Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 12
12 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR Nýjun g! Léttur ab-drykkur í dós – næstum of góður! Ný tt f rá MS ������������������� ������������������������� ������������������������������������� ������������������������������������������� ������������������������������ ������������������� ������������������������������������������� ���������������������������������������������� ���������������������������������������� � �� �� � �� � �� � �� �� �� � BRUSSEL, AP Flugvélar í erinda- gjörðum fyrir bandarísku leyni- þjónustuna CIA hafa flogið yfir þúsund sinnum um lofthelgi Evr- ópuríkja frá árinu 2001. Í sumum tilvikum voru meintir hryðju- verkamenn um borð, sem þannig voru fluttir með leynd milli landa. Þetta er meðal þess sem rannsókn- arnefnd Evrópuþingsins hefur komist að. Rannsókn þingsins á meintu leynilegu fangaflugi CIA í Evrópu hefur að sögn þingmanna sem að henni hafa komið leitt í ljós að það hafi ítrekað gerst að menn grun- aðir um aðild að hryðjuverkum væru með leynd framseldir í hend- ur útsendara CIA. Þingmennirnir segja þessa menn hafa verið flutta fram og aftur um Evrópu í sömu flugvélunum, af CIA-mönnum sem hafa ítrekað verið nefndir á nafn í rannsókninni. Þetta gæfi tilefni til að álykta að þessir flutningar væru liður í reglubundinni starf- semi. Fyrsta bráðabirgðaskýrsla rannsóknarnefndarinnar var kynnt í gær. Henni til grundvallar liggja upplýsingar frá Eurocontr- ol, flugumferðaröryggisstofnun Evrópu, og upplýsingar sem safn- að var í þriggja mánaða vitna- leiðslum, þar á meðal af hálfu manna sem halda því fram að sér hafi verið rænt af bandarískum leyniútsendurum og sætt pynting- um í haldi þeirra. Auk Evrópuþingsins, sem er þing Evrópusambandsins, er Evr- ópuráðið, sem 41 Evrópuríki á aðild að og hefur það meginhlut- verk að framfylgja Mannréttinda- sáttmála Evrópu, að rannsaka ásakanirnar sem fram komu síðla síðasta árs um meint fangaflug og leynifangelsi CIA í Evrópu. - aa Rannsókn Evrópuþingsins á meintu fangaflugi CIA: Yfir 1.000 leyniflug EVRÓPUÞINGIÐ Sérskipuð rannsóknarnefnd kynnti í gær áfangaskýrslu um meint leynilegt fangaflug CIA um evrópska lofthelgi. NORDICPHOTOS/AFP LEIKSKÓLAR Baldvin H. Sigurðsson, verðandi oddviti vinstri grænna á Akureyri, vill að Akureyrarbær bjóði í haust upp á gjaldfrían leik- skóla. „Þar með myndi Akureyrarbær standa undir nafni sem fjölskyldu- bær og taka afgerandi forustu í leikskólamálum á meðal stærri sveitarfélaga landsins,“ segir Baldvin. Innheimt leikskóla- og fæðis- gjöld leikskólanna á Akureyri nema um 208 milljónum króna á ári. Baldvin segir bæinn vel hafa efni á að bjóða upp á gjaldfrían leikskóla og bendir á að fjárhagsá- ætlun bæjarins geri ráð fyrir 400 milljóna króna rekstrarafgangi í ár. Baldvin segir gjaldfrían leik- skóli vera eitt stærsta hagsmuna- mál þeirra sem úr litlu hafi að spila. „Skil milli leik- og grunnskóla fara minnkandi og leikskólarnir eru ekki lengur geymslustaðir heldur mikilvægar uppeldis- og menntastofnanir. Láglaunafólk á að geta boðið börnum sínum upp á sömu menntun á öllum aldurs- stigum og þeir sem eru efnameiri, en sumir hafa bókstaflega ekki efni á að hafa börn sín í leikskóla í dag,” segir Baldvin. - kk Vinstri grænir á Akureyri vilja bæta kjör barnafjölskyldna: Gjaldfrjáls leikskóli í haust BALDVIN H. SIGURÐSSON Vinstri grænir á Akureyri segja Akureyrarbæ vel hafa efni á að bjóða upp á gjaldfrían leikskóla og benda á að fjárhagsáætlun 2006 geri ráð fyrir 400 milljóna króna rekstrarafgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SÍERRA LEÓNE, AP Grá fyrir járnum leitaði lögreglan í Síerra Leóne mannapa á mánudag, sem ráðist höfðu á hóp ferðamanna í náttúru- friðlandi á sunnudag, drepið afrískan bílstjóra þeirra og sært fjóra. Svo virðist sem aparnir hafi fengið sig fullsadda á forvitni ferðamannanna, því þeir flykktust skyndilega að leigubílnum og réð- ust á fólkið með kjafti og klóm. Bíl- stjórinn lést þegar í stað, annar Afríkumaður missti hendi, og þrír bandarískir ferðamenn slösuðust lítillega. Í uppnáminu sem fylgdi árásinni slapp 31 api úr friðlandinu. - smk Harmleikur í Síerra Leóne: Mannapar ráð- ast á ferðamenn DÓMSMÁL Tímaritsútgáfunni Fróða var í gær gert í Héraðsdómi Reykjavíkur að greiða þrotabúinu Huga hf. sem er forveri Fróðaút- gáfunnar, tuttugu milljónir króna með dráttarvöxtum frá september. Fróði hafði keypt útgáfuréttindi að sjö tímaritum, viðskiptasambönd, endurprentunarréttindi, lausafé, rétt til vörumerkja, léna ásamt við- skiptakröfum af þrotabúinu. Bú Huga var tekið til gjald- þrotaskipta í árslok 2004. Félagið hafði selt allar eignir sínar til nýja Fróða í eigu Prentsmiðjuna Odda með samningi 30. nóvember 2004. Tvö eintök eru til af kaupsamn- ingnum, bæði dagsett 30. nóvem- ber. Í öðru eintakinu er kaupverðið sagt 330.000.000 króna og var geng- ið frá því 30. nóvember. Í kringum 10. desember var hitt eintakið af samningnum útbúið, en það er einnig dagsett 30. nóvember. Þar er kaupverðið sagt 310.000.000 króna. Fróði taldi tuttugu milljónirnar sem greiddar voru úr sjóði gjald- þrota félagsins hafa verið sínar. Þær hafi verið keyptar og greitt fyrir. „Á þetta er ekki unnt að fall- ast,“ segir í forsendum dómsins. Kaupverð var greitt með yfir- töku skulda við Prentsmiðjuna Odda og Íslandsbanka, sem tryggð- ar voru með veði í hinum seldu eignum. Þá voru greiddar 83.149.932 krónur inn á reikning Huga í Íslandsbanka í desember- byrjun 2004. - gag Dómur vegna þrotabús Huga hf: Fróði greiði milljónir FIÐRILDI Það var fallegt, þetta fiðrildi sem ljósmyndari festi á filmu í miðbæ Houston í Texas í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.