Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 24
27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR24
hagur heimilanna
LÉTT SPÆGIPYLSA
65% MINNI FITA
Áhugasamir bílakaupendur geta nú notfært sér þjónustu Islandus.com til að kaupa
bifreiðar frá Bandaríkjunum en slíkt hefur færst mjög í vöxt á síðustu misserum með
styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Óvíst er hvort sú þróun heldur áfram
nú þegar krónan hefur veikst talsvert en áfram er þó hægt að gera góð kaup ytra án
vandkvæða og býður Islandus viðskiptavinum sínum upp á mikið öryggi við kaupin.
Þannig eru allir bílar tryggðir hjá íslensku tryggingafélagi auk þess sem ástandsskoð-
un er gerð á öllum ökutækjum áður en þau eru send
hingað til lands. Að auki eru uppgefin
verð á heimasíðu Islandus full verð,
tollar, skattur og innflutningsgjöld,
sem kaupandi greiðir fyrir bílinn
hingað kominn.
■ Verslun og þjónusta
Auðveld bílakaup frá Bandaríkjunum
„Ein bestu kaup sem ég hef gert hin síðari ár voru
þegar við hjónin keyptum okkur nýtt rúm í versluninni
Betra bak í Reykjavík fyrir um tveimur árum,“ segir
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur. „Við vorum í gömlu rúmi sem var 1,4 metrar
á breidd og með tímanum fannst konunni það ekki
nægilega stórt; vildi líklega komast lengra frá mér á
nóttunni. Í mörg ár þrýsti hún á um kaup á nýju rúmi
en ég þráaðist ætið við, þrátt fyrir að ég væri farinn
að vakna þreyttur á morgnana og með bakverki. Að
lokum lét ég undan og þó ég hafi aldrei viðurkennt
það fyrir frúnni sé ég ekki eftir þeim kaupum,“ segir
Aðalsteinn.
Nýja rúmið var stillanlegt rafmagnsrúm, 1,9 metrar á
breidd, með heilsudýnum og nuddi.
„Þetta rúm hentar mér afskaplega vel því ég er
verkum hlaðinn og enda oft vinnudaginn uppi í rúmi.
Hækka þá bakið, breyti rúminu í hægindastól og skipu-
legg vinnu næsta dags. Konan skríður út á sinn kant og
sofnar eins og engill. Hvað gerist þegar vinnu minni
lýkur læt ég ekki uppi en að minnsta kosti vöknum
við jafnan bæði sæl og glöð að morgni.“
Aðalsteinn hefur ekki fláð feitan gölt í öllum
sínum viðskiptum og hann segir sín verstu kaup
tengjast fjárbúskap. „Ég er frístundafjárbóndi og
held ásamt tveimur félögum mínum 35 kindur.
Fyrir tveimur árum ákváðum við að ráðast í
rosalegar kynbætur og félagar mínir fólu mér
að fjárfesta í ærslafullum hrúti. Ég valdi gripinn
af kostgæfni en þegar nýta átti krafta hans
til kynbóta á fengitíðinni kom í
ljós að hann var náttúrulaus
með öllu. Lostalausa
kynbótatröllinu var svo
slátrað síðastliðið haust
og hefur gagnast okkur
ágætlega síðan; vel
reyktur.“
NEYTANDINN: AÐALSTEINN BALDURSSON Á HÚSAVÍK
Keypti náttúrulausan kynbótahrút
Mörg ungmenni greiða sjálf fyrir ökukennslu og
ökupróf en algengara má telja að foreldrar og
ættingjar hjálpi til fjárhagslega með einum eða
öðrum hætti, enda ekki skrýtið því kostnaður við
að öðlast ökuréttindi getur numið talsverðum
upphæðum. Þannig er lágmarkskostnaður sem
unglingur greiðir í kringum 105 til 110 þúsund
krónur og er þá miðað við lágmarksökutíma en
þar liggur mestur kostnaður. Meirihluti tekur þó
fleiri ökutíma en þá sextán sem lágmarkið er
og bætast þá við rúmar fimm þúsund krónur fyrir hvern tíma að auki. Námsgögn í
ökuskóla sem allir þurfa að fara gegnum kosta frá 15 til 20 þúsund og má því gera
ráð fyrir að algengur kostnaður sé frá 130 þúsundum króna.
■ Hvað kostar... að taka bílpróf?
