Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 32
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Guðmundur Jónsson, Staðar-
hrauni 20, Grindavík, lést á heimili
sínu laugardaginn 22. apríl.
Guðríður Björnsdóttir, Mýrarvegi
115, Akureyri, lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans við Hringbraut
föstudaginn 21. apríl.
Jóhanna Guðbjörg Jóhannsdótt-
ir lést laugardaginn 22. apríl á
Landspítalanum.
Jóhannes Helgi Jónsson, Hvassa-
leiti 56, áður Álftamýri 30, lést á
Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 21. apríl.
Oddur Sigurðsson frá Kolviðar-
nesi, Dvalarheimili aldraðra Borg-
arnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness
sunnudaginn 23. apríl.
JARÐARFARIR
13.00 Ingi Adolphsson, Dalaseli
12, verður jarðsunginn frá
Seljakirkju.
13.00 Njáll Símonarson,
Bólstaðarhlíð 68, verður
jarðsunginn frá Fríkirjunni í
Reykjavík.
13.00 Sveinn Mýrdal Guðmunds-
son, Elliheimilinu Grund,
Hringbraut 50, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni.
14.00 Kristín Tómasdóttir,
Borgarhrauni 35, Hvera-
gerði, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
15.00 Sigurður Geir Ólafsson
verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
AFMÆLI
Séra Eðvarð Ingólfs-
son er 46 ára í dag.
Páll Gísli Stefánsson frá Vatns-
enda í Ólafsfirði lést á Landspít-
alanum við Hringbraut að kvöldi
fimmtudagsins 20. apríl.
Regína Thorarensen lést í
Hulduhlíð, Eskifirði, laugardaginn
22. apríl.
MERKISATBURÐIR
1840 Pjotr Ilyich Tsjaíkovsky
tónskáld fæðist.
1915 Hótel Reykjavík og ellefu
önnur hús brenna í mesta
eldsvoða á Íslandi. Tveir
menn farast.
1944 Fyrsta íslenska óperettan, Í
álögum, er frumsýnd í Iðnó.
1971 200 þúsund manns
mótmæla Víetnamstríðinu í
Washington.
1978 Jökull Jakobsson rithöfund-
ur andast.
1991 Bifreið er ekið á hæsta tind
Íslands, Hvannadalshnúk á
Öræfajökli, í fyrsta sinn.
1993 Boris Jeltsín kosinn forseti
Rússlands.
1999 Haldið er í fyrsta sinn upp
á Dag umhverfisins, á fæð-
ingardegi Sveins Pálssonar
náttúrufræðings.
Á blaðamannafundi þýska
tímaritsins Stern árið 1983 lýsti
Dacre lávarður, frægur breskur
sagnfræðingur, efasemdum um
uppruna dagbóka Hitlers. Hann
hafði stuttu áður staðfest að þær
væru ósviknar og sannarlega
dagbækur Hitlers.
Tímaritið Stern hafði nokkrum
dögum fyrr tilkynnt að fundist
hefðu sextíu dagbækur skrifaðar
af Hitler sjálfum frá 1932 til
dauða hans 1945.
Blaðamaður Stern sem komst
yfir bækurnar sagðist hafa fundið
þær á heylofti í Austur-Þýskalandi. Hafði hann uppi
þá kenningu að dagbækurnar hefðu legið á loftinu
síðan þýsk flugvél hrapaði í stríðslok með ýmis
leynigögn úr híbýlum Hitlers í Berlín.
Vegna efasemda Dacre voru
bækurnar sendar í frekari
rannsóknir og þá kom í ljós að
pappírinn sem var notaður í þær
var ekki framleiddur fyrr en eftir
seinni heimsstyrjöldina, auk þess
sem límið og blekið voru einnig
mun nýrri. Texti bókanna var
einnig fullur af rangfærslum.
Síðar kom í ljós að dagbækurnar
höfðu verið keyptar af Konrad
Kujau, sem hafði falsað þær listi-
lega vel. Kujau fékk níu milljónir
þýskra marka fyrir bækurnar.
Blaðamaður Stern og falsarinn
Kujau voru árið 1985 dæmdir í fjögurra og hálfs
árs fangelsi fyrir svik og fölsun. Kujau nýtti sér síðar
frægð sína og seldi falsanir á þekktum málverkum
til dauðadags árið 2000.
ÞETTA GERÐIST: 25. APRÍL 1983
Upp kemst um fölsun dagbóka Hitlers
ADOLF HITLER
LISA „LEFT EYE“ LOPES (1971-2002)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Línan milli snilli og
brjálæðis er þunn. Ég er
alltaf stimpluð sem sú
brjálaða.“
Rapparinn Lisa Lopes lést á sviplegan
hátt í bílslysi í Hondúras.
ELDHAF Sólin sest við rjúkandi eld-
fjall í Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Á morgun heldur kanadíski
rithöfundurinn Lise Tremblay
fyrirlestur hjá Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur. Þar
mun hún rekja stuttlega sögur
bókmennta í Québec en fyrir-
lesturinn verður á frönsku og
þýddur jafnóðum á íslensku.
Lise Tremblay hefur sent
frá sér fjórar bækur og hlotið
fjölda verðlauna fyrir verk
sín. Í fyrirlestrinum fjallar
hún um helstu strauma í sam-
tímabókmenntum Québec og
lítur meðal annars á kvenrit-
höfunda og bókmenntir inn-
flytjenda sem hafa kosið að
skrifa á frönsku þrátt fyrir að
það sé ekki móðurmál þeirra.
