Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 6
6 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
LAGERSALA
50%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLU !
OPIÐ 11-19
FELLSMÚLA 28
(GAMLA WORLD CLASS HÚSINU)
KJÖRKASSINN
Vilt þú sjá gjaldfrjálsan leikskóla?
Já 55%
Nei 45%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Var rétt að selja grunnnetið með
Símanum?
Segðu þína skoðun á visir.is
FRAKKLAND, AP Leiðtogi hægrisinn-
aðs flokks í Frakklandi, Philippe de
Villiers, lýsti því yfir í útvarpsvið-
tali í gær að franskir múslimar
hefðu laumast inn á viðkvæm svæði
á helsta flugvelli Parísar, Roissy-
Charles de Gaulle, og gætu sprengt
hann í loft upp hvenær sem er.
Á fimmtudag kemur út bókin
Moskur Roissy eftir de Villiers,
þar sem hann heldur því fram að
lítið sé fylgst með starfsmönnum
flugvallarins, að 25 leynilegar
moskur sé að finna í göngum
undir flugbrautunum og að með-
limir í Bræðralagi múslima starfi
við farangursflutning á vellinum.
De Villiers segist hafa leitað
heimilda í leynilegum skýrslum
frönsku leyniþjónustunnar en lög-
regla segir skjölin fölsuð. Hafa
stjórnmálamenn brugðist harka-
lega við og saka de Villiers um að
hvetja til kynþáttahaturs.
Nicolas Sarkozy innanríkisráð-
herra heimsótti flugvöllinn í síð-
ustu viku og sagði allar öryggis-
ráðstafanir vera afar góðar þar.
De Villiers, sem þekktur er
fyrir andstöðu sína gegn innflytj-
endum, hyggst bjóða sig fram til
forseta í haust. Telja stjórnmála-
skýrendur að hann muni ekki
hljóta mörg atkvæði.
Um 53 milljónir manna ferðast
um flugvöllinn á ári hverju. - smk
Tilvonandi forsetaframbjóðandi í Frakklandi sagður hvetja til kynþáttahaturs:
Segir hættu stafa af múslimum
NICOLAS SARKOZY Innanríkisráðherra Frakklands heimsótti Roissy-flugvöllinn í síðustu viku
og sagði hann eins öruggan og unnt væri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÆREYJAR Færeyingar „þjófstört-
uðu“ um helgina opnun nýju veg-
ganganna sem verið er að leggja
lokahönd á milli Austureyjar og
Borðeyjar, en þessi göng munu
opna akleið til Klakksvíkur, ann-
ars stærsta bæjar Færeyja.
Þúsundir Færeyinga fóru á
sunnudag fótgangandi í gegnum
göngin undir Leirvíkurfjörð, sem
eru 6,2 km löng, um hálfum kíló-
metra lengri en Hvalfjarðargöng-
in. Göngin hafa fengið nafnið
Norðureyjagöng, enda tengja þau
kjarnahluta Færeyja við Norður-
eyjarnar. Göngin verða formlega
vígð 29. apríl, að því er fréttavef-
ur Politiken greinir frá. - aa
Samgöngubót í Færeyjum:
Norðureyja-
göng fullgerð
ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, gaf í skyn í gær að
Íranar kynnu að segja sig frá
alþjóðasamningnum gegn
útbreiðslu kjarnorkuvopna, svo-
nefndum NPT-sáttmála, og spáði
því að ekki yrði neitt úr hótunum
um að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna ákveddi að beita Íran þving-
unaraðgerðum.
„Þeir sem tala um refsiaðgerð-
ir myndu verða fyrir meira tjóni
(en Íran),“ sagði forsetinn á blaða-
mannafundi í Teheran. „En það
mun ekkert sérstakt gerast, sjáiði
til.“
Ahmadinejad sagði jafnframt
að Íranar myndu endurskoða
afstöðu sína til þess að hlíta NPT-
sáttmálanum og aðildarinnar að
Alþjóðakjarnorkumálastofnun-
inni, IAEA, ef aðildin skilaði Írön-
um engu.
