Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 20. apríl 2006 3
Bindistískan í sumar er mjög
litrík og frjálsleg. En hún er
einnig karlmannleg.
Helgi Njálsson í Iðunni segir að
með sumrinu komi litirnir. „Það
er mikið líf og litir í þessu, og
meira að segja slaufur eru að
verða vinsælar aftur,“ segir
Helgi. Bindin eru flest í sterkum
litum og munstrið áberandi.
Skárendurnar lifa enn góðu lífi
þrátt fyrir hrakspár sérfræð-
inga í jólavertíðinni. „Jú, þær
gera það. Annars er mikil-
vægast að velja bara rétt
bindi. Það setur punktinn
yfir i-ið og setur réttan
svip á skemmtilegan
klæðnað,“ segir Helgi.
Í Sævari Karli er sama
uppi á teningnum. „Litirnir
breytast þegar sumrið
kemur. Þeir verða skærari
og ekki jafn mattir og um vetur-
inn,“ segir Sævar Karl. „Þetta á
jafnt við um jakka, skyrtur og
bindi.“
Það vekur einnig athygli að
aldrei eru fleiri en tvö bindi eins í
verslun Sævars Karls. „Bindin
eru sniðin á móti hvort öðru og
aðeins hægt að panta þau í slétt-
um tölum, 2 eða 4 og svo fram-
vegis,“ segir Sævar Karl.
„Við viljum ekki kaupa
mörg eins því það er
hallærislegt að
vera með eins
bindi og ein-
hver annar.“
Sævar Karl
kannast ekki við að
þverslaufur séu að kom-
ast aftur í tísku. „Nei,
þvert á móti. Mér finnst
hins vegar mjög flott þegar menn
eru með slaufur og við verðum
sjálfsögðu við því þegar menn
biðja um slík hálstau,“ segi hann.
Indriði klæðskeri er á öndverð-
um meiði enda mikill aðdáandi
þverslaufunnar. „Þverslaufan
hefur ekki verið jafn vinsæl síðan
Michael Douglas skartaði einni
slíkri í Wall Street árið 1987,“
segir Indriði. „Hvern hefði grun-
að að hún myndi koma aftur?“
Indriði hefur einnig örlítið aðrar
meiningar í bindistískunni en
kollegar sínir. „Herratískan er
að verða herralegri og klass-
ískari. Bindin eru að verða ein-
lit og mjó. Munstrin ganga
ennþá upp en einungis ef þau eru
íhaldssöm.“ tryggvi@frettabladid.is
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Nýtt útlit, ný íbúð, nýtt líf!
Í eina tíð þótti það duga að fara í litgreiningu til þess að hressa
upp á „lookið“ og koma í veg fyrir stórkostleg umhverfisslys.
„Ertu greind? Fórstu til Heiðars?“ voru sígildar spurningar. En
nú er öldin önnur og dugir ekkert minna en að fara í gagngerar
útlitsbreytingar, „relooking“. Ekki bara til að skipta um liti í fata-
skápnum, heldur til að læra að velja rétt snið svo að líkamsbygg-
ingin njóti sín og draga úr göllum, skipta um hárgreiðslu og hárlit
og læra réttu handtökin við förðun. Til að gera stórt nef fínna
hjálpar til dæmis að setja dekkri farða á miðjuna á nefinu, þá sýn-
ist það mjórra. Lítinn munn má gera stærri algjörlega án þess að
sprauta silikoni í varir, bara með réttu varalitatækninni, enda
gott kyssutau löngum þótt kynþokkafullt. Hér í borg er núorðið
lítill vandi að leita sér aðstoðar við að skipta um stíl, fyrir þá sem
ekki eru vissir um hvernig þeir eigi að klæða sig eða greiða.
Tískuþættir í sjónvarpi bjóða áhorfendum að hitta tískufræðing
sem leiðbeinir um klæðnað og hár og fer jafnvel í innkaupaleið-
angur með viðkomandi. Í því útlitsdýrkunarþjóðfélagi sem við
lifum í getur það skipt sköpum fyrir atvinnuviðtal eða jafnvel á
rómantísku stefnumóti að vera þokkalega til fara.
En útlitshönnuðum dugir nú ekki lengur að einbeita sér að ein-
staklingnum heldur eru þeir farnir að bjóða upp á leiðbeiningar
um hvernig eigi að endurskipuleggja íbúðir eða hús. Nú tala karl-
menn og unglingar um innanhússkreytingar eins og um fótbolta
og nýjustu iPod-græjuna því umhverfið innivið hefur fengið
meira vægi, hvort sem það er vegna þess að fólk eyðir meiri tíma
innivið sökum lengri frítíma eða af hryðjuverkahræðslu og ferða-
kostnaði.
Íbúðir eru oft á tíðum litlar í stórborginni og því þarf að nota
plássið sem best og hvað er betra en að fá sérfræðing til að bjóða
uppá nýjar lausnir sem venjulegt fólk lætur sér ekki detta í hug?
Til dæmis að breyta gagnslausum gangi í fataherbergi eða opna
eldhúsið og stækka þannig stofuna. Innanhússkreytingamaður
getur gefið nokkur góð ráð um liti, hvernig megi auka birtu eða
blanda saman gömlum og nýjum húsgögnum. Í dag er það sama
reglan og í tískunni sem gildir í innanhússkreytingum, allt í góðu
að blanda saman Ikea og antík. Skreytingamaðurinn fer jafnvel í
verslunarferð en tekur 1500 evrur fyrir daginn! Svo er hreinlega
hægt að fá arkitekt sem leggur línurnar um róttækar breytingar
svo sem að breyta baðherberginu í eldhús, leitar tilboða og semur
jafnvel við iðnaðarmenn. Nýjasta starfsheitið hér í landi er
„heimilisrelooker“.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Litir og aftur litir
Munstrin er
frjálsleg í
sumar. Bæði
skyrtan og bindið
eru frá Sævari Karli.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Sævar Karl segir það
lykilatriði að bindi endur-
spegli annan klæðnað og bindi
hann saman. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Indriði klæðskeri heldur því fram að
slaufur séu komnar aftur í tísku.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ralph Lauren sér fram á
litríkt sumar. Þetta bindi
fæst í Iðunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gleðilegt sumar
brúðkaup
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI