Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 12
12 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR NEYTENDAMÁL Jóhann Walderhaug, fyrrverandi trésmiður og ellilíf- eyrisþegi, hugðist ásamt eigin- konu sinni fara til Spánar á vegum Sumarferða í febrúar síðastliðn- um. Hjónin fóru ekki vegna þess að læknir Jóhanns réði honum frá því að ferðast vegna hjartasjúk- dóms. Jóhann taldi sig vel tryggðan því hann greiddi ferðina með VISA gullkorti sem inniheldur forfalla- tryggingu, auk þess að greiða for- fallagjald hjá Sumarferðum eftir að honum var ráðlagt að gera svo. Vegna þeirrar tryggingar leitaði hann fyrst til Sumarferða en var vísað til Tryggingamiðstöðvarinn- ar þar sem hann hafði greitt ferð- ina með VISA gullkorti og sagt, að tryggingafélagið sæi um uppgjör vegna endurgreiðslu til korthafa VISA. TM hafnaði bótaskyldu með þeim rökum að veikindi Jóhanns hafi verið þekkt þegar miðinn var keyptur. Jóhann hafnar því alfarið enda hafi hann farið í rannsókn eftir að ferðin var greidd. Eftir að hvorki Sumarferðir né TM vildu endurgreiða ferðina réð hann Lögmenn Höfðabakka til að sækja málið fyrir sig sem skilaði fljótlega þeim árangri að hann fékk greiddar frá Sumarferðum 166.000 krónur af þeim 215.600 krónum sem ferðin kostaði. Hann hafði því tapað upphæð sem nemur hálfum ellilaunum hans á mánuði. Jóhann komst líka að því að litlu skiptir að kaupa tvær tryggingar og spyr hvort fólk þekki réttindi sín í tilfellum sem þessum. Hjálmar Sigurþórsson, deildar- stjóri tjónadeildar TM, segir að forfallatrygging frá ferðasala ógildi tryggingu VISA og Mastercard undantekningarlaust og það eigi að vera öllum sem selja slíkar tryggingar ljóst. Sérstak- lega þar sem TM býður öllum sem selja tryggingar námskeið fyrir starfsfólk. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Sumarferða, segir þetta einfaldlega rangt. TM viti að forfallagjald Sumarferða sé til að greiða sjálfsábyrgð viðskiptavin- arins vegna forfallatryggingar greiðslukortsins. Forfallatrygging Sumarferða greiði ferðina sé hún borguð á annan hátt en með greiðslukorti sem innheldur for- fallatryggingu. Helgi segir að Sumarferðir hafi greitt Jóhanni vegna þess að hann var góður við- skiptavinur. Þeim hafi þó ekki borið nein skylda til þess. svavar@frettabladid.is Tvítryggður og fær hluta Ellilífeyrisþegi fékk aðeins hluta af ferð til Spánar endurgreidda þótt hann væri tvítryggður. Hann tapaði hálfum ellilaunum sínum. Tryggingafélagið og ferðaskrifstofan vísa hvor á aðra. JÓHANN WALDERHAUG Var ráðlagt að kaupa auka forfallatryggingu hjá ferðaskrif- stofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BRETLAND Nokkrir helstu líffæra- flutningalæknar Bretlands hafa ásakað kínversk yfirvöld um að selja líffæri úr föngum sem tekn- ir hafa verið af lífi, samkvæmt fréttasíðu breska ríkisútvarps- ins, BBC. Bresku líffæraflutn- ingasamtökin fordæma þessa iðkun og segja hana brot á mann- réttindum eins og kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær. Í síðustu viku neituðu kín- versk yfirvöld opinberlega ásök- unum um að selja líffæri úr föng- um, og í mars tilkynntu Kínverjar að sala á líffærum yrði bönnuð í júlí og að skriflegt leyfi yrði að vera fyrir hendi frá líffæragjaf- anum. Hingað til hafa yfirvöld þar í landi lítt fylgst með líffæra- flutningum