Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 18

Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 18
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Íbúðabyggingar tóku kipp árið 2005 og er fram- undan mikill vöxtur á þessu ári. Bráðabirgðatölur úr þjóðhagsreikningum Hagstofunnar benda til þess að fjárfesting í íbúðum hafi aukist um rúm 10 prósent á föstu verðlagi og það hafi numið 57,4 milljörðum króna, eða sjö milljörðum meira en árið áður. Rúmlega 3.100 íbúðir voru fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu, þar af voru langflestar í Reykjavík. Hvernig var þróunin í íbúðabyggingum 2005? Lokið var við byggingu um 2.600 íbúða, þar af voru 782 í Reykjavík. Byrjað var á byggingu nær 4.400 íbúða á árinu 2005, um 1.650 fleiri íbúðum en árið á undan. Sú fjölgun er öll á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu var byrjað á nær 2.300 íbúðum á árinu 2005. Af hverju ræðst eftir- spurn eftir íbúðum? Af nokkrum samverkandi þáttum. Fjármögnun íbúðakaupa varð auð- veldari 2004 og 2005 og leiddi það til aukinnar eftirspurnar og mikilla fasteignaverðhækkana. Rauntekjur heimila hafa aukist. Líf er í byggingar- iðnaði á Austurlandi. Þjóðinni fjölgar hraðar en áður. Fjölgunin 2005 var yfir 6.300 manns en hún var 3.000 árið áður. Fjölgunin er ekki aðeins fólgin í erlendu vinnuafli heldur er aðflutningur fólks til annarra starfa mikill. Er mesta eftirspurnin búin? Hagtölur benda til að mesti kúfurinn í eftirspurn sé að baki. Kaupsamningum hefur fækkað og veltan í krón- um hefur staðið í stað þrátt fyrir hækkun fasteignaverðs. Þá hefur fasteignaverð ekki hækkað jafn mikið síðustu mánuði og mánuðina þar á undan. Hvað með framboðið? Framboð á nýju húsnæði er að aukast í takt við eftirspurnina og framleiðsluna. Tölur um íbúðir í smíðum um síðustu áramót benda til að framboð eigi eftir að aukast enn. Talið er að íbúðafjárfesting aukist um tólf pró- sent í ár. Búist er við að framboð og eftirspurn nái jafnvægi þegar líður á árið og í framhaldinu dragi úr vexti íbúðabygginga og hann verði nánast enginn á næsta ári. FBL-GREINING: HORFURNAR Í ÍBÚÐABYGGINGUM SAMKVÆMT ÞJÓÐHAGSPÁ 2006-2010 Framboð og eftirspurn nær jafnvægi Tæpur helmingur Reyk- víkinga segir að skipu- lags- og samgöngumál og fjölskyldumál verði þeir málaflokkar sem muni ráða því hvaða stjórnmálaflokk þeir muni koma til með að kjósa í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Tæp 30 prósent Reykvíkinga segj- ast munu leggja áherslu á skipu- lagsmál eða samgöngumál þegar þeir velja hvaða stjórnmálaflokkur hljóti atkvæði þeirra í borgar- stjórnarkosningunum í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönn- unar Fréttablaðsins sem fram- kvæmd var um síðustu helgi. Annar stærsti hópurinn, eða fimmtungur segist muni leggja áherslu á mál- efni barna. Þriðji stærsti hópurinn, eða 15,7 prósent, segist muni leggja áherslu á málefni aldraðra. Skipulagsmál og samgöngur 29,2 prósent Reykvíkinga segist muni leggja áherslu á skipulagsmál og samgöngur til grundvallar þegar tekin verður ákvörðun um hvaða stjórnmálaflokkur fái atkvæði þeirra. Mun fleiri karlar en konur leggja áherslu á þennan málaflokk, eða 38,4 prósent karla á móti 20,1 prósenti kvenna. Reykvíkingar sem munu sér- staklega skoða stefnur flokkana í skipulagsmálum eru þó fleiri, því skipulagsmál verða einnig til skoð- unar hjá þeim sem ætla að byggja ákvörðun sína á öllum flokkum, auk þess sem meirihluti þeirra sem segjast leggja eitthvað annað til grundvallar segjast ætla að leggja jafna áherslu á skipulagsmál og efnahagsmál eða skipulagsmál og velferðarmál. