Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 25. apríl 2006
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl 2006 kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillaga um hækkun réttinda.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og er einnig
að finna á heimasíðunni, www.gildi.is
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 10. apríl 2006,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 0 6
��������������������
�������������������
�����������������������������������������������������������������������������������
��������������������������������������������������������������������������������
������������������ ��������� ���� ����������� �������������������� � ���� ���������
������������������������������
�
������������������ �������������� ��������������������������������������������
���������������������������������������������������� ������������
���������������������
Samræmd vísitala neysluverðs í
EES-ríkjunum var hálfu prósenti
hærri í mars en í febrúar. Á sama
tíma hækkaði vísitalan fyrir
Ísland um 1,1 prósent. Þá er
vísitala byggingarkostnaðar 1,07
prósentum hærri nú en í síðasta
mánuði.
Frá mars 2005 til jafnlengdar
árið 2006 var verðbólgan, mæld
með samræmdri vísitölu neyslu-
verðs, 2,1 prósent að meðaltali í
ríkjum EES, 2,2 prósent á evru-
svæðinu og 2 prósent á Íslandi.
Mesta verðbólga á Evrópska efna-
hagssvæðinu var 6,6 prósent í
Lettlandi, 4,3 prósent í Slóvakíu og
4,5 prósent í Eistlandi. Minnsta
verðbólgan var í Póllandi, 0,9 pró-
sent, 1,2 prósent í Finnlandi og 1,3
prósent í Austurríki.
Þá er vísitala byggingarkostn-
aðar fyrir maí, reiknuð eftir verð-
lagi um miðjan apríl, 329,4 stig og
hafði hún hækkað um 1,07 prósent
frá síðasta mánuði. Þetta er 5,3
prósenta hækkun síðastliðna tólf
mánuði, samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar. - jab
Velta í dagvöruverslun var 3,6
prósentum meiri í mars en í sama
mánuði í fyrra, miðað við fast
verðlag, samkvæmt tölum Rann-
sóknarseturs verslunarinnar við
Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Þá jókst áfengissala um 4,7 pró-
sent á föstu verðlagi milli febrúar-
mánaða 2005 og 2006.
„Samkvæmt veltutölum virðist
nokkuð vera að draga úr vexti
dagvöruveltu og áfengissölu, bæði
á föstu og hlaupandi verði í mars
miðað við árið á undan. Talsverð
lækkun í veltu skýrist þó að hluta
af því að páskahátíðin var í mars-
mánuði árið 2005 en í apríl í ár,“
segir Rannsóknarsetrið, en þegar
leiðrétt hefur verið fyrir áhrif
páskahátíðarinnar og annarra
dagatalsáhrifa er tólf mánaða
aukning enn sögð nokkuð mikil á
föstu verði, 7,7 prósent í dagvöru-
verslun og 8,1 prósent í áfengis-
verslun. „Engu að síður hefur
nokkuð dregið úr vextinum frá
fyrri mánuðum.“
Þá er bent á að dagvara hafi síð-
ustu mánuði hækkað í verði, en í
heild um 2,5 prósent síðan í mars í
fyrra. „Búast má við enn frekari
hækkunum á dagvöruverði í maí og
júní vegna mikillar lækkunar
gengis íslensku krónunnar að
undanförnu. Svipuð töf á hækkun-
um vegna gengisáhrifa virðist einn-
ig vera í tilfelli áfengis, en enn hafa
litlar breytingar orðið á áfengis-
verði frá því fyrir ári síðan.“ - óká
Áfengissala eykst
VÍSITÖLURNAR HÆKKA MILLI MÁNAÐA
Samræmd vísitala neysluverðs og vísitala
byggingarkostnaðar hækkuðu.
Vísitölurnar hækka
Verð á hráolíu lækkaði í gær eftir
að olíumálaráðherrar OPEC-ríkj-
anna lýstu því yfir að framleiðsla
aðildarríkja yrði óbreytt. Edmund
Daukoru, forseti OPEC, sagði að
samtökin framleiddu nægjanlegt
magn af olíu fyrir markaðinn. Sam-
tökin féllust ekki á tillögu Kúvæta,
sem lögðu til að framleiðsla yrði
aukin. Fyrir helgi fór verð á hráolíu
í fyrsta skipti yfir 75 dali á tunn-
una en lækkaði niður í 74 dali í gær.
Einnig hjálpaði það til að Mahmoud
Ahmadinejad, forsti Írans, sagði að
stjórnvöld í Teheran væru mótfall-
in framleiðslu á gjöreyðingarvopn-
um og vísaði þar til kjarnorku-
áforma Írans.
Sérfræðingar telja að olíuverð
haldi áfram að hækka og þessar
fréttir muni aðeins hafa áhrif á
skammtímalækkunar.
Olíuverð hefur hækkað um 34
prósent á einu ári. - eþa
Óbreytt hjá OPEC
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.574 +2,47% Fjöldi viðskipta: 444
Velta: 3.457 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 58,70 +1,56% ... Alfesca 3,90 -3,70%... Atorka 5,55
+0,00% ... Bakkavör 48,10 +0,63% ... Dagsbrún 6,03 +2,55% ... FL Group 19,80 +4,21%
... Flaga 3,24 -0,31% ... Glitnir 17,00 +1,80% ... KB banki 759,00 +2,71% ... Kögun 74,50
+0,00% ... Landsbankinn 22,40 +2,28% ... Marel 72,40 +0,00% ... Mosaic Fashions 18,50
+3,35% ... Straumur-Burðarás 16,80 +3,07% ... Össur 111,00 +0,91%
MESTA HÆKKUN
FL Group +4,21%
Tryggingamiðstöðin +3,75%
Mosaic +3,35%
MESTA LÆKKUN
Alfesca -3,70%
Atlantic Petroleum -3,14%
Nýherji -2,11%
Umsjón: nánar á visir.is
FASTEIGNALÁN
Í MYNTKÖRFU
Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is
Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006