Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 38
27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
Hafnfirska hannyrðakonan
Bára Björnsdóttir heldur
áfram að gleðja aðra þótt
heilsan hafi bilað. Nú hafa
barnadeild og dagheimili
fengið frá henni veggspjald
með útsaumuðum ævintýra-
myndum.
Ævinýrin hafa alltaf heillað Báru.
Um það vitna veggteppin sem eftir
hana liggja og einnig málverk og
styttur sem prýða heimili hennar.
Hún er líka fljót að sjá svip með
Valla ljósmyndara og Prins Valiant
og kallar Valla bara „prinsinn“!
Bára hefur fram til þessa verið
ein þeirra iðjusömu kvenna sem
aldrei fellur verk úr hendi. „Hún
hefur alltaf verið að gleðja aðra.
Yfirleitt með marga hluti í gangi í
einu í hannyrðunum og hefur gefið
flesta jafnóðum,“ segir Emma dótt-
ir hennar brosandi. Nýlega varð
breyting á högum Báru því hún
greindist með krabbamein á alvar-
legu stigi og liggur fyrir þegar
Fréttablaðsfólk ber að garði. „Ég er
deyjandi kona,“ segir hún af mikilli
rósemi við blaðamann og biður
hann að afsaka þótt hún geti ekki
talað mikið en býður honum að
skoða það sem hann vilji og bendir
sérstaklega á dýrindisskál sem
barnabarnið og söngkonan Hera
hafi gefið henni. Skálin er skreytt
myndum Walt Disneys af Mjallhvíti
og dvergunum sjö. Hera segir
dálæti ömmu sinnar á Mjallhvíti
meðal annars tilkomið af því að hún
þekki dóttur fyrirmyndarinnar.
„Mjallhvít var nefnilega íslensk
stúlka. Hún hét Kristín og fjöl-
skylda hennar býr hér í Garðabæ.“
Hera er leyndardómsfull er hún
heldur áfram. „Það var teiknari hjá
Walt Disney sem var ástfanginn af
henni og teiknaði Mjallhvíti eftir
henni.“
Mæðgurnar Emma og Hera búa
á Nýja-Sjálandi en eru nú hjá Báru
til að létta henni lífið. Þær eiga stórt
veggteppi eftir hana þar suðurfrá,
einmitt teppið sem er á plakatinu.
Þær segja hana hafa saumað eftir
myndum sem hún fann hér og þar
og teiknað sjálf það sem á vantaði.
„Hún skrifaði Disney á sínum tíma
og bað um heimild til að nota fígúr-
urnar hans sem fyrirmyndir,“ segir
Emma og sýnir leyfisbréf frá
Disney sem hangir innrammað uppi
á vegg. Bára er greinilega kona sem
vill hafa réttinn sín megin. Einu
stóru teppi er ólokið. Myndirnar þó
flestar komnar en fjöllin eru eftir.
Hera hefur lofað að ljúka við sköp-
unarverkið.
Valli pakkar niður myndavélinni
og eftir notalega stund í eldhúsinu
er komið að því að kveðja. Yfir hinu
snotra húsi í hrauninu hvílir bæði
friður og ævintýrablær.
gun@frettabladid.is
Amma Bára gleður börnin
Í glerskáp í stofunni eru margir dýrgripir.
Bára fékk skriflegt leyfi Disneys til að nota persónur hans í verkin sín.
Rauðhetta er ein þeirra sögupersóna sem Bára hefur saumað.
Margar stærðir og gerðir eldstæða, opin eða
með hurð, einnig opin í gegn (tvær hurðir)
Verð frá kr. 82.000.-
Einnig úrval af aukahlutum fyrir arininn
���������
����������������� ������������� �����������
Bára heldur áfram að gleðja aðra þó að
heilsan hafi bilað.
Veggspjaldið sem Bára gefur á barnadeild og hin ýmsu dagvistarheimili barna er gert eftir veggteppi sem hangir á heimili dóttur hennar og
dótturdóttur á Nýja-Sjálandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BORÐ FYRIR TVO
K R I N G L A N
LOKADAGAR RÝMINGARSÖLU
FLYTJUM Í NÝTT OG STÆRRA HÚSNÆÐI