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki fluttur og er eini flokk- urinn með það á stefnuskrá sinni. Einnig vill flokkurinn að börn, öryrkjar og eldri borgarar fái frítt í strætó. Vinstri grænir leggja áherslu á umhverfisvæn skipulags- mál og að þjónusta strætisvagna verði efld. Framsóknarflokkurinn vill Reykjavíkurflugvöll fluttan á Löngusker og að Sundabraut verði lögð í botngöng í ytri leið. Samfylking vill að sex þúsund íbúðir verði reistar á næstu árum, og að Sundabraut verði lögð í jarð- göng. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt áherslu á að Sundabraut verði lögð með eyjalausn, en kynnir áherslur sínar nánar á sunnudag. Málefni barna Leikskóla-, grunnskóla,- og mennta- skólamál falla öll undir málefni barna, svo og fjölskyldustefnur stjórnmálaflokkanna. 20,0 prósent Reykvíkinga segjast munu leggja áherslu á þennan málaflokk, en auk þeirra getur fjölskyldustefna einn- ig flokkast sem hluti af velferðar- málum. Mun fleiri konur, 26,4 prósent, ætla að leggja áherslu á fjölskyldu- stefnu stjórnmálaflokkana í ákvörð- unartöku sinni en karlar, 13,6 pró- sent. Um síðustu helgi, eftir að könn- unin var framkvæmd kynnti Sjálf- stæðisflokkurinn stefnu sína í fjöl- skyldumálum þar sem meðal annars var lögð áhersla á ódýrari leikskóla og að samræma betur nám og tómstundanám barna. Sam- fylking kynnti sama dag hvernig útfæra eigi stefnu þeirra um gjald- frían leikskóla. Framsóknarflokkurinn vill færa tómstundastarf barna inn í skólana og að leikskólar eigi að vera gjald- fríir. Stefna vinstri grænna um gjaldfrjálsan leikskóla hefur verið í umræðunni lengi og einnig er lögð áhersla á uppbyggingu frístunda- heimila. Stefna frjálslyndra í borg- inni er að flýta uppbyggingu leik- skóla og efla dagmæðrakerfið. Málefni aldraðra Tæp 16 prósent Reykvíkinga segj- ast munu leggja mesta áherslu á málefni aldraðra í þessum kosning- um. Konur eru mun fleiri í þessum hópi en karlar, en 19,3 prósent kvenna leggja áherslu á þennan málaflokk en 12,0 prósent kvenna. Allir flokkar leggja áherslu á eflingu heimaþjónustu. Þá segist Samfylking vilja byggja fleiri hjúkrunarheimili og býður greiðslu til eldri borgara verði óeðlilegur dráttur á að þjónusta sé veitt. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur einnig áherslu á að reistar verði nýjar þjónustuíbúðir og fasteignagjöld eldri borgara verði lækkuð. Frjáls- lyndir vilja fjölgun hjúkrunarrýma líkt og Framsóknarflokkurinn og vinstri grænir. Efnahagsmál 11,7 prósent Reykvíkinga segjast leggja áherslu á efnahagsmál í þessum kosningum. Undir efna- hagsmál flokkast útsvar, efnahags- stjórn borgarinnar og atvinnumál. Mun fleiri karlar en konur leggja áherslu á þennan málaflokk, 16,0 prósent á móti 7,5 prósent kvenna. Velferðarmál Undir velferðarmál flokkast þau svör þar sem viðkomandi sagðist leggja áherslu á velferðarmál, þar sem sögð var lögð áhersla á mál- efni aldraðra og barna, á málefni fatlaðra eða málefni ungra fíkni- efnanotenda. 