Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 27. apríl, 117. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.14 13.25 21.39 Akureyri 4.48 13.10 21.34 MYNSTRAÐIR SUMARKJÓLAR Í sumar verða áberandi mynstur það allra heitasta. TÍSKA 2 AMMA BÁRA GLEÐUR BÖRNIN Hafnfirska hannyrðakonan Bára Björnsdóttir heldur áfram að gleðja aðra þótt heilsan hafi bilað. HEIMILI 8 Sumarkort eru nú á sérstöku tilboði hjá Iceland Spa & Fitness. Tilboðið hljóðar þannig að keypt er sérstakt sumarkort og gildir það til 25. ágúst. Skiptir þá engu máli hvenær kortið er keypt en það gildir í allar fimm stöðvar ISF. Nýjum vor- og sumar- bæklingi frá Europris var nýlega dreift inn á flest- öll heimili. Í honum má finna marga skemmti- lega hluti sem hægt er að nota á heimilinu og í garðinum. Til- boðin standa til 9. maí. Tvær fataverslanir eru nú að flytja í nýtt húsnæði á Laugaveginum. Glamúr opnaði nýja verslun á Laugavegi 48 í gær og á laugardaginn mun Spútnik flytja yfir í nýtt húsnæði á Laugavegi 28. Verður mikil veisla af því tilefni í Spútnik á laugardaginn. ALLT HITT [ HEILSA, TÍSKA OG HEIMILI ] Í KVÖLD VERÐUR INGÓLFUR GUÐNASON MEÐ FYRIRLESTUR SEM HANN NEFNIR GRÓÐUR TIL GAGNS OG GLEÐI Á MIÐÖLDUM. Fyrirlesturinn fer fram í Orkuhúsinu á Bæjarhálsi. Ingólfur er ræktandi á Gróðrarstöðinni Engi í Laugarási. Hann er flestum ræktendum að góðu kunnur enda prýða vörur hans hillur matvöruverslana undir heitinu Gróðrarstöðin Engi. Ingólfur hefur enn fremur gert plöntusögu Íslendinga hátt undir höfði. Hann hefur safnað jurtum og komið þeim fyrir í Jurtagarðinum í Skálholti í formi hinna gömlu klausturgarða. Sá hann um útgáfu lítils kvers þar sem greint er frá öllum plöntunum og notkun þeirra. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00 en hann er samstarfsverkefni Orkuveitu Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands. Gróður til gagns og gleði Þjóðarblóm Íslendinga, Holtasóley. Hákon Leifsson, eða Tumi eins og hann er kallaður, stendur í ýmiss konar flutningi. Bæði búferlaflutningi og að stjórna tónlistarflutningi. Tumi er nýfluttur í Arnarnesið í Garðabæ með fjölskylduna og hefur gott útsýni út á Kópavoginn þegar hann stendur úti á hlaði á nýja heimilinu. Hann segir flutningana eigin- lega hafa staðið yfir síðan í nóvember og senn komist allt í eðlilegar skorður. „Við þurftum að yfirgefa okkar gamla heimili í nóvember og flytja inn á tengdamömmu en höfð- um nóg rými og engin ástæða til að kvarta undan aðbúnað- inum þar,“ segir Tumi. Hann þarf heldur ekki að kvarta undan plássleysi í nýja húsinu því það er myndarlega byggt eins og önnur í þessum heimshluta. Brosandi kveðst hann hafa keypt húsið útá krít enda hafi hann aldrei talist til stór- eignamanna. En Tumi hefur fleira að sýsla þessa dagana en að taka upp úr kössum því fyrir dyrum standa stórtónleikar kórs sem hann stjórnar og nefnist Vox Academica. Þeir verða í Langholtskirkju klukkan 15 á laugardag. „Þetta eru tónleik- ar með kirkjulegu ívafi. Við erum með Sálumessu eftir Mozart og flytjum þrjú íslensk verk sem öll eru í svipuðum anda. Eitt er eftir Leif pabba minn sem var kaþólskur og hann er með Maríuáherslu í því. Svo erum við með langt lag eftir Jón Leifs við íslenskan texta eftir Jónas Hallgrímsson. Síðan er verk eftir Szymon Kuran sem heitir Um nóttina og er bæði bjart og dimmt. Hann semur þetta við fagran texta eftir dóttur sína sem fjallar um engla sem fljúga innan um stjörnurnar.“ Ásamt kórnum segir Tumi að á tónleikunum komi fram 20 manna sinfóníuhljómsveit sem heiti Jón Leifs kammerata og fjórir einsöngvarar. Þeir eru Þóra Einars- dóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Davíð Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. gun@frettabladid.is Allt að komast í eðlilegt horf Tumi með soninn Ólaf Bjarna og tíkina Nölu. Ólafur átti einmitt sex ára afmæli í gær, daginn sem myndin var tekin á nýja heimilinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.