Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 42
30 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
22 23 24 25 26 27 28
Þriðjudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Valur og Haukar mætast í
deildarbikar kvenna í handbolta í
Laugardalshöllinni.
19.15 ÍBV og Stjarnan mætast í
deildarbikar kvenna í handbolta í
Vestmannaeyjum.
■ ■ SJÓNVARP
17.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
Fjallað verður um HM í sumar.
18.30 Meistaradeildin á Sýn.
Bein útsending frá leik Villarreal og
Arsenal.
ÍSHOKKÍ Þó að íshokkí sé tiltölulega
ný íþróttagrein á Íslandi, og
aðstæðurnar ekki verið upp á
marga fiska þar til fyrir skömmu,
hefur Íslendingum fleygt fram í
íþróttinni enda metnaðarfullt og
duglegt fólk sem stendur á bak við
starfsemi íþróttarinnar.
Þetta fólk hefur nú ráðist í það
stórverkefni að halda HM hér á
landi. Ísland leikur í 3. deild en
okkar menn féllu á grátlegan hátt
úr 2. deild í fyrra á aðeins einu
marki. Stefnan er að komast beint
aftur upp úr 3. deildinni á heima-
velli en mótið var sett í gærkvöldi
og íslenska liðið mætti síðan liði
Lúxemborg eftir mótssetningu í
sínum fyrsta leik.
Með Íslandi og Lúxemborg í
riðli eru Armenía, Tyrkland og
Írland en flest þessi lið eru frekar
jöfn að getu og er búist við spenn-
andi leikjum í Laugardalnum.
Ísland mætir Írlandi á miðviku-
dag, Armenum á fimmtudag og
loks Tyrkjum á laugardag en allir
leikir íslenska liðsins hefjast
klukkan 20.
- hbg
Karlalandslið Íslands í íshokkí tekur þátt í HM 3. deildar:
HM fer fram alla vikuna í
Skautahöllinni í Laugardal
ÁFRAM ÍSLAND Fólk er hvatt til þess að mæta á völlinn og hvetja íslenska liðið til dáða á
HM en Ísland ætlar sér að komast upp í 2. deild. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÍÞRÓTTIR Skíðadeild ÍR er búin að
leigja Orkuveitunni skíðasvæðið
sitt, Hengilssvæðið, og hefur
einnig gefið leyfi á að svæðinu
verði breytt í malarnámu. Mun
deildin því flytja rekstur sinn yfir
í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á
þessum aðgerðum um 30 milljón-
irr króna en ekki eru allir á eitt
sáttir um hvernig eyða eigi pen-
ingunum.
Aðalstjórn félagsins mælir með
því að milljónunum verði skipt
upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeild-
in fær rúmar 6 milljónir í rekstr-
arfé. Síðan mælist aðalstjórnin til
þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7
milljónir króna sem notaðar verði
til að greiða upp lán. Sama á við
um fótboltann og körfuboltann
sem fá 6 milljónir króna hvort til
að greiða upp lán en handknatt-
leiksdeildin fær eina milljón til að
greiða upp það litla sem deildin
skuldar. Síðustu 8 milljónirnar
fara síðan í sjóð sem verður í
umsjá aðalstjórnar.
Þess utan mælist aðalstjórnin
til þess að 11,2 milljóna króna
skuld körfuknattleiksdeildarinnar
verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón
króna skuld knattspyrnudeildar-
innar við aðalstjórn. Með öðrum
orðum þurrkast út 17,2 milljóna
króna skuld körfuknattleiksdeild-
arinnar á einu bretti og knatt-
spyrnudeildin verður laus við 7,2
milljóna króna skuld. Þessi tillaga
hefur farið mjög illa í forkólfa
handknattleiksdeildar ÍR, sem
segja aðalstjórnina vera að senda
út röng skilaboð.
„Það er einfaldlega verið að
verðlauna skussana og þau skila-
boð send út að engu skipti hversu
óábyrgur rekstur þeirra sé. Það
verði alltaf hreinsað upp eftir þá.