Erindið verður haldið í
stofu 201 í Odda á morgun,
miðvikudag, klukkan 12.05 og
að því loknu verða umræður á
ensku.
Bókmenntir í Québec
FYRIRLESTUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Kanadískar samtímabókmenntir verða
teknar fyrir á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hinn 1. maí næstkomandi tekur kona í
fyrsta sinn við stöðu deildarforseta
tannlæknadeildar. Dr. Inga B. Árna-
dóttir hlakkar til að takast á við þetta
nýja starf og er stolt af því að vera
fyrsta konan í stöðunni.
„Tannlækningar hafa alltaf verið
frekar karllægt fag en ég held að okkur
sé núna að takast að jafna kynjahlut-
föllin,“ segir Inga. Að hennar mati er
hluti af eðlilegri þróun að kona verði
deildarforseti tannlæknadeildar.
„Hingað til hefur engin kona haft þá
menntun eða stöðu innan deildarinnar
að hafa möguleika á því að verða deild-
arforseti.“ Hún segir að þetta árið hafi
hlutfall kvenna sem komst gegnum
numerus clausus, samkeppnisprófið í
tannlæknadeild, verið mjög hátt en
annars sé ekki hlaupið að því að finna
munstur í kynjaskiptingu innan deild-
arinnar. „Stundum komast fimm stelp-
ur og einn strákur inn í deildina, eins
og núna um jólin, en svo gerist það að
fimm strákar koma á móti einni stelpu.
Það virðist ekki vera nein ákveðin
fimmtíu prósenta skipting á kynjahlut-
föllunum.“
Inga er alls ekki ókunn tannlækna-
deildinni í Háskóla Íslands þrátt fyrir
að hafa lokið tannlæknaprófi sínu í Dan-
mörku og meistaraprófinu í Bandaríkj-
unum. „Ég er búin að kenna við deildina
síðstu tuttugu ár. Svo lauk ég doktors-
prófi síðasta vetur og er því loksins
búin að ná mér í gráðu frá Háskóla
Íslands.“ Vegna þess að Inga er ekki
menntuð frá HÍ segist hún geta nýtt sér
gestsaugað við að sjá deildina utan frá
og þaðan sé útsýnið gott. „Við útskrif-
um alveg frábært fólk sem á auðvelt
með að komast að í framhaldsnámi
bæði hérlendis og erlendis,“ segir hún.
Tannlæknadeild er minnsta deildin í
háskólanum og ekki nema sex nemar á
hverju ári. „Það má eiginlega segja að
tannlæknanemar séu handunnir því
við náum að móta þá svo vel,“ segir
Inga, greinilega stolt af sínu fólki. Sér-
staða deildarinnar felst þó ekki bara í
smæð hennar heldur líka í því að innan
hennar er rekið lítið munnsjúkrahús.
„Á munnsjúkrahúsinu starfa tann-
læknanemar, tanntækninemar og
annað starfsfólk svo þetta er eiginlega
eins og lítið fyrirtæki innan háskólans.
Þetta er auðvitað gert vegna þess að
menntunin krefst mikillar verklegrar
kennslu. Fólk getur svo komið utan úr
bæ og sótt tannlæknaþjónustu til
okkar.“
Inga segir spennandi að sjá hvernig
henni farist verkið úr hendi og hvaða
breytingar verði á stjórnsýslu deildar-
innar. „Konur og karlar eru auðvitað
mismunandi stjórnendur og athyglis-
vert að fylgjast með því. Fyrst og
fremst er þó alveg frábært fólk í deild-
inni sem verður gaman að vinna með.“
INGA B. ÁRNADÓTTIR: TEKUR VIÐ STÖÐU DEILDARFORSETA TANNLÆKNADEILDAR HÍ
Konur og karlar eru
mismunandi stjórnendur
INGA B. ÁRNADÓTTIR NÝR DEILDARFORSETI Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Aldrei áður hefur kona gegnt stöðu forseta tannlæknadeildar en deildin hefur mikla
sérstöðu innan háskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
Regína Thorarensen
sem lést í Hulduhlíð, Eskifirði, hinn 22. þessa mánaðar,
verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju þriðjudaginn
2. maí kl. 13.00.
Hilmar F. Thorarensen Ingigerður Þorsteinsdóttir
Guðbjörg K. Karlsdóttir
Guðrún E. Karlsdóttir Rúnar Kristinsson
Emil K. Thorarensen Bára Rut Sigurðardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Jóhanna Guðbjörg Jóhannsdóttir
lést laugardaginn 22. apríl á Landspítalanum.
Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 4. maí kl. 13.00.
Jórunn Lilja Andrésdóttir
Magnús Ingi Sigmundsson
Jocelyn Barro Jarocan
Eva María Magnúsdóttir
Jóhanna Agnes Magnúsdóttir
Snædís Margrét Magnúsdóttir
Sigmundur Tómas Magnússon.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Guðmundur Jónsson
Staðarhrauni 20, Grindavík,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. apríl.
Jarðarför auglýst síðar.
Alda Bogadóttir
Kristján Karl Guðmundsson
Jón Fannar Guðmundsson Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir
Guðrún Helga Guðmundsdóttir Yngvi Páll Gunnlaugsson
Arnar Freyr Guðmundsson
og barnabörn.