Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 22

Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 22
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR22 og fólk ? KINDABJÚGU REYKT OG SOÐIN Vissir þú... að hinn grái gæðingur Gustur frá Hóli á 574 skráð afkvæmi. Þeirra hæst dæmd eru Kraftur frá Bringu með 8,55 í aðaleinkunn og hinn gráskjótti Klettur frá Hvammi með 8,49. www.worldfengur.com Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, Ræktun 2006, verður haldin í Ölfushöllinni næstkomandi laugardag 29. apríl og hefst kl. 20.30. Sýningin verður með hefðbundnu sniði þar sem stóðhesta- og hryssuhópar verða sýndir auk afkvæmasýn- inga og kynninga á ræktunarbúum. Meðal ræktunarbúa eru Torfastaðir, Háholt, Lækjarbakki, Efsti-Dalur, Litlaland og Lækjarbotnar. Meðal þeirra ræktunarhrossa sem sýnd verða með afkvæmum eru Blær frá Hesti, Töfri frá Selfossi og Vigdís frá Feti. Illingur frá Tóftum, Vilmundur frá Feti og Gustur frá Lækjarbakka. ■ Ræktun 2006 Lokakeppni nemenda hestafræðibrautar Hólaskóla fer fram laugardaginn 29. apríl. Dagskráin hefst með reiðsýningu og úrslitakeppni í gæðingafimi klukkan 14.00. Klukkan þrjú verður verðlaunaafhending þar sem hin eftirsótta Morgunblaðsskeifa verður afhent auk reiðmennskuverðlauna FT, og Eiðfaxabikarsins. Að því loknu, eða klukkan 16.00 verða kaffiveitingar í boði skólans. Öllum er velkomið að fylgjast með. ■ Skeifukeppni á Hólum Síðasta mótið í mótaröð barna, unglinga og ungmenna á Ingólfshvoli fer fram á sunnudaginn 30. apríl. Þá verður keppt í fimmgangi unglinga og ungmenna og einnig í smala, eða hraðfimi þar sem riðið er á milli stika. Í smala er keppt í opnum flokki barna, unglinga og ungmenna. Dagskráin hefst klukkan 12.00 en þrír samanlagðir efstu knapar í hverjum flokki verða verðlaunaðir sérstaklega. Að keppni lokinni verður haldin helj- arinnar grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur þeirra. ■ Börnin keppa á Ingólfshvoli „Ákveðnar vísbendingar eru um að ropi í hrossum sé arfgengur veikleiki,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, um þann leiða ávana sem hross geta tekið upp á í húsi og kallaður er „ropi“. Þau svelgja í rauninni loft niður í magann og mynda þá hljóð sem líkist því að þau séu að ropa. „Talað er um að þessi galli eigi rætur að rekja til þess að hross með tiltekna skapgerð, til að mynda örlynd hross, þola innivist illa. Ekki eru þó öll örlynd hross í áhættuhópi.“ Sigríður segir aðbúnaðinn skipta miklu máli. Mikilvægt sé að hestar séu ekki haldnir í einangrun í lokuðum stíum, heldur sjái þeir og komist í snertingu við önnur hross á húsi. Graðhestar búa oft við verri umhverfisaðstæður hvað þetta snertir og er því miður haldið meira inni en öðrum hrossum. Þá virðist kjarnfóðurgjöf stuðla meira að ropa heldur en hitt, samkvæmt erlend- um rannsóknum. Gefa skal hey að minnsta kosti tvisvar á dag og betra að gefa oftar og minna í einu. Hleypa þarf hrossum út daglega og gefa þeim færi á að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. „Ef stóðhestur fer að ropa eiga þær upplýsingar erindi til ræktanda,“ segir Sigríður. „Menn eiga rétt á því að geta forðast þetta í sinni ræktun því hestur sem ropar er lítils virði. Hann er með öllu óhæfur til sölu, og getur orðið ónothæfur til reiðar. Því er um að ræða alvarlegan galla. Þegar ropi er kominn af stað er lítið til ráða og þetta getur versnað mjög hratt. Ropi er ekki smitandi og þrátt fyrir rannsóknir hefur ekki tekist að láta eitt hross kenna öðru að ropa. Ég þekki enga aðferð til að lækna ropa í hrossum.