Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 76
Hljómsveitin Fræ kemur í fyrsta sinn fram opinberlega á tónleik- um á Sirkus í kvöld. Lag sveitarinnar, Freðinn fáviti, hefur fengið mikla spilun í útvarpi upp á síðkastið og náði meðal annars efsta sæti X-list- ans. Frumburður sveitarinnar er væntanlegur í lok maí og nefnist hann Eyðileggðu þig smá. Til að flytja lögin af plötunni á tónleik- um hefur Fræ bætt við sig þeim Friðfinni og Danna, sem einnig er í hljómsveitunum Maus og Sometime. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan 22.00. ■ Fyrstu tónleikarnir FRÆ Hljómsveitin Fræ heldur sína fyrstu opinberu tónleika í kvöld. [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Tilkoma internetsins breytti mörgu, ekki síst hjá fjármálafyrir- tækjum. Þeirra helsta vá er ekki lengur grímuklæddir kónar, vopn- aðir byssum sem ógna lífi og limum viðskiptavina heldur tölvu- þrjótar í heimahúsum. Bankar hafa því neyðst til að koma sér upp öflugu öryggisneti til varnar þess- um nútímaþjófum. Hollywood hefur reynt að gera þessum heimi ágætis skil og er kvikmyndin Sneakers með gamla brýninu Robert Redford ágætis dæmi. Í Firewall kemur við sögu önnur kempa sem hefur í gegnum tíðina malað kvikmyndaframleið- endum gull. Harrison Ford leikur Jack Stan- field, öryggisráðgjafa hjá banka í Seattle, sem hannað hefur full- komið öryggisnet en það hindrar óæskilega tölvuþrjóta frá því að brjótast inn á reikninga hjá við- skiptavinum. Hann er vel giftur tveggja barna faðir og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hins vegar hefur glæpamaðurinn Bill Cox fylgst með hverju skrefi hans und- anfarið ár og lætur loks til skarar skríða. Ætlunin er að nýta þekk- ingu Stanfields til að brjótast inn í bankann og er fjölskyldan tekin í gíslingu á meðan á öllu þessu stendur, en í upphafi skyldi endinn skoða. Líkt og allar aðrar persónur Fords er Stanfield með hjartað á réttum stað, hefur sterka réttlæt- iskennd og er umfram allt góður náungi. Í Firewall er þessi persóna hins vegar það litlaus og leiðinleg að mér var eiginlega orðið slétt sama um örlög hans sem er afrek út af fyrir sig. Ekki á hverjum degi sem örlög Harrison Ford á hvíta tjaldinu snerta mig lítið sem ekk- ert. Paul Bettany leikur þrjótinn Cox sem nær einhvern veginn aldrei að verða nógu vondur til þess að honum sé trúandi til alvöru illgerða þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar. Honum virðist vera meira í mun að drepa samverka- menn sína en að meiða einhvern úr fjölskyldunni. Virginia Madsen lætur hafa sig út í að leika eigin- konu hetjunnar en það hlutverk er hannað fyrir smástirni sem eru að feta sig áfram á framabrautinni. Handrit myndarinnar er glopp- ótt, klisjukennt og hugmynd leik- stjórans að láta rigna allan tíma til að fá fram einhverja spennu úr umhverfinu misheppnast algjör- lega. Miðað við plakatið hefði Firewall átt að steinliggja en þar sem Harrison virkar hálfþreyttur á þessu síendurtekna hlutverki sínu á hún eftir að enda á mynd- bandaleigunum innan skamms. Síðustu myndir leikarans neyða Ford til að fara og finna aftur svip- una og hattinn ef hann vill komast hjá því að sverta glæsta fortíð sína. Brunninn eldveggur FIREWALL LEIKSTJÓRI: RICHARD LONCRAINE AÐALHLUTVERK: HARRISON FORD, PAUL BETTANY, VIRGINIA MADSEN Niðurstaða: Firewall er bæði leiðinleg og litlaus mynd sem ristir ekki dýpra en svo að mér var slétt sama hvort Harrison Ford kæmist lífs af úr hremmingum sínum eða ekki. Söngvarinn Elton John safnaði rúmum 95 milljónum króna handa alnæmissamtökum sínum með því að selja föt úr einkasafni sínu í New York. Alls voru um tíu þúsund flíkur af honum til sölu og stóð útsalan yfir í fimm daga. Meðal annars voru þar föt hönnuð af Versace og Louis Vuitton auk polka-jakkafata sem hann klæddist í dúetti með Eminem á Grammy-verðlaunun- um árið 2001. Safnaði 95 milljónum ELTON JOHN Söngvarinn góðkunni seldi föt úr einkasafni sínu í New York fyrir 95 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � FRÉTTIR AF FÓLKI Madonna mun hefja tónleika á nýja tónleikaferðalaginu sínu á því að vera látin síga niður úr loftinu á stórum krossi líkt og búið sé að krossfesta hana. Krossinn verður gerður úr demöntum og Swarovski- kristöllum og mun sennilega kosta um sex milljónir punda. Þó að söngkonan aðhyllist nú kabbalah trú virðist hún ekki setja það fyrir sig að nota trúartákn á þennan hátt. Madonna hefur áður móðgað trúarhópa með myndbandinu Like A Prayer þar sem hún naut ásta með dýrðlingi í kirkju. E lizabeth Hurley segist munu búa hluta ævinnar í Indlandi eftir að hún giftist kærasta sínum, Arun Nayar. „Þegar við giftumst er ég viss um að Indland mun verða mitt annað heimili,“ sagði Hurley sem nýtur þess að dvelja í Indlandi ásamt syni sínum og Arun. „Okkur kemur dásamlega vel saman og við eyðum miklum tíma með fjölskyldum okkar. Mér finnst ég afar heppin að hafa hitt hann.“ Kevin Federline segir að hann og eiginkona hans, Britney Spears, muni verða saman að eilífu enda trúir Kevin ekki á skilnað. „Ég ætla sko ekki að skilja, fjandinn hafi það!“ sagði hann í viðtali við US tíma- ritið. „Ég trúi ekki á skilnað. Þegar maður er búinn að giftast þá er maður í hjóna- bandinu og berst fyrir því,“ sagði Kevin en þau giftu sig í september 2004. Leikarinn David Hasselhoff segir gamla þáttinn sinn Baywatch hjálpa kven- réttindabaráttunni í Íran þar sem þátturinn sé stútfullur af hörð- um kvenímynd- um og góðum fyrirmyndum fyrir konurnar. „Þær sitja þarna og eru niður- bældar. Þær mega ekki kjósa og mega ekki gera neitt. En svo munu þær rísa upp og segja: Þetta er heimurinn! Af hverju getum við ekki tekið þátt? Svo taka þær niður skýlurnar sínar og þá eru þær ljóshærðar,“ sagði Hasselhoff sannfærandi. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 4, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 kl. 3, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45 WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 1.30, 3.50, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 1.30 og 3.50 400 kr. í bíó!Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur STEVE MARTIN KEVIN KLINE AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! 34.000 MANNS Á AÐEINS 12 DÖG UM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! - JÞP Blaðið ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! ALLRA SÍÐUSTU S ÝNINGAR! ALLRA SÍÐUSTU S ÝNINGAR! - Dóri DNA, DV - DÖJ, Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.