Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 8
8 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heita þríburarnir sem eru jafn-gamlir Fréttablaðinu? 2 Elísabet II Bretadrottning fagnar afmæli um þessar mundir. Hvað er hún gömul? 3 Hvað heitir konungur Nepals? SVÖR Á BLS. 46 Rekstrarvörustyrkir RV 2006 RV veitir árlega styrki til félaga og samtaka sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og leggja alúð við umhverfi sitt. Styrkirnir eru í formi vöruúttekta hjá RV sem styrkþegar geta nýtt vegna reksturs eða til fjáröflunar. Í ár verða veittir fjórir rekstrarvörustyrkir og þurfa umsóknir um þá að berast á netfangið styrkir@rv.is fyrir 5. maí nk. Í umsókn skal gerð grein fyrir þeim félögum sem sækja um styrk og verkefnum sem njóta eiga góðs af styrkveitingu. Tilkynnt verður um val á styrkþegum 2. júní nk. á heimasíðu RV. Nánari upplýsingar á heimasíðu RV: www.rv.is RV er sérhæft dreifingarfyritæki sem sinnir þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir almennar rekstrar og hreinlætis- vörur. RV leggur sérstaka áherslu á heildarlausn hreinlætis og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga. R V 62 07 BORGARMÁL Skipulagsráð Reykja- víkur gerir ekki kröfu til þess að þak hússins að Vesturgötu 3, Hlaðvarpanum eins og húsið er yfirleitt kallað, verði lækkað en það mælist þrjátíu sentimetrum hærra en deiliskipulagsáætlun gerði ráð fyrir. Rökstuðningur skipulagsráðs er sá að aukinn skuggi sem falli á næsta nágrenni „sé óverulegur og nánast ómæl- anlegur“, eins og segir í fundar- gerð 51. fundar skipulagsráðs frá 12. apríl síðastliðnum. Það sama er talið eiga við um yfirbragð hússins á nágrennið, breytingin sé óveruleg. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá þá ríkir mikil óánægja á meðal íbúa Grjótaþorpsins með breytingar á Hlaðvarpanum. Sú óánægja er ekki síst komin til vegna þess að húsið reyndist, samkvæmt mælingum bygging- arfulltrúa, töluvert hærra en deiliskipulag breytinganna segir til um. Leit svo út um tíma að byggingarleyfishafi þyrfti að gera miklar leiðréttingar á þeim framkvæmdum sem þegar höfðu verið gerðar. Í minnisblaði byggingar- og skipulagssviðs, dagsett 9. apríl síðastliðinn, segir jafnframt að almennt hafi verið góð sátt um heimild til hækkunar hússins og ekki talið að hækkunin sem um ræðir geti haft áhrif á það. - shá Breytingar á Vesturgötu 3, Hlaðvarpanum: Þakið fær að standa óbreytt HLAÐVARPINN Húsið var hækkað þrjátíu sentimetrum meira en leyfi voru fyrir. Þrátt fyrir það gerir skipulagsráð ekki kröfu um að þakið verði lækkað. Áhrif skekkjunnar eru talin óveruleg. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ALMANNATRYGGINGAR Tekjutrygg- ing almannatryggingabóta verður óbreytt, að minnsta kosti þar til niðurstöður nefndar sem fjallar um þann málaflokk liggja fyrir. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifs- dóttur, ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála, við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar alþingis- manns um hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að fella niður eða draga úr tekjutengingu bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Í nefndinni sem um ræðir sitja fulltrúar fjögurra ráðuneyta og Landssambands eldri borgara. Hún hefur það hlutverk að skoða fyrirkomulag tekjutenginga bóta með hliðsjón af skerðingu bóta líf- eyrisþega vegna tekjuöflunar þar en jafnframt verði þó horft til tekjujöfnunarhlutverks tekju- tengingar bóta. Áætlað er að nefndin ljúki störfum í haust. Í svari ráðherra kom fram að ekki stæði til „að draga úr þeim jöfnuði sem felst í því að hafa bætur tekjutengdar. Ef einstakl- ingar hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga og geta fram- fært sig án tilstuðlan ríkisins er gert ráð fyrir að þeir geri það.