Umtalsverðir fjármunir fyrir foreldra
ÚTGJÖLDIN
> Meðalverð á kílói af innlendu kaffi 1997 til 2005
80
0
82
4
73
9
Kr
ón
ur
67
9
1997
73
8
1999 2001 2003 2005Ár
Vaxandi áhugi er hérlendis
á að taka lán til íbúðar-
kaupa í erlendum myntum
enda vextir jafnan mun
lægri og fólk losnar við
verðtryggingu. Þetta er þó
tvíeggjað að mati sérfræð-
inga.
„Hver og einn yrði að skoða slíkt
með góðum fyrirvara enda er um
háar upphæðir að ræða fyrir flest
fólk og ákveðið fjárhættuspil,“
segir Lúðvík Elíasson hjá greining-
ardeild Landsbanka Íslands. Íbúða-
eigendum býðst flestum hverjum
að skipta íbúðalánum sínum úr
íslenskri krónu í erlendar myntir.
Hafa fyrirspurnir vegna þessa bor-
ist í auknum mæli.
Að mati Lúðvíks er ekki um
vænlegan kost að ræða nema fólk
hafi talsvert svigrúm í fjármálum
sínum til að takast á við þær sveifl-
ur sem orðið geta á skömmum tíma.
„Fyrir það fyrsta er talsverður
kostnaður því samfara að skipta
yfir í upphafi. Sá kostnaður getur
numið fjórum prósentum af láninu
og auðveldlega þurrkað út ávinn-
inginn sem af getur hlotist. Þess
utan verður að fylgjast vel með
gengi viðkomandi gjaldmiðils eftir
á, því sveiflur geta verið talsverðar
og haft mikil áhrif á stuttum tíma.“
Lán í erlendri mynt eru ólíkt
íslenskum lánum óverðtryggð og
vextir jafnan hagstæðari en hér
gerist og því kosturinn vænlegur
að því leyti. Á móti hefur íslenska
krónan verið að gefa eftir og sveifl-
ur hennar meiri en verið hefur
lengi. Það þýðir að veikist krónan
gagnvart þeim gjaldmiðli sem hús-
næðislán eru tekin í hækka afborg-
anir og höfuðstóll til muna.
Talsmaður neytenda, Gísli
Tryggvason, segir skynsamlegt
fyrir neytendur að leita til sérfróðs
ráðgjafa standi hugur til að skipta
húsnæðislánum í erlenda mynt.
Benti hann sérstaklega á Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna en
Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður
hennar, segir óalgengt að fólk beini
slíkum fyrirspurnum þangað. „Hér
tökum við fyrst og fremst á móti
fólki sem einhverra hluta vegna
hefur lent í erfiðleikum fjárhags-
lega. Varðandi ráð til annarra bend-
um við gjarnan á bankana sjálfa,
sem hafa greinargóðar upplýsing-
ar um hluti á borð við þessa. Hins
vegar er ómögulegt að gefa einhlítt
svar við því hvort þetta sé fýsileg-
ur kostur. Það getur verið það fyrir
suma en aðra alls ekki og skoða
verður hvert og eitt dæmi vand-
lega fyrir sig.“
Séu íbúðareigendur ákveðnir í
að skipta tekur það ekki langan tíma
að fá slíkt í gegn og tekur afgreiðsla
á slíkri breytingu að öllu jöfnu
aðeins örfáa daga.
albert@frettabladid.is
Húsnæðislán í erlendri
mynt misgóður kostur
LÚÐVÍK ELÍASSON Segir fólk verða að hugsa
sinn gang vel áður en skipt sé yfir í erlenda
mynt í stað krónunnar. Mánaðarlegar
greiðslur stóraukist til að byrja með.
TALSMAÐUR NEYTENDA Gísli Tryggva-
son bendir fólki á að hafa samband við
sérfræðinga áður en lagt er út í kostnaðar-
samar breytingar vegna húsnæðislána.
UPPBYGGING Mikil uppbygging á sér enn stað víða á höfuðborgar-
svæðinu og víðar. Sá kostur að taka íbúðalán í erlendri mynt í stað
íslensku krónunnar getur verið hagkvæmur fyrir þá sem eru að
kaupa en hafi menn hug að skipta yfir eftir að kaup hafa gengið í
gegn fellur til umtalsverður kostnaður sem getur þurrkað út allan
ávinning sem af verður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA