Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 22
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Það eru svo ótal margar rang-
hugmyndir í umferð, bæði hjá
almenningi og einnig í fjölmiðl-
um, varðandi hreyfingu og nær-
ingu. Við þurfum að muna að
nota skynsemina og hætta að láta
plata okkur með alls konar vit-
leysu. Förum yfir nokkur atriði.
10 kíló farin á 4 vikum!
Ef það er satt að einhver hafi lést
um 8-10 kíló á 4 vikum er líklegt
að viðkomandi hafi verið í mik-
illi yfirvigt og því ekki um mikla
fitu að ræða heldur eðlilega
vatnslosun og hreinsun líkamans
eftir að hafa byrjað á nýju
mataræði. Annars er það mjög
óheilsusamlegt og ekki til eftir-
breytni að léttast svo mikið á svo
skömmum tíma, því við skulum
aldrei gleyma að það sem við
viljum missa er fita. Vigtin er
því oft villandi.
Settu þér því raunhæf mark-
mið (þessi vísa er aldrei of oft
kveðin) og miðaðu við að léttast
ekki meira en um hálft kíló á
viku eða missa um 2 prósent af
fitu á mánuði.
Fallegar umbúðir
Ekki blekkjast af fallegum
umbúðum sem líta „heilsusam-
lega“ út. Vendu þig á að afla þér
upplýsinga um vöruna sem þú
kaupir, rétt eins og þú gerir
þegar þú kaupir þér rafmagns-
tæki eða bíl sem á að endast.
Lestu innihaldslýsinguna á
umbúðunum og ef hún er ekki til
staðar, ekki kaupa vöruna. Það er
í íslenskum lögum að matvara
skuli hafa innihaldslýsingu sem
sýnir innihald próteins, kolvetn-
is og fitu.
Helmingi minni fita en áður
Ekki láta plata þig þegar skrifað
er framan á umbúðir eða í aug-
lýsingum: „55 prósent minni fita
en áður“ eða „enginn sykur“.
Það segir okkur ekkert til um
fituinnihald vörunnar, það er að
segja hversu mikið af fitunni er
mettuð fita (slæma fitan) eða
hvort varan sé hitaeiningasnauð
eða næringarrík þó það sé eng-
inn sykur. Margar sykurlausar
vörur eru fituríkar. Athugaðu
líka að innihaldslýsingar evr-
ópskra matvara byggja á 100 g
en bandarískar við einn skammt
sem er tilgreindur sérstaklega.
Offita er í ættinni!
Ekki plata sjálfan þig og gefast
upp, vegna þess að offita er
algeng í ættinni. Með léttum lyft-
ingum og þar með meiri vöðvum,
góðri brennslu 2–3 sinnum í viku
og heilsusamlegu mataræði get-
urðu sannarlega breytt líkama
þínum, hvernig sem líkamsbygg-
ing fjölskyldunnar er. Mundu að
þú berð ábyrgð á þínum líkama
og þinni heilsu, en erfðamengi
fjölskyldunnar ekki.
Að svelta sig
Of lítil næring (undir 1.200 hita-
einingar fyrir konur) skemmir
efnaskipti líkamans (brennsluna).
Með svelti fer líkaminn að nota
vöðvana sem orkugjafa og þá er
voðinn vís. Margar konur hafa til
dæmis skemmt efnaskiptin sín
með of mörgum megrunarkúrum
á yngri árum og það getur leitt til
þess að þær eigi auðveldara með
að fitna á efri árum.
Þarf ekki að fara í líkamsrækt
Það þurfa allir að hreyfa sig
reglulega, feitir, mjóir, litlir og
stórir. Að lyfta lóðum og fá hjart-
að til að slá hraðar er ekki bara til
að létta sig. Með því dregur þú úr
líkum á hjarta- og æðasjúkdóm-
um, krabbameini og sykursýki.
Það styrkir beinin, bætir líkams-
stöðu, húð og frísklegt útlit. Að
auki bætir það árum og lífsgleði
við lífið. Og þetta er bara brot af
kostum reglulegrar hreyfingar.
Ég verð því að viðurkenna að það
sló mig að sjá tilvitnun bókagagn-
rýnanda bókarinnar „Franskar
konur fitna ekki“ í auglýsingu
bókaforlagsins, sem sagði að nú
þyrfti hún ekki að fara í líkams-
ræktina. Bókin er örugglega fín,
en ákveðið mataræði getur aldrei
komið í staðinn fyrir hreyfingu.
Ekkert kemur í staðinn fyrir
hreyfingu.
Að lokum segi ég þetta: Ef eitt-
hvað hljómar of gott til að vera
satt, þá er það oftast raunin.
Kær kveðja,
Borghildur
Ekki láta plata þig!
Morgunverðarfundur um áfeng-
ismeðferð á afplánunartíma
fanga verður haldinn 27. apríl
kl. 8-10.
Á fundinum, sem haldinn verður á
Grand Hóteli í Reykjavík, munu
Sigurður Karlsson vímuefnaráð-
gjafi og Guðrún M. Einarsdóttir
lýsa reynslu Samhjálpar af því að
hafa fanga í meðferð. Afeitrun og
niðurtröppun vímuefnaneytenda
við upphaf afplánunar og eftir-
fylgni er annað efni fundarins.
