Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 25. apríl 2006 23
FRÉTTIR AF FÓLKI
Michael Douglas upplýsti í viðtali við bandarískan spjallþátt að eig-
inkona hans, leikkonan Catherine Zeta
Jones, væri vita vonlaus í eldhúsinu.
„Hún getur ekki einu sinni soðið vatn,“
sagði leikarinn. Douglas var að ræða
um nýjustu kvikmynd konunnar sinnar,
Mostly Martha, og
sagði að hæfileik-
ar hennar lægju
ekki í eldhús-
inu. „Líklega er
frammistaða
Catherine í mynd-
inni með því allra
besta sem hún
hefur gert því þar
leikur hún
kokk,“
sagði
Dougl-
as og
hló.
Stjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie hefur sent frá sér yfirlýsingu
þar sem þau óska eftir smá næði frá
fjölmiðlum en hjónaleysin dveljast um
þessar mundir í Afríkuríkinu Namibíu og
hafa blaðasnápar og ljósmyndarar setið
um þau. „Okkur þykir mjög vænt um
þetta land og fólkið hér hefur verið mjög
vinalegt. Hvað fjölmiðla varðar viljum við
beina því til þeirra að gefa okkur frí til að
njóta dvalarinnar hér,“ segir í yfirlýsing-
unni. Forsætisráðherra landsins, Nahas
Angula, tók undir óskir hjónanna. „Jolie
á von á sér og fjöl-
miðlar eru sífellt
að angra hana.
Þið eigið að
láta hana í
friði. Áreiti
er bannað
í Namibíu
og ef fólk
vill ekki láta
taka
af sér
myndir
þá á að
virða
það.“
Tom Cruise tjáði sig í fyrsta skipti um fæðingu dótturinnar Suri í viðtali við
sjónvarpsþáttinn 20/20. Að venju spar-
aði leikarinn ekki stóru orðin og sagði
fæðinguna hafa verið ólýsanlega. „Hún
var alveg eins og við vonuðumst eftir.
Mjög andleg og kröftug,“ sagði leikarinn
í viðtalinu. „Þetta er
minning sem ég
ætla að halda
lifandi og
endurupp-
lifa,“ bætti
Cruise við
en hann á
tvö ættleidd
börn frá fyrra
hjónabandi og
hefur í hyggju að
giftast unnustu
sinni, leikkon-
unni Katie
Holmes,
seinna á
þessu ári.
www.reykjanesbaer.is
. . .og aukin lífsgæði.
Verið velkomin!