Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 6

Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 6
6 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR Notaðu þína ávísun! VIKA BÓKARINNAR Hvaða bækur vilt þú? Notaðu þína ávísun til bókakaupa, því lestur er líkamsrækt hugans! LAGERSALA 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ! OPIÐ 11-19 FELLSMÚLA 28 (GAMLA WORLD CLASS HÚSINU) EGYPTALAND, AP Tveir menn gerðu í gær sjálfmorðsárás með spreng- ingum skammt frá aðalstöðvum alþjóðlega friðargæsluliðsins norðantil á Sínaískaga í Egypta- landi, skammt frá landamærunum að Gazaströnd. Mennirnir týndu báðir lífi en sprengjuárás þeirra olli ekki öðru manntjóni. Árásirnar koma í kjölfar þriggja sprengjuárása á ferða- mannaborgina Dahab sunnantil á Sínaískaga á mánudaginn, sem urðu í það minnsta tuttugu og fjór- um að bana. Annar maðurinn sprengdi sig í loft upp klukkan 11 í gærmorgun við bifreið á vegum friðargæslu- sveitanna skammt frá bækistöðv- um þeirra. Í bifreiðinni voru tveir friðargæsluliðar, norskur og nýsjálenskur, ásamt tveimur egypskum embættismönnum. Enginn þeirra slasaðist. Seinni sprengingin varð rúmum hálftíma síðar rétt við lögreglubif- reið skammt frá, en enginn lög- reglumaður slasaðist í þeirri árás. Ekki er liðið ár frá því síðast voru gerðar árásir á alþjóðlega friðargæsluliðið á Sínaískaga, því í ágúst síðastliðnum olli sprengja tjóni á bifreið friðargæsluliða og særði tvo þeirra, þó ekki alvar- lega. Átján hundruð manns eru í friðargæsluliðinu, sem hefur það verkefni að fylgjast með fram- kvæmd friðarsamkomulags Ísra- els og Egyptalands árið 1979, en þeir samningar urðu til þess að Ísraelar drógu herlið sitt frá Sín- aískaga. - gb Í KJÖLFAR ÁRÁSANNA Margir ferðamannanna í Dahab voru óttaslegnir í gær, aðeins tveim- ur dögum eftir að þrjár sprengjuárásir urðu fjölda manns að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fleiri sprengjuárásir gerðar á Sínaískaga í Egyptalandi skammt frá landamærunum að Gazaströnd: Tveir menn sprengdu sig í loft upp KJÖRKASSINN Á að banna nagladekk? Já 41,2% Nei 58,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Lestu dagblöð á Netinu? Segðu þína skoðun á Vísir.is EVRÓPUMÁL Ísland verður krafið um allt að 400 milljóna króna við- bótarframlag í Þróunarsjóð EFTA um næstu áramót, gangi það eftir að Rúmenía og Búlgaría fái þá inn- göngu í Evrópusambandið og Evr- ópska efnahagssvæðið. Í tengslum við síðustu stækkun sambandsins, þegar tíu ríki, þar af átta fyrrverandi austantjaldslönd, gengu í það 1. maí 2004, gerði Evr- ópusambandið þá kröfu á EFTA- ríkin í EES, það er Ísland, Noreg og Liechtenstein, að þau öxluðu fjárhagslegar byrðar af inngöngu þessara fátæku fyrrverandi kommúnistaríkja til jafns við eldri aðildarríki ESB með því að marg- falda framlagið í Þróunarsjóðinn. Samningamenn ESB sögðu þessa kröfu eðlilega, þar sem EFTA-ríkin í EES nytu góðs af aðgangnum sem EES-samningurinn veitir að stækk- uðum innri markaði Evrópu. Samningunum þá lyktaði með því að Norðmenn féllust á að greiða tífalt hærri framlög en áður en framlag Íslendinga fimmfald- aðist. Í heild er gert ráð fyrir að við inngöngu Rúmeníu og Búlgar- íu muni ESB krefjast þess að EFTA-ríkin í EES leggi aukalega til minnst 70 milljónir evra, and- virði um 6 milljarða króna. Síðast varð niðurstaðan sú að Norðmenn greiddu 95 prósent