“ SÉRFRÆÐINGURINN: SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, DÝRALÆKNIR HROSSASJÚKDÓMA Ropi í hrossum er arfgengur veikleiki Hrefna Sigurjónsdóttir líffræð- ingur og nokkrir samstarfs- manna hennar hafa rannsakað félagsgerð hesta í íslenskum stóðum frá árinu 1996. Nýlega var greint frá niðurstöðum rannsóknanna sem eru mjög áhugaverðar. Hrefna er dýraatferlisfræðingur og hefur áður rannsakað fiska og skordýr. Áhuginn á því að rannsaka félagsgerð hesta vaknaði þegar hún fór að stunda hestamennsku árið 1995 og fór þá í sína fyrstu hesta- ferð um sumarið. „Þá fylgdi okkur rekstur og ég fór að fylgjast með hrossunum en ég þekkti lítið til þeirra áður,“ segir Hrefna en hún hefur ásamt félögum sínum fylgst með fimm stóðum víða um land en aðeins í einu þeirra var stóðhestur. Hestarnir nýttu tímann á svip- aðan hátt allt árið um kring, hvort sem var í sumarhaga eða útigangi. Mestur tími fór í át eða 65 prósent. Hrossin stóðu kyrr í um 15-20 pró- sent tímans en lágu frá 5 til 10 pró- sentum. Fimm prósent tímans fóru í að ganga og sami tími í samskipti. Tíminn sem fór í samskipti gat þó breyst eftir því hvort ný hross komu í hópinn en þá jukust þau, en það gerðist einnig ef hross var tekið úr stóðinu. Ef stóðhestur var til staðar virtust samskipti vera minni milli tryppa og hryssna. Skemmtilegt er hvað niður- stöður rannsóknarinnar sýna um tengsl milli hrossanna. Til dæmis að hross frá sama bæ haldi saman sérstaklega þegar þau komi ný inn í annan hrossahóp. Má því segja að þau myndi vinatengsl sem lýsa sér í því að hrossin halda sig nálægt hvert öðru í haganum. Þá er einn- ig áhugavert að skyld hross virðast mynda vinatengsl í stöðugu stóði. Niðurstöður sýndu ekki með óyggjandi hætti hvað ræður stöðu hests í virðingarröð. Þó virðist aldur ráða mestu í varanlegu stóði en þyngd og dvalartími í hópi sem nýlega hefur verið settur saman. Rannsóknarhópurinn skoðaði einn- ig algengi húslasta, en það þýðir að hestar taka upp áráttu eins og að renna tönnum eftir innrétt- ingum, krafsa og slíkt. Algengi húslasta er mun minni hér á landi en í nágrannalöndum. Að öllum lík- indum skiptir máli að hestar eru tiltölulega stutt á húsi ár hvert auk þess sem þeir hafa samneyti við aðra hesta bæði á húsi og í sumar- og hausthaga, auk þess sem íslenski hesturinn elst upp frjáls í náttúr- unni áður en hann er taminn. Hrefna er ekki hætt að rann- saka félagsgerð íslenska hests- ins og hefur undir verndarvæng sínum mastersnema sem langar að rannsaka allsérstakt stóð þar sem nokkrar stóðhestar eru í um hundr- að hesta hóp. solveig@frettabladid.is Góðir vinir halda saman HESTAR ERU MJÖG MISJAFNIR Hrefnu Sigurjónsdóttur dýraatferlisfræðingi fannst skemmtilegt að sjá hve hestar geta verið ólíkir í sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HESTAR GETA VERIÐ VINIR Oft myndast vinatengsl milli hrossa af sömu bæjum og halda þau saman þegar þau koma inn í nýjan hrossahóp. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Ég ligg stundum andvaka á kvöldin og hugleiði hvernig ég eigi að bregðast við tilteknum atriðum hjá einhverju tamningatryppinu,“ segir Fanney Dögg Indriðadóttir í Grafar- koti í Vestur-Húnaþingi. Fanney Dögg hefur marga hildina háð þótt hún sé ung að árum. Hún hefur keppt frá blautu barnsbeini, meðal annars á fjórum landsmótum. Hún er á kafi í tamningum og raunar öllu sem viðkemur hesta- mennsku. „Ég var nú ekki fædd þegar ég keppti á fyrsta landsmótinu,“ segir hún hlæjandi. „Þá var ég í maganum á henni mömmu minni sem keppti á Neista frá Gröf á Lands- móti á Hellu og hafnaði þar í fjórða sæti.“ Þess má geta að foreldrar Fann- eyjar Daggar eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson í Grafarkoti. Þær mæðgur eru með 30 hross á járnum, öll frá Grafarkoti. Nú síðast kom Fanney Dögg fram á stór- sýningu Skagfirðinga „Tekið til kostanna“. Þar varð hún í 3. sæti í úrslitum í gæðatölti og kom að auki fram með „Rauðu dívunum“, stórkostlegum sýningarhópi kvenna úr Vestur- Húnavatnssýslu. Sá hópur, sem og fleiri atriði á sýningunni, ætti fullt erindi á stórsýningar syðra, því þar var hraði, kraftur og öryggi í fyrirrúmi. Þrír sýningarhópar komu úr Húna- vatnssýslum og þeir sýndu að þar stendur hestamennska í blóma. Heimamenn létu sitt heldur ekki eftir liggja og var sýningin í heild mikil og góð skemmtun. En aftur að Fanneyju Dögg. Hún kveðst ætla að sækja um í Bændaskólanum á Hólum fyrir næsta haust og vinna við hestamennsku í framtíðinni. „Þetta er eiginlega ástríða,“ segir hún. „Hest- arnir eru lifandi verur og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Svo er alltaf mikill og góður félagsskapur í þeirri grein sem hesta- mennskan er.“ - jss HESTAMAÐURINN: FANNEY DÖGG INDRIÐADÓTTIR Byrjaði að keppa áður en hún fæddist

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.