Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 22
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR22 hagur heimilanna Rekstrarkostnaður bifreiða hefur hækkað um 16,44 pró- sent síðan í janúar á þessu ári. Munar þar mest um hækkanir á eldsneytisverði síðustu daga. Verð á díselolíu í Evrópu er hæst á Íslandi og erum við, ásamt Holl- lendingum, með hæsta bensínverð- ið að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Samkvæmt tölum Félags íslenskra bifreiðaeigenda á rekst- urskostnaði bíla í janúar á þessu ári voru ekki miklar breytingar frá því árið áður. Gengisumhverfið var hagstætt á síðasta ári og grunnverð bifreiða lækkaði. Eldsneytiskostn- aður, tryggingakostnaður og vinnu- liðurinn hækkuðu lítillega milli ára. En breytingar seinustu daga hafa rifið upp eldsneytiskostnaðinn að sögn Runólfs og áhrif gengis munu einnig koma fram í stofnkostnaði og viðhaldi. Áhrifa er þegar farið að gæta í bílverði. FÍB hefur sent áskorun til stjórnvalda um að lækka ríkisálög- ur á eldsneytisverð til að draga úr neikvæðum áhrifum hás eldsneyt- isverðs á fjárhag heimilanna. Árið 2002 greip ríkisstjórnin til tíma- bundinnar lækkunar á skattlagn- ingu á eldsneyti til að sporna við neikvæðum áhrifum hækkunar eldsneytisverðs á vísitöluna. Spurður um ástæður þess að ríkið hafi ekki tekið við sér segir Runólfur að þau rök hafi verið nefnd að óeðlilegt sé að grípa með þeim hætti inn í eina tegund vöru. Runólfur telur að enn meiri ástæða sé til inngrips nú en fyrir fjórum árum, en eldsneytisverð er 5,3 pró- sent af vísitölu neysluverðs. Skattheimta ríkisins nemur á bilinu 55 til tæplega 60 prósentum af hverjum seldum bensínlítra eða á milli 65 og 70 krónur. Þar af falla 32 krónur í viðhald vega. En hinn helmingur skattheimtunnar veitir töluvert svigrúm fyrir ríkið til að draga úr skattheimtu að mati Run- ólfs. Frumvarp um tímabundna lækk- un á skattlagningu á bensíni og olíu var lagt fram í haust og liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd. „Stór hluti verðmyndunarinnar er í hönd- um ríkisins og nú þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og segja að ekkert sé hægt að gera,“ segir Run- ólfur sem vill sjá aðgerðir hjá stjórnvöldum. sdg@frettabladid.is Um þrjú prósent erlendra og innlendra osta í borðum verslana sem rannsakaðir voru með tilliti til örveru- magns af hálfu Umhverfisstofnunar og heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga stóðust ekki viðmiðunarreglur. Fór verkefnið fram í byrjun þessa árs en talsverð- an tíma tekur að fá niðurstöður slíkra kannana. Voru allnokkrar tegundir innkallaðar í kjölfar niðurstöðunnar. ■ Verslun og þjónusta Ostar innkallaðir Á hverjum degi berast af því fréttir að lögregla hafi stöðvað og sektað tiltekinn fjölda manna vegna hraðaksturs eða annarra brota á umferðarlögum. Sektir hafa verið óbreyttar frá árinu 2001 en eru engu að síður umtalsverðar og koma við pyngju flestra sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða eins og raunin er stundum. Sá ökumaður sem ekur á 100 km hraða á 50 km vegi þarf að veiða 50 þúsund krónur upp úr veski sínu nái lögregla til hans. Aukast upphæðirnar hlutfallslega eftir það. Þannig greiða sekir 60 þúsund krónur fyrir að aka á 130 km hraða á vegum þar sem leyfilegt er að aka á 70 og svo framvegis. Hámarkið er ef menn aka 80 km yfir leyfi- legum hraða en þá er brotið það alvarlegt að ákæra er gefin út. Fyrir utan sektirnar fá ökumenn einnig punkta samkvæmt ákveðnu kerfi fyrir tiltækið og við ákveðinn punktafjölda missir ökumaðurinn ökuskírteinið í ákveðinn tíma. Lægsta sekt vegna ölvunaraksturs er einnig 50 þúsund krónur en mælist áfengis- magn í blóði yfir 1,50 prómillum er gefin út ákæra. ■ Hvað kostar... að vera sektaður Lögbrot eru dýrt spaug ÚTGJÖLDIN > KÍLÓVERÐ Á KJÚKLINGUM* Kí ló ve rð á k jú kl in gu m * m.v. verðlag á landinu öllu í febrúar hvert ár Heimild Hagstofa Íslands 39 1 34 4 55 6 49 5 51 5 36 7 2006200520022001 2003 2004 Flestir hafa borðað súkkulaði sér til ánægju. Stundum er súkkulaði lagt að jöfnu við hvert annað sælgæti eins og brjóstsykur og lakkrís. Súkkulaði er hins vegar sérstakt vegna eiginleika kakóbaunarinnar. Hún inniheldur meira en 200 mismun- andi efni og efnasambönd. Bragðið er einstakt og rétt eins og með kaffi, te og vín þá skiptir máli í hvers konar loftslagi og jarðvegi kakóplönturnar vaxa. Þess vegna er úr fjölmörgum gerðum af kakóbaunum að velja. Helsta hráefni í súkkulaði er kakó- massi, sem er í raun kakóbaunin fín- möluð, og kakósmjör sem er feitin úr kakóbauninni. Nýmjólkurduft og sykur eru svo höfð með til bragðbætis ásamt soyalesitíni og vanillu. Súkkulaði hefur mismunandi kakóinni- hald eftir því til hvers það er ætlað og eftir smekk hvers og eins. Suðusúkku- laði hefur oft um 45% kakóinnihald, er miðlungs bragðsterkt og hentar vel hvort sem er til neyslu beint úr pakkanum eða í bakstur og matargerð. 