Við sem höfum verið að reka okkar
deild skynsamlega fáum síðan ekk-
ert fyrir okkar snúð þegar loksins
kemur peningur en við hefðum svo
sannarlega getað nýtt eitthvað af
þessum peningum sem karfan og
fótboltinn er að fá þegar við mis-
stum allt okkar lið fyrir ári síðan.
Þrátt fyrir missinn héldum við
rekstrinum í réttu formi og fórum
ekki að eyða peningum sem við
eigum ekki,“ sagði Hólmgeir Ein-
arsson, sem staðið hefur í stafni
handknattleiksdeildarinnar til
margra ára en er að draga sig út af
heilsufarsástæðum. Hann tók sig
til á sínum tíma og hreinsaði upp
skuldir handknattleiksdeildar með
hjálp góðra manna á sínum tíma og
hefur æ síðan rekið deildina án
þess að stofna til skulda.
„Sjáðu síðan hvernig deildirn-
ar bregðast við þegar þær sjá að
það er verið að fara að draga þær
upp úr skuldafeninu. Körfuknatt-
leiksdeildin semur við dýrasta
þjálfara landsins og svo er spurn-
ing hvort honum fylgi ekki dýrir
leikmenn. Knattspyrnudeildin til-
kynnir síðan að kvennaliðið ætli
að flytja inn þrjá erlenda leik-
menn og auglýsir eftir húsnæði.
Með öðrum orðum virðast þessar
deildir ætla að fara beint í sama
farið og stofna aftur til skulda,“
sagði Hólmgeir þungur á brún en
hann hefur ekki gefið upp alla
von um að þessari tillögu verði
breytt.
henry@frettabladid.is
Skussarnir verðlaunaðir
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnu-
brögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir
íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun.
ÓSÆTTI Innan þessara veggja í ÍR-heimilinu verður eflaust hart tekist á um hvað gera skuli
við milljórnir þrjátíu sem fást fyrir leigu Hengilssvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Stórskytta til ÍBV?
Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt
í viðræðum við rúmensku stórskyttuna
Alinu Petrache um að hún gangi til liðs
við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache
þessi leikur með
Constanta og
fór mikinn í
tveimur leikjum
liðsins gegn
Valsstúlkum í
undanúrslitum
Áskorendakeppni
Evrópu. Leikmenn
Vals réðu ekkert við
hana í leikjunum tveimur, en
samtals skoraði Petrache 26 mörk og er
ljóst að þar er á ferð skytta sem yrði í
allra fremstu röð á Íslandi. „Við erum að
skoða málið og sjá hvort það er mögu-
leiki á að fá hana. Við erum nokkuð
spenntir,“ staðfesti Hlynur Sigmarsson
hjá handknattleiksdeild ÍBV við Frétta-
blaðið í gær.
Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni,
Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn
aftur til landsins eftir að hafa dvalið í
vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í
Hollandi. Eins og kunnugt er spilar
landsliðsmaðurinn Grétar Rafn
Steinsson með liði AZ og segist
Halldór hafa verið kunnugt um
það áður en hann hélt utan. Það
er þó ekki í frásögur færandi
nema að þegar þeir hittust í
fyrsta sinn í Hollandi hafði
Halldór ekki hugmynd um við
hvern hann var að tala.
„Ég hitti hann fyrst á
hótelherberginu mínu.
Hann gekk inn í herbergið
og sagði hæ. Ég sagði á
móti „english, please“.
Hann gaf mér skrítinn svip
og sagði síðan: „Eigum við
ekki bara að tala íslensku,
vinur?“ Þetta var mjög sér-
stakt. Ég vissi ekkert hver
þessi náungi væri,“ segir
Halldór, sem augljóslega
hefur ekki gert mikið af
því að horfa á leiki íslenska
landsliðsins að undanförnu.