af heildar- reikningnum, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins munu þeir mun tregari til þess núna. Því megi reikna með að reikningurinn til Íslendinga verði sem svarar allt að 400 milljónum króna er Rúmenía og Búlgaría ganga í ESB, en þessi tvö lönd hafa samtals um 30 millj- ónir íbúa sem verða þeir allrafá- tækustu á EES-svæðinu. - aa Kostnaður Íslands við EES eykst við næstu stækkun ESB: Krafa um allt að 400 milljónir NÝ AÐILDARRÍKI Rúmenía og Búlgaría (rauðlituð) fá inngögu í ESB um næstu ára- mót. Í maí 2004 gengu átta lönd (dökkblá) Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékk- land, Slóvakía, Ungverjaland og Slóvenía í sambandið. EFNAHAGSMÁL Miðstjórn ASÍ hefur þungar áhyggjur af óstöðugleika í efnahagsmálum. Hann hafi leitt til þess að verðbólga hafi verið óviðunandi og verðbólguhorfur séu slæmar. „Afleiðingin er sú að kaupmátt- ur launa margra heimila dregst saman og greiðslubyrði lána vex hratt. Allar líkur eru því á að kjarasamningar verði í uppnámi í haust,“ segir í ályktun miðstjórn- ar frá í gær. „Einsýnt er að núverandi hag- stjórn hefur brugðist. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar ýtt undir verðbólgu en hamlað gegn henni. Illa tímasettar breytingar á íbúðalánakerfinu og illa tímasett- ar skattalækkanir hafa aukið á þensluna og ójafnvægið í hagkerf- inu,“ segir enn fremur. „Seðlabankinn hefur einn setið uppi með ábyrgðina á hagstjórn- inni,“ segir einnig. „Slík hagstjórn dugar ekki til að treysta og undir- byggja nauðsyn- legan stöðug- leika. Sveiflur í afkomuskilyrð- um fólks og fyrir- tækja eru of mikl- ar til að það geti samrýmst stöð- ugleikastefn- unni.“ Miðstjórn ASÍ telur að fram- vinda efnahagsmála ráðist mikið af trúverðugleika hagstjórnarinn- ar næstu mánuði og misseri og gerir þá kröfu að ríkisstjórnin leggi þegar í stað fram raunhæfar tillögur til úrbóta. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að samtökin séu mjög uggandi og telji nauðsynlegt að kveða verðbólguna niður. Nauð- synlegt sé að fá skilaboð um fast- eignamarkaðinn án þess að setja kollsteypu af stað því að fast- eignamarkaðurinn sé lykilatriði í því að verðbólguþróunin fari að snúast við. Æskilegt sé að skila- boðin snúi að vöxtum, hámarks- lánum og lánastefnu Íbúðalána- sjóðs almennt. Þá þurfi ríkið að standa á bremsunni í launamál- um. Jón Kristjánsson félagsmála- ráðherra segir að Íbúðalánasjóð- ur hafi hækkað vexti af lánum og í undirbúningi séu tillögur um breytingar þar sem sjóðnum verði breytt í bakhjarl fyrir bankana á lánamarkaði. Ákvarðanir um þetta verði teknar í maí. Að öðru leyti telur hann ríkið ekki geta haft áhrif á þróun efnahagsmála í gegnum fasteignamarkaðinn. Hann vísar í nýja þjóðhagspá og telur rætast úr efnahagsmálunum innan tíðar. ghs@frettabladid.is Hagstjórnin treystir ekki stöðugleika ASÍ telur hagstjórnina hafa brugðist. Illa tímasettar breytingar á íbúðalánakerf- inu og illa tímasettar skattalækkanir hafi aukið á þenslu og ójafnvægi. Sveifl- urnar samrýmist ekki stöðugleikastefnunni. JÓN KRISTJÁNSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands segir að illa tímasettar breytingar á íbúðalána- kerfinu hafi aukið á þensluna. Jón segir að ríkið hafi brugðist við þenslunni. Íbúðalánasjóður hafi hækkað vexti á lánum. VILHJÁLMUR EGILSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.