“ - jss TRYGGINGASTOFNUN Nefnd athugar nú fyrirkomulag á tekjutengingu bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Heilbrigðisráðherra svarar fyrirspurn um almannatryggingabætur: Tekjutenging verður óbreytt SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR SKAFTÁRHLAUP „Gróðureyðingin í kjölfar Skaftárhlaupa er gríðar- leg,“ segir Elín Heiða Valsdótt- ir, héraðsfulltrúi Landgræðslu rík- isins í Skaftarfellssýslum. Hlaupið nú hafi farið yfir fjögur nýupp- grædda sandgeira út frá Skaftá, þar sem Landgræðslan hefur sáð. „Í Skaftárhlaupum ber áin svo mikið af framburði með sér. Þegar vatnið í ánni sjatnar situr eftir leir og sandur á landinu, sem svo fýkur yfir gróið land og eyðir,“ segir Elín Heiða og bætir við að þrátt fyrir að eyðileggingin sé mikil sé helsta hættan sem menn hafi orðið varir við að búfénaður festi sig í eðjunni og drepist. Vatnsmagnið sem streymdi niður um Eldvatn við Ása nam rétt rúmum fjögur hundruð rúmmetr- um um fimmleytið í gær. Mest náði það rúmum 628 rúmmetrum á hádegi í fyrradag. Hver rúmmetri vegur eitt tonn. Snorri Zóphónías- son, sérfræðingur á vatnamælinga- sviði Orkustofnunar, segir enn ekki ljóst hve mikið vatn hafi runnið úr katlinum, þar sem ekki náist síma- samband við vatnsmælinn við Seið- stind. „Þar til við fáum gögnin getum við aðeins sagt hvað mælst hefur í Eldvatni og Skaftá við Kirkjubæjarklaustur og Stapaál, en hlaupið kvíslast hér út um allt.“ Snorri segir þá vatnamælinga- menn telja hlaupið úr eystri katlin- um. „Hann er stærri og lengra síðan kom úr honum, en það var í október 2003. Það þykir langur tími síðan síðast hljóp úr honum,“ segir Snorri. Á síðustu fimmtíu árum hafi um fjörutíu sinnum hlaupið úr kötlunum. Elín Heiða segir að hvert nýtt hlaup brjóti hraðar á árbökkunum. Þau beri einnig með sér meira af jarðefnum og erfitt sé að bregðast við og græða upp landið á milli hlaupanna. Hún segir að þegar hlaupið réni verði hægt að leggja mat á tjónið og hefja landgræðslu á svæðinu að nýju. gag@frettabladid.is Gróðureyðing Skaft- árhlaupa gríðarleg Mikil gróðureyðing er út frá Skaftá af völdum Skaftárhlaupa. Vatnið úr jökul- katlinum ber með sér sand og eðju. Hlaupið nú náði yfir fjóra nýuppgrædda sandgeira við ána. Bændur hafa misst búfénað sem festist í drullunni og drapst. ELDVATN VIÐ ÁSA Hér má sjá rennsli hlaupsins í rúmmetrum frá miðnætti 23. apríl til klukkan sex síðdegis í gær. EITT STÆRSTA SKAFTÁRHLAUPIÐ Sérfræðingur á Vatnamælingasviði segir enn ekki hægt að segja til um stærð Skaftárhlaupsins að þessu sinni. Það kvíslist um allt svæðið og ekki náist samband við mælinn sem gefi heildarupplýsingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/NFS 12.00 00.0000.00 12.00 23. apríl 24. apríl 600 400 250 m3/s DÓMSMÁL Maður missir ökuleyfi sitt í fjóra mánuði og situr í fang- elsi í ellefu daga greiði hann ekki fimmtíu þúsund króna sekt á næstu fjórum vikum. Hann var stöðvaður á bifreið undir svo miklum áhrif- um amfetamíns að hann var ófær um að stjórna henni örugglega. Hann hlaut ekki dóm fyrir að hafa orðið sér úti um fíkniefnin. Maðurinn neitaði því að hafa ekki haft stjórn á bifreiðinni þrátt fyrir að amfetamínmagið í blóði hans hafi mældist 375 ng/ml, en við allra stærstu skammta af amf- etamíni sem gefnir eru í lækn- ingaskyni er þéttni þess um 150 ng/ml, samkvæmt dómnum. - gag Óökufær af amfetamíni: Slapp við dóm fyrir fíkniefnin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.