„Við getum orðað það
svo að mér finnst mun
skemmtilegra að spila
fótbolta en að horfa á
hann. Ég vissi ekkert
hvernig Grétar
leit út,“ segir
Halldór en
hann og
Grétar gátu hlegið að misskilningnum
það sem eftir var dagsins.
Halldór, sem er nýorðinn átján ára
gamall, æfði með varaliði AZ í
viku og lék einn leik með U-19
ára liði félagsins. „Ég held
að mér hafi gengið bara
nokkuð vel og ég get vel
hugsað mér að fara til
þessa liðs. Þeir hafa
sagt mér að þeir hafi
verið ánægðir með mig
en að það vanti nokkuð upp á
grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast
með mér í U-19 ára landsliðinu
og ef vel gengur þar getur
allt gerst,“ sagði Halldór að
lokum.
LEIKNISMAÐURINN HALLDÓR KRISTINN HALLDÓRSSON: ÞEKKTI EKKI GRÉTAR RAFN STEINSSON Í SJÓN
„Eigum við ekki bara að tala íslensku?“
HANDBOLTI Lokaspretturinn á tíma-
bilinu í kvennaboltanum hefst í
kvöld þegar fyrstu leikirnir í hinni
nýju keppni, deildarbikarnum,
fara fram. Þáttökurétt hafa liðin
sem enduðu í fjórum efstu sætum
DHL-deildarinnar og er um að
ræða útsláttarkeppni í anda
úrslitakeppninnar sálugu.
Í Laugardalshöll mætast Valur
og Haukar en í Eyjum taka Íslands-
meistarar ÍBV á móti Stjörnunni.
Það hefur andað köldu á milli þess-
ara liða og skotin gengið á víxl síð-
ustu vikur eftir að ÍBV grunaði að
markvörður sinn, Florentina
Grecu, væri búinn að semja við
Stjörnuna og kærði ÍBV málið í
kjölfarið. Grecu lýsti því síðan
yfir í viðtali við Fréttablaðið í síð-
ustu viku að hún vildi breyta
til og sagði að það væru 80% líkur
á að hún spilaði með Stjörnunni
á næstu leiktíð. Sumir Eyjamann
hafa gengið svo langt að þeir vilja
ekki sjá Grecu spila sé það rétt að
hún sé á leið í Garðabæinn en ljóst
er að þetta mál gerir viðureign lið-
anna áhugaverðari en ella.
Sigur í þessari keppni gefur
sæti í Áskorendakeppni Evrópu á
næsta ári. - hbg
Deildarbikar kvenna:
Mun Grecu
spila með ÍBV?
FLORENTINA GRECU Fagnar hér Íslands-
meistaratitlinum á dögunum. FÓTBOLTI Malcolm Glazer, hinn
hataði aðaleigandi Manchester
United, hefur verið útskrifaður af
sjúkrahúsi eftir að hafa fengið
heilablóðfall á páskadag. Hinn 78
ára gamli Glazer, sem keypti
meirihluta í Man. Utd. síðasta
sumar, er enn ekki komið með fullt
vald á máli sínu og er með skadd-
aða hreyfigetu hægra megin á lík-
amanum.
Í yfirlýsingu sem barst frá syni
hans Joel segir að læknar búist við
því að Malcolm nái góðum bata en
þó er ekki víst að hreyfigetan
komi aftur að fullu. - vig
Malcolm Glazer:
Fékk heilablóð-
fall á páskadag
MALCOLM GLAZER Er orðinn 78 ára gamall
og aldurinn er farinn að segja til sín.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
������������������������������
�� ������������������������� ��� ��
Valur vék fyrir Garðari
Leikur Vals og ÍR í DHL-deild karla í
handbolta, sem fara átti fram í Laug-
ardalshöllinni á laugardag, hefur verið
færður yfir í Víkina. Vegna mistaka var
Höllin tvíbókuð þennan dag en um
kvöldið eru á dagskrá stórtónleikar
með Garðari Thor Cortes og Katherine
Jenkins.