og bæti því við að myndir Cravens, Shocker og The Last House on the Left hafi haft mikil áhrif á sig. The Hills Have Eyes gefur ekk- ert eftir í viðbjóðnum og myndin sver sig í ætt við Hostel eftir Eli Roth. Áhorfendum er ekki hlíft við neinu og báðir þessir ungu leik- stjórar ganga svo langt í limlesting- um og óhuggnaði að nánast ekkert er skilið eftir fyrir ímyndunaraflið. Þessi nýja, bersögla hryllings- myndabylgja er kennd við „horror- porn“ eða hryllingsklám og það er óhætt að fullyrða að sá stimpill segi allt sem segja þarf. Þeir sem kunna að meta yfirgengilegan hrylling ættu því að fá stóran skammt með The Hills Have Eyes, aðrir ættu hins vegar að hugsa sig þrisvar um áður en þeir fara á fund mannæt- anna í fjöllunum. Þeir heppnu deyja fyrst ÖRVÆNTING Þeir fáu sem lifa af fyrstu árásir úrkynjuðu mannætanna þurfa heldur betur að komast í snertingu við villidýrið innra með sér eigi þeir að lifa af enda fjallar The Hills Have Eyes öðrum þræði um hversu langt venjulegt fólk getur gengið þegar því er ógnað. MICHAEL BERRYMAN Þessi sérstaki leikari á eitt eftirminnilegasta andlit hryllingsmynd- anna. Hann lék mannætuna Pluto í The Hiills Have Eyes frá árinu 1977 og sýndi þar tilþrif sem seint munu gleymast. Sjarmatröllið Matthew McCon- aughey og beðmálastúlkan Sarah Jessica Parker leiða saman hesta sína í gamanmyndinni Failure to launch. Þar leikur McConaughey 35 ára gamlan mann sem hefur ekki séð ástæðu til þess að flytja að heiman þar sem hann hefur allt til alls í foreldrahúsum. Foreldrar hans hafa þó fengið sig fullsadda af ósjálfstæði unga mannsins og leita því á náðir sér- fræðings til þess að koma kauða úr húsi. Það kemur svo í hlut hinnar glæsilegu og gáfuðu Paulu að táldraga McConaughey úr hreiðrinu en foreldrarnir ráða hana til þess að heilla soninn í þeirri von að ástin verði til þess að hann finni hjá sér löngun til þess að koma undir sig fótunum. „Þetta er ókeypis, hann er með frábært herbergi og mamma sér um að þvo þvottinn hans. Þetta er frábært hótel,“ segir McConaug- hey þegar hann útskýrir ástæður þess að persóna hans lætur sér ekki detta til hugar að flytja að heiman. „Af hverju að laga eitt- hvað sem er ekki bilað?“ Ráðabruggið vindur vitaskuld upp á sig eins og lög gera ráð fyrir í rómantískum gamanmyndum og málin taka óvænta stefnu ekki síst þar sem letihaugurinn sér ekkert athugavert við það að nýja konan í lífi hans flytji bara líka inn til mömmu og pabba. Slímuseta á Hótel mömmu MATTHEW MCCONAUGHEY OG SARAH JESSICA PARKER Smella saman eins og flís við rass í gamanmyndinni Failure to launch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.