Talsmenn IAEA hafa sakað
Írana um að svara ekki sem skyldi
öllum spurningum stofnunarinnar
um kjarnorkuáætlun þeirra og því
vísaði stjórn stofnunarinnar mál-
inu til öryggisráðs SÞ. Öryggis-
ráðið gaf írönskum stjórnvöldum
frest sem rennur út nú í vikulokin
til að hætta auðgun úrans, en með
því ferli er hægt að framleiða
eldsneyti til friðsamlegrar raf-
orkuframleiðslu í kjarnorkuver-
um, en einnig efni í kjarnorku-
sprengjur. Íranar hafa hafnað
kröfunni með þeim rökum að þeim
sé fyllilega heimilt, sem aðilum að
NPT-sáttmálanum, að nýta kjarn-
orku í friðsamlegum tilgangi. - aa
Mahmoud Ahmadinejad hélt blaðamannfund í Teheran:
Forseti Írans hefur í hótunum
SPARAR EKKI STÓRU ORÐIN Mahmoud
Ahmadinejad Íransforseti á blaðamanna-
fundi í Teheran í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RÍKISÚTVARPIÐ „Ég fæ ekki séð að
hægt sé að verða við því að fresta
afgreiðslu frumvarpsins um
Ríkisútvarpið til haustsins, eins
og óskað hafði verið eftir,“ segir
Sigurður Kári Kristjánsson, for-
maður menntamálanefndar
Alþingis. „Þá væru menn aðeins
að slá viðfangsefninu og vandan-
um á frest.“
Frumvarpið var afgreitt til
þriðju umræðu og menntamála-
nefndar á nýjan leik á þingfundi í
gær.
Sigurður Kári segir að óskað
hafi verið eftir að fulltrúar Ríkis-
endurskoðunar, Samkeppniseftir-
litsins, verkalýðshreyfingarinnar
og fleiri yrðu kallaðir fyrir
menntamálanefnd. „Ég mun gera
allt sem ég get til þess að verða
við þeim óskum stjórnarandstæð-
inga og ræða málin frekar eftir
því sem við verður komið,“ segir
Sigurður Kári, en fundir verða í
menntamálanefnd þegar í dag.
Mörður Árnason, Samfylking-
unni, á sæti í menntamálanefnd,
en minnihluti nefndarinnar hefur
lagt fram tilboð um framvindu og
meðferð málsins sem meðal ann-
ars felst í því að fresta afgreiðslu
þess til haustsins. „Ég hef ekki
fengið nein formleg viðbrögð frá
meirihluta nefndarinnar nema ein-
hver andvörp í fjölmiðlum. Tilboð
okkar er sett fram í alvöru og geng-
ur út á það að við reynum að ná
samstöðu og búum til frumvarp
sem unnt verður að afgreiða fyrir
áramót. Ég hef trú á því að það geti
gengið ef menn vilja láta af kredd-
um og skammtíma pólitískum
metnaði í málinu,“ segir Mörður.
Meðal þess sem stjórnarand-
stæðingar vilja ræða er að Ríkis-
útvarpið verði gert að sjálfseign-
arstofnun í atvinnurekstri en þess
gætt að halda sem allra flestum
kostum hlutafélagsformsins.
Í atkvæðagreiðslu um frum-
varpið í gær greiddi Kristinn H.
Gunnarsson, Framsóknarflokki,
atkvæði gegn ákvæði um að breyta
Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en
stjórnarandstaðan sat hjá í nafni
þess að frumvarpið færi aftur til
meðferðar í menntamálanefnd.
Pétur H. Blöndal gerði grein
fyrir atkvæði sínu og kvaðst
greiða atkvæði með frumvarpinu
þar sem það væri skref í þá átt að
einkavæða Ríkisútvarpið. Jafn
fráleitt þætti mönnum eftir fimmt-
án ár að ríkið ræki fjölmiðil eins
og mönnum þætti fráleitt nú að
bankamenn hefðu eitt sinn verið
opinberir starfsmenn.
johannh@frettabladid.is
Hafnar frestun á
RÚV-frumvarpinu
Formaður menntamálanefndar hafnar tilboði stjórnarandstöðunnar um að
fresta afgeiðslu frumvarpsins um Ríkisútvarpið. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, er fylgjandi frumvarpinu enda sé það skref í átt til einkavæðingar RÚV.
PÉTUR H. BLÖNDAL SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
Frumvarpið er skref í þá átt að einkavæða
Ríkisútvarpið og því leggur Pétur blessun
sína yfir það.
MÖRÐUR ÁRNASON SAMFYLKNGUNNI „Ég
hef trú á því að hægt sé að ná samstöðu ef
menn vilja láta af kreddum og skammtíma
pólitískum metnaði í málinu.“
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON SJÁLF-
STÆÐISFLOKKI Sigurður Kári segir ekki hægt
að verða við óskum um að fresta afgreiðslu
frumvarpsins um að breyta RÚV í hlutafélag.