70% súkkulaði er hins vegar langbesta súkkulaðið í munni þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð. Bragðfyll- ingin er mikil en samt í góðu jafnvægi. Kakóinnihaldið er, eins og nafnið gefur til kynna, 70% og sykurinnihald komið niður fyrir 30%. Neytandinn þarf ef til vill svolítið að venjast svona kröftugu og lítið sætu súkkulaði og eðlilegt að mörgum þyki bragðið fullrammt við fyrstu kynni. Margir sækjast eftir sem hæstu hlutfalli af kakóefnum vegna bragðs eða hollustueiginleika þess. Prósentutöl- urnar gefa til kynna hversu mikið er af kakóþurrefnum í súkkulaðinu. Afgang- urinn er að stærstum hluta sykur. Sé maður að sækjast eftir hollustuþáttum súkkulaðis á maður sem sagt að velja það súkkulaði sem er með hæstu prósentutöluna. Rjómasúkkulaði er algengasta átsúkku- laði Íslendinga. Það inniheldur mikið af þurrkaðri nýmjólk sem blandast einkar vel við kakóbaunirnar. Í hvítu súkkulaði er kakómassanum hins vegar alveg sleppt og súkkulaðibragðið því afar dauft. Margir halda að súkkulaði sé óholl- ustan ein. Súkkulaði inniheldur flókin efnasambönd, meðal annars svolítið af steinefnum og vítamínum. Vakið hefur athygli að súkkulaði inniheldur umtalsvert magn andoxunar- efna eða fjölfenóla. Þau eru talin hafa merkjanleg áhrif til lækkunar á kólest- eróli í blóði og tefja blóðtappamyndun. Flestir velja þó súkkulaðið sennilega fyrst og fremst vegna góða bragðsins og ánægjunnar af því að njóta þess sem gott er. www.mni.is MATUR & NÆRING RÚNAR INGIBJARTSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Súkkulaði er sérstakt Upplýsingar um notkun raforku og vatns Íslenskir neytendur geta nú loks með auðveld- um hætti skipt um raforkusala eftir að fyrirtækið Netorka tók til starfa í byrjun þessa mánaðar. Á heimasíðu þeirra geta allir raforkukaupendur skoðað allar upplýsingar um orkukaup sín, alla notkun á heitu og köldu vatni og á sama stað gert samanburð á hvar hagkvæmast er að vera í viðskiptum. Óski neytandi eftir að skipta um raforkusala tekur það einn mánuð að skipta en ástæða er til að benda notendum á að kynna sér málin vel þó ekki sé vegna annars en að kostnaður við seðilgjöld ein og sér geta þurrkað út allan ávinning af því að skipta. Frekari upplýsingar má finna á Netorka.is. ■ Verslun og þjónusta Hver eru bestu kaupin sem þú hefur gert? „Það er tvennt sem kemur upp í hugann. Sinclair Spectrum 48k tölva sem ég keypti fyrir fermingarpeningana mína fyrir örfáum árum. Þvílík stemning og eftirvænting þegar maður beið fyrir framan kassettutækið meðan spólan var að garga leikjunum upp á sjónvarpið. Manic Miner, Harrier Attack, Football Manager og fleiri snilldarleikir styttu manni ófáar stundirnar. Svo er það íbúðin sem ég keypti fyrir þremur árum á Melhaganum í Vesturbænum. Besta gatan í bænum með bestu nágrönnunum. Lang- ar að nota tækifærið og þakka vinkonu minni fyrir að benda mér á þessa gersemi. Takk Ellen !“ En verstu kaupin? „Verstu kaupin hljóta að vera bíllinn sem ég keypti fyrir um fjórum árum. VW Vento „97 eða eitthvað svoleiðis. Það bilaði allt í honum sem gat bilað. Gjörsamlega óþolandi skrjóður. Nenni ekki að eyða meiri orku í að tala um það hrak ! Er komin á Passat núna sem ég er sáttur með.“ Hvernig líst þér á komandi sumar í fótbolt- anum? „Líst bara svona alveg þokkalega á sum- arið. Það hefur nú ekkert gengið neitt voðalega vel hjá okkur KR-ingum á undirbúningstímabil- inu. Vona bara að þetta fari að smella saman hjá okkur svo að við getum verið með í barátt- unni um titla í sumar. Annars held ég að þetta verði skemmtilegt sumar og ég á ekki von á að eitt lið stingi af og bursti deildina eins og í fyrra. Það verður spennandi að fylgjast með Þórði Guðjónssyni og Skagamönnum, sérstak- lega þar sem Þórður sagði mér að hann ætlaði að bæta markametið núna í sumar.“ BESTU OG VERSTU KAUPIN: KRISTJÁN FINNBOGASON, MARKVÖRÐUR KR Sinclair spectrum stendur upp úr DÆLT Á BÍLINN Stærstur hluti af verði bensíns og olíu eru álögur í ríkissjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Ísland með hæsta elds- neytisverðið í Evrópu Bensínkostnaður* Eyðsla Miðað við lítraverð Miðað við lítraverð Hækkun í krónum (l/100 km) í janúar 2006** í apríl 2006** (108,30 kr/l) (126,10 kr/l) Fólksbíll 129.960 151.320 21.36 Fólksbíll11 178.695 208.065 29.37 Jeppi 15 243.675 283.725 40.05 Pallbíll 17 276.165 321.555 45.39 *miðað er við 15 þúsund kílómetra akstur á ári **meðalverð í sjálfsafgreiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.