Þar kemur fram Óskar Arnórsson
vímuefnaráðgjafi og psykoterap-
eut og Guðrún Þ. Ágústsdóttir
félagsráðgjafanemi mun kynna
rannsókn sína á því hvaða úrræði
fangar eru að nýta sér og hvað
þeim finnst vanta. Að lokum verða
umræður og fyrirspurnir.
Skráning fer fram með því að
senda tölvupóst í netfangið hall-
dorp@tmd.is. Þátttökugjald er kr.
1500 og greiðist við inngang. Inni-
falið er morgunverður, kaffi/te og
dagskrárgögn.
Áfengismeð-
ferð fanga
Fangar eiga að geta nota afplánunartímann
í fangelsinu til að fara í afvötnun.
Heilbrigð sál
BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR
EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI
Orkudrykkir blandaðir áfengi
hafa verið í umræðunni síðustu
vikur. Orkudrykkir í bland við
áfengi leiða til brenglaðrar
skynjunar neytandans.
Vinsæll drykkur á börum og í
teitum er blanda áfengis og orku-
drykkjar. Niðurstöður nýlegrar
brasilískrar rannsóknar benda til
að slík blanda hafi slæm áhrif á
skynjun og raunveruleikaskyn
neytandans.
Í rannsókninni sögðust
flestir þátttakenda
finna fyrir minni
þreytu og auk-
inni ánægju
þegar orku-
drykkjum var
blandað við
áfengið. Hins
vegar upplifðu
þeir einnig að
hæfni þeirra
skertist til muna.
Neytandinn upp-
lifir meiri vímu
og einnig meiri ein-
beitingu þegar
drukkið er áfengi
blandað orkudrykk.
Þetta getur leitt til
slæmra ákvarðana, eins
og að setjast undir stýri, þar sem
víman virðist minni og einbeit-
ingin meiri.
Í sömu rannsókn kemur einnig
fram að þeir sem blandi áfengi
við orkudrykki finni fyrir minni
timburmönnum daginn eftir
neyslu. Þó svo að höfðuverkur-
inn, munnþurrkurinn og slapp-
leikinn virðist ekki angra drykkju-
manninn daginn eftir er hann
engu að síður með jafn skerta
samhæfingargetu og jafn við-
bragðsseinn og sá sem blandaði
sitt áfengi með öðru en
orkudrykk. Fólk á
það því til að
draga þá álykt-
un að þynnkan
sé liðin hjá
og ákveðið að
setjast undir
stýri löngu
áður en líkami
og hugur ráða
við það.
Varist orkudrykki
í bland við áfengi
Orkudrykkir og
áfengi eru ekki
góð blanda.
Líkaminn er gerður til að lifa í
120 ár segja vísindamenn.
Maður lifandi stendur fyrir fyrir-
lestri milli 18.00 og 19.30 í kvöld.
Þar svarar Örn Jónsson sjúkra-
nuddari áleitnum spurningum og
stiklar á stóru á því helsta sem
þarf að sinna til að ná og viðhalda
góðri heilsu því eins og bent er á í
fréttatilkynningu frá Maður lif-
andi hafa vísindamenn komist að
þeirri niðurstöðu að líkaminn sé
gerður til að lifa í 120 ár.
Nokkrar af þeim spurningum
sem Örn reynir að svara eru:
Ráðum við yfir heilsunni eða er
hún fyrirfram ákveðin? Er góð
heilsa sjálfsögð? Liggur galdurinn
í að næra okkur meira andlega?
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Borgartúni 24 og kostar 1.000
krónur inn. Frekari upplýsingar á
www.madurlifandi.is
Heilsan í
fyrirrúmi
Sá sem ekki hefur tíma fyrir heilsuna í dag
hefur ekki heilsu fyrir tímann á morgun.
Bailine vaxtarmótunarmeðferð
NÝTT á Íslandi
Eru línurnar vandamál ?
Við bjóðum þér upp á ÓKEYPIS PRUFUTÍMA í tölvustýrðu þjálfunartæki á
meðan þú liggur og slakar á í notalegu umhverfi.
Viltu grenna þig og minnka ummálið, nú hefur þú tækifærið.
Hringdu núna í síma 568 0510 og kynntu þér málið.
Þú hefur engu að tapa nema sentimetrum.
Vegmúli 2 108 Reykjavík sími 568 0510 www.bailine.is
Fyrir konur 18 ára og eldri.
Reiki
Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK
Kvöld- og helgarnámskeið í boði,
næstu námskeið eru:
I. stig helgarnámskeið
29. og 30. apríl.
II. stig kvöldnámskeið
9. – 11. maí.
Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu.
Pantanir í síma 553 3934
milli kl. 10 og 13 virka daga.
Guðrún Óladóttir
reikimeistari
Þeir sem hafa áhuga á framhaldsnám-
skeiði í sjálfsstyrkingu hafi samband.
Þú nærð árangri hjá okkur
Losum þig við appelsínuhúð
Grennum, stinnum, afeitrum
og brúnkum
Velkomin í prufutíma
Pantaðu tíma í síma 587-3750
Englakroppar.is
Stórhöfða 17
F
í
t
o
n
/
S
Í
A