8,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust leggja áherslu á velferðarmál, þar af 4,4 prósent karla og 11,8 prósent kvenna. Annað Það flokkast undir annað þegar svarendur sögðust ekki gera upp á milli tveggja eða fleiri málaflokka. Þau svör má flokka annars vegar í þá sem vildu leggja áherslu á skipu- lags- og efnahagsmál og þá sem vildu leggja áherslu á skipulags- og velferðarmál. Einnig vildu nokkrir leggja til grundvallar siðferði og réttlæti í stjórnun borgarinnar. 8,1 prósent svara þeirra sem tóku afstöðu falla í þennan flokk, 8,0 prósent svara karla og 8,3 pró- sent svara kvenna. Allt Nokkur hópur vildi ekki leggja frekari áherslu á einhverja mála- flokka framar öðrum á kjördag. 7,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust leggja áherslu á allt, 7,6 prósent karla og 6,7 prósent kvenna. Hringt var í 600 Reykvíkinga laugardaginn 22. apríl og skiptust svarendur jafnt milli kynja. Spurt var; Hvaða málefni munu skipta þig mestu máli við val á lista í kom- andi borgarstjórnarkosningum? 84 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Reykvíkingar munu kjósa um skipulags- og fjölskyldumál FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Nú styttist óðum í borgar- og sveitar- stjórnarkosningarnar 27. maí næstkom- andi og fjölmiðlar og samfélagið allt litast af því. Fylgiskannanir eru bundnar kosn- ingum órofaböndum og Fréttablaðið mun á næstu vikum gera tíu slíkar kannanir víðs vegar um land. Er þetta liður í ítarlegri umfjöllun blaðsins um framboð og kosningabar- áttu á landsvísu. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, veit manna mest um skoðanakannanir. Eru fylgiskannanir skoðana- myndandi? Rannsóknum hefur ekki tekist að sýna að kannanir hafi áhrif á hvernig menn kjósa. Hins vegar virðast kannanir hafa mikil áhrif á það hvernig stjórnmálamennirnir sjálfir hegða sér. Stjórnmálamenn virðast bregðast við könnunum. Kannanir geta þannig haft áhrif á kosningabaráttu flokka eða hvaða málefni stjórnmálamenn leggja áherslu á. Efla fylgiskannanir stjórnmála- umræðu? Ég hugsa að þær auki umræðuna. Þær gera umræðuna líf- legri og skemmtilegri. Fólk virðist hafa mjög gaman af skoðanakönnunum og þær vekja áhuga fólks á mönnum og málefnum og allt sem vekur aukinn áhuga á stjórnmálum er að mínu mati af hinu góða. SPURT & SVARAÐ FYLGISKANNANIR Gera umræð- una líflegri BALDUR ÞÓRHALLSSON DÓSENT Málefni barna alls 20,0% 26 ,4 % 13 ,6 % 7, 5% Efnahagsmál alls 11,7% 16 ,0 % 20 ,1 % Skipulagsmál/samgöngur alls 29,2% 38 ,4 % Málefni aldraðra alls 19 ,3 % 12 ,0 % 15,7% Velferðarmál alls 11,8% 4,4% 8,1% HVAÐA MÁLEFNI MUN SKIPTA ÞIG MESTU VIÐ VAL Á LISTA Í NÆSTU BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGUM? Svona erum við > Sveitarstjórnarkosningar: Frambjóðendur Heimild: Hagstofa Íslands Fr am bj óð en du r 20 92 12 21 konur karlar 15 84 konur 10 40 karlar 16 03 konur 11 11 karlar 1994 1998 2002 ��������������������������� �������������������� ���� �� ���� �������� � �������� �������������� ����������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.