Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. apríl 2006 13 BARIST VIÐ ELD Í KÍNA Slökkviliðsmenn í kínversku iðnaðarborginni Harbin berjast við eldsvoða í verksmiðju sem braust út er sprenging varð í olíugeymi á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Flogin voru 148 sjúkraflug með flugvélum á árinu 2001 en 381 árið 2004. Sjúkraflug með þyrlu voru 85 árið 2001 en 80 árið 2004. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar, Sjálfstæðisflokki, um sjúkraflutninga innanlands með flugvélum annars vegar og þyrlum hins vegar. Sjúkraflugin voru í langflest- um tilfellum utan af landi til sjúkrastofnana í Reykjavík; 169 af 278 árið 2002, 251 af 365 árið 2003 og 267 af 381 árið 2004. Við- bragðstími á sjúkraflugi til Reykjavíkur, frá því kallað er eftir vél og þangað til hún fer í loftið með sjúkling, er áþekkur árin 2002 til 2004; tæp ein og hálf klukkustund. Stysti tími var 18 til 24 mínútur en lengstur var við- bragðstíminn fjórar klukkustund- ir og fjórtán mínútur. Haft skal í huga að sjúkraflugvél þarf oft að koma um lengri veg til að sækja sjúkling og eins geta verið tafir á flugvelli. Sambærilegur viðbragðstími þyrlu Landhelgisgæslunnar er talinn vera 30 til 45 mínútur þegar slysstaður er nálægt Reykjavík en getur verið yfir fjórar klukku- stundir þegar aðstæður eru erfið- ar eða þegar millilenda þarf vegna eldsneytistöku. - shá Heilbrigðisráðuneytið birtir tölur um sjúkraflug á Íslandi árin 2001 til 2004: Sjúkraflug eflist ár frá ári KOMIÐ TIL BJARGAR Sjúkraflug á Íslandi eflist ár frá ári eins og kemur fram í tölum frá heilbrigðisráðuneytinu. ATVINNA Jón Kristjánsson félags- málaráðherra mælti fyrir helgi fyrir frumvarpi um frjálsa för launafólks frá tíu löndum í austan- verðri Evrópu sem fengu aðild að Evrópusambandinu fyrir tveimur árum. Nýjar reglur verða að taka gildi 1. maí næstkomandi en þá rennur út eldri samningur um aðlögun. Með nýjum lögum verður borg- urum þessara tíu landa heimilt að leita sér að vinnu hér á landi og ráða sig til starfa án sérstakra dvalar- eða atvinnuleyfa. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu hversu seint frumvarpið kæmi fram og borin von væri að það fengi fullnægjandi meðferð á þingi. - jh Ferðafrelsi til atvinnuleitar: Alþingi hraðar meðferð máls HEIMSÓKN Opinber heimsókn for- seta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, í Austur- Skaftafellssýslu hefst í dag, 25. apríl. Forsetahjónin lenda á Horna- fjarðarflugvelli klukkan níu og heimsækja skóla, fyrirtæki og stofnanir á Höfn en deginum lýkur með fjölskylduhátíð til heiðurs forsetahjónunum í íþróttahúsinu. Á morgun aka forsetahjónin í Lón um Almannaskarðsgöngin og síðan að Seljavöllum í Nesjum. Endapunkturinn í vestri er þjóð- garðurinn í Skaftafelli. - shá Forsetahjónin á faraldsfæti: Heimsækja íbúa á Höfn Á FARALDSFÆTI Herra Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff. LEIÐRÉTTING Í viðtali við Höskuld Kristvinsson þrí- þrautarmann nýlega kom fram að hann væri líklega fyrstur Íslendinga til að ljúka keppni í Ironman en það er ekki rétt. Einar Jóhannsson þríþrautarmaður lauk keppni í Ironman í kringum 1990. BRUSSEL Alls bárust tæplega fjög- ur þúsund kvartanir til Umboðs- manns þegna Evrópusambandsins á liðnu ári vegna erfiðleika í sam- skiptum við stjórnsýsluna í Brussel og hafa þær aldrei verið fleiri. Geta allir íbúar aðildarland- anna lagt fram kvörtun en umboðs- maðurinn tekur aðeins á hluta þeirra sem berast; 627 kvörtunum árið 2005. Bárust þær flestar frá Spáni og Þýskalandi og megin- þorri þeirra var vegna ógegnsæis í stjórnsýslu sambandsins, sem mörgum þykir enn fremur þung í vöfum og er ruglingsleg fyrir meginþorra borgara. - aöe Tíðar kvartanir íbúa ESB: Stjórnsýslan þung í vöfum JÓN KRISTJÁNSSON Félagsmálaráðherra var gagnrýndur fyrir seinagang. Er í boði Þú gætir m.a. unnið miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París, 100.000 kr. ferðaávísun og margt fleira. Nánari upplýsingar á atlaskort.is og í síma 550 1500. Skráðu þig í ATLAS hópinn á atlaskort.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.