og sölu á líffærum. Bresku samtökin segja margt benda til þess að líffæri þúsunda fanga sem teknir hafa verið af lífi í Kína hafi verið fjarlægð til líffæraflutninga án samþykkis fanganna eða ættingja þeirra. Prófessor Stephen Wigmore, formaður samtakanna, sagði BBC að sá skammi tími sem það tekur að finna hæfan líffæra- gjafa fyrir líffæraþega bendi til þess að fangarnir séu valdir sér- staklega til aftöku, eftir því hvaða líffæri vantar í hvert sinn. Sífellt fleiri vestrænir sjúkling- ar komi til Kína til þess að fá líf- færi. - smk Breskir læknar ásaka kínversk yfirvöld um brot á mannnréttindum: Segja líffæri úr föngum seld LÍFFÆRAFLUTNINGUR Breskir læknar ásaka Kínverja um að selja líffæri úr föngum sem teknir hafa verið af lífi. NORDICPHOTOS/AFP SANDSTORMUR Verkamenn þrifu glerþakið á heimsviðskiptamiöstöð Kína í Peking í gær, eftir að sandstormur þakti gluggana með þunnu lagi af gulum sandi á þriðju- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Spennan milli Japans og Suður-Kóreu fór stigvaxandi í gær þegar Japanar sendu tvö rannsóknarskip til eyjaklasa í Japanshafi sem löndin tvö gera bæði tilkall til. Japanar ætla sér að kanna sjóinn umhverfis smá- eyjarnar, en skipin komust ekki alla leið, því Suður-Kóreumenn sendu fjölmarga litla varðbáta á móti þeim sem hindruðu för skip- anna. Suður-Kórea hefur bannað Japan að rannsaka hólmana en Japanar neita að hlíta því. Suður- Kóreumenn hafa nýverið gert svipaða rannsókn á svæðinu, og telja japönsk yfirvöld þá rannsókn hafa verið gerða í því skyni að breyta nafni Japanshafs í Austur- haf. Suður-Kóreumenn segja það vera af og frá. - smk Stigvaxandi spenna milli Japans og Suður-Kóreu: Barist um smáeyjar SKIP STÖÐVUÐ Japanar og Suður-Kór- eumenn deila nú harðan um yfirráð yfir smáeyjaklasa í Japanshafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Lítið sveitafangelsi í Georgíu í Bandaríkjunum hefur samþykkt að endurgreiða reikn- inga fyrir „fæði og gistingu“ sem það sendi til fanga sem sátu inni meðan þeir biðu þess að réttar- höld hæfust í máli þeirra. Endurgreiðsla reikninganna er liður í samkomulagi um að fella niður dómsmál á hendur fangels- inu, sem mun ekki hafa haft heim- ild í lögum til þess að krefjst þess að fangar greiddu fyrir fæði og gistingu. Fangelsið endurgreiðir jafnvirði tveggja milljarða íslenskra króna til fanga sem gistu þar á árunum 2000 til 2004. - gb Bandarískt sveitafangelsi: Fangar greiddu fyrir gistingu SÓLARSTRÖND Jóhann Walderhaug hugðist ferðast til Spánar ásamt konu sinni í febrúar. Hann varð að hætta við ferðina samkvæmt læknisráði. BANDARÍKIN, AP Svíinn Bo M. Eriks- son hefur lýst sig saklausan af ákæru um að hafa ekið stolnum 77 milljón króna Ferrari Enzo á ofsa- hraða eftir Kaliforníustrandlengj- unni í Bandaríkjunum í febrúar, með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á staur og er ónýtur eftir. Lögreglan telur að bílnum hafi verið ekið á 260 kílómetra hraða á klukkustund þegar slysið varð, en Eriksson slapp ómeiddur, fyrir utan sprungna vör. Eriksson kvaðst hafa verið far- þegi í bílnum en lífsýni á loftpúða benda til þess að hann sé að segja ósatt. Hann á yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. - smk Svíi ákærður í Kaliforníu: Ofsaakstur á stolnum Ferrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.