Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 38
 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 Álit dómnefndar: Kristján Bjarki Jónasson: Sambandsslit sett í algerlega nýtt og magnað samhengi. Frumleiki, kraftur og fyndnir taktar. Ragnheiður Eiríksdóttir: Eins og súrrealísk bíómynd, eða manneskja á barmi sturl- unar. Það tvennt er bæði mjög spennandi og þetta ljóð er það líka. Fær mig til að hugsa um eldrauðan varalit. Þórarinn Þórarinsson: Það er eitthvað eitthvað ómótstæðilegt við skapahár í ljóðum. Erótík og dauði er svo auðvitað sígildur dúett þannig að þetta kveikir vel í manni. Æðar Japans Meðan þú bróderar dreka í dúnúlpuna þína, plokka ég af mér píkuhár til þess að þú verðir ekki uppiskroppa með tvinna. Þú gerir lítið úr fórn minni og segir frá því hvernig fyrrverandi kærasta þín frá Japan hafi eytt fjórum klukkutímum á dag í að plokka æðarnar úr rækjunum sem hún hafi vandlega valið í rækjusalatið þitt. Ólýsan- legur glæsibragur hafi verið yfir agaðri beit- ingu hennar á flísatönginni sem hún hafði sjálf steypt úr skartgripum ömmu sinnar. Þegar þú sefur stelst ég til að strengja tippa- hárin þín í litla hörpu og spila á þau lag sem ég hef samið um þig. Svo dansa ég í takt við andardrátt þinn. Þú vaknar meðan ég er að slamma við þungarokkshroturnar í þér. Þú hlærð einsog freðinn risarostungur og eftir hálftíma af óbærilega sársaukafullum þrumuhlátri, hjóla ég rakleiðis á barinn og þamba að botninum á viskíflösku. Þú finnur mig næsta morgun þar sem ég ligg dauð á framrúðunni á bláum Volvo. Þú starir inní blóðhlaupin augu eftir hamfara- flóð af áfengum tárum. Þú segist vilja slíta sambandinu því þú sért eiginlega meira fyrir japanskar konur. Það er eins og í sálinni svamli óragrúi tilfinninga. Straumþungt stórfljót sem streymir í átt að ljóði. Ekki bara hvaða ljóði sem er heldur innihaldsríku og djúpu. En þar liggur vandinn ég er bara stelpugopi. Ég er hvorki ástfangin né í ástarsorg. Ég hef ekki skoðanir á varnarliði eða vatnalögum. Ég hef enga sérstaka innsýn í mannlegt eðli. Eða get skrifað á hnyttinn hátt um hátterni fólks. En ég veit að Marissa skaut Trey, í ðe ósí. Og Rory Gilmore svaf hjá Dean, þó hann væri giftur. Bara. Bara ef ég væri alvöru. Alvarleg með skoðanir á hreinu. Þá gæti ég kannski túlkað þessar tilfinningar sem krauma innra með mér. Í dag mætast ungskáldin Ásta Heiðrún Elísabet Péturs- dóttir og Unnur Andrea Einarsdóttir í úrslitaviðureign Sigurskáldsins 2006, ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðs- ins. Dómnefnd valdi átta ljóð af um 400 innsendum ljóð- um í aðalkeppnina og nú standa Æðar Japans og nafn- laust ljóð Ástu tvö eftir. Unnur hafði betur en Atli Bollason í fjögurra ljóða úrslitum og Ásta komst í úrslit- in eftir sigur á Hildi Lilliendahl Viggósdóttur í gær. Lesendur fá því nú tækifæri til þess að velja Sigur- skáldið með því að kjósa það ljóð sem þeim hugnast betur í SMS-kosningu. Sigurvegarinn verður svo kynnt- ur í blaðinu á miðvikudag. Úrslitaviðureign SigurskáldsinsEf þú kýst ljóð Ástu sendir þú SMS-skeytið JA L2 í núm-erið 1900*.Ef þú kýst ljóð Unnar sendir þú SMS-skeytið JA L6 í númerið 1900*. * Hvert skeyti kostar 99 krónur. HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri. Dregið verður úr innsendum SMS-skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bókina Minningar um döpru hórurnar mínar eftir Gabriel Garcia Marquez. Álit dómnefndar: Kristján Bjarki Jónasson: Sannleikurinn um okkur öll, sagður á umbúðalausan og glæsilegan hátt. Flott ljóð. Ragnheiður Eiríksdóttir: Raunsæi ungra kvenna í dag, þar sem raunverulegasti hlutur lífs þeirra er bandarískur sjónvarpsþáttur. Þráin eftir frekari dýpt verður sjálf dýptin. Þórarinn Þórarinsson: Afskaplega „ljóðalegt“ ljóð sem fangar vel angistina sem fylgir því að vera hugsandi manneskja í neyslusamfélagi. ÁSTA HEIÐRÚN ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR Fædd 1984. UNNUR ANDREA EINARSDÓTTIR Fædd 1981. Kínverski herinn hefur gripið til sterkra meðala til að skilja hafr- ana frá sauðunum. Héðan í frá verður engum með húðflúr hleypt í herskóla landsins, allir umsækj- endur þurfa að gangast undir sál- fræðimat og lyfjapróf og mega ekki hrjóta ofan í kaupið. Frelsisher lýðveldisins gaf út hin nýju inntökuskilyrði á sunnu- dag og þar segir að þar sem húð- flúr séu til þess fallin að gengis- fella ímynd hersins verði þau bönnuð og jafnvel þeir sem bera ör eftir að hafa látið fjarlægja húð- flúr af sér fá ekki inngöngu. Undantekning verður þó gerð fyrir þá sem bera húðflúr sem er ein- kennandi fyrir sinn ættbálk, svo lengi sem það sjáist ekki þegar þeir eru í stuttbuxum. Þar til bærir sérfræðingar verða látnir meta andlegt ástand umsækjandanna auk þess sem þeir verða látnir gefa þvagsýni fyrir lyfjapróf svo hægt sé að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki neytt ólöglegra vímu- gjafa. Ekki hefur verið greint frá hvernig sannreynt verður hvort umsækjendur hrjóti hátt eða ekki. Talsmenn hersins segja að með þessu móti vilji þeir í senn sporna óreglu meðal ungs fólks, en vímu- efnavandi er vaxandi vandamál í Kína, og tryggja að aðeins úrvals- fólk veljist í herinn. Þannig verði herinn eftirsóknarverður kostur fyrir ungmenni sem muni hvetja þau til að breyta rétt til að eiga möguleika á inngöngu. Bannað að hrjóta í kínverska hernum KÍNVERSKIR HERMENN Ekki verður ráðið af myndinni hvort þessir hrjóti hátt. NORDICPHOTOS/AFP 2 fyrir 1 á sérstakar MasterCard forsýningar á einni fyndnustu mynd ársins — Rauðhetta eins og þú hefur aldrei séð hana áður! Þú vilt ekki missa af þessari! MasterCard korthafar fá 2 miða á verði eins á neðan- greindar sýningar, greiði þeir með kortinu. Myndin verður frumsýnd með íslensku og ensku tali 28. apríl í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Selfossbíói. 2 fyrir 1 á þessar sýningar 25. apríl kl. 20.00 - enskt tal 26. apríl kl. 18.00 - íslenskt tal 27. apríl kl. 18.00 - íslenskt tal Bíóklúbbur MasterCard - góða skemmtun! Nánar á www.kreditkort.is/klubbar Raudhetta_dagblod.ai 24.4.